Kjarnar - 01.02.1948, Page 27
Karólína varð óttaslegin. Allt sumarið hafði henni
fundizt landið vera að byggjast sem óðast umhverfis
hana. Henni fannst það blátt áfram þéttbýlt að eiga ná-
granna aðeins í hálfrar mílu fjarlægð. Hún setti upp
sunnudagahattinn sinn og gekk yfir sléttuna með Sven-
son til þess að heimsækja konu hans.
Frú Svenson átti bróður í Minnesota. Þau ætluðu að
fara til hans. Þau mundu fá að dvelja í byggðu landi
næsta vetur meðal margra nágranna. Þar mundi verða
gleði og gaman á ferðum. Frú Svenson talaði af fjálg-
leik um þetta allt saman og hlakkaði auðsjáanlega mjög
til. Þau voru þegar farin að búa sig til farar í óða önn.
Eitt sinn komu þó vonbrigðin ójsálfrátt fram í augu
hennar. Hún fann, að þau höfðu gefizt upp, og maður
hennar mundi ekki verða sjálfs sín húsbóndi þar eystra,
heldur þjónn annarra. En hún brosti og sagði: „Við kom-
um aftur, vertu viss. Þetta er ágætt land.“
Karólína hugsaði með sér: „Við munum aldrei gefast
upp. Karl á þetta land, og hann mun ekki yfirgeía það, að
minnsta kosti ekki við eins lítið mótlæti og Svenson.
Svenson bar nú kartöflur og rófur á vagn sinn og ók til
þorpsins. Þar seldi hann það og keypti sér lífsnauðsynj-
ar til fararinnar. Þegar hann kom aftur, stakk hann hend-
inni í barm sér, dró þaðan út sendibréf og fékk Karólínu.
Hún reif það upp í flýti, og tveir peningaseðlar duttu úr
umslaginu. Hún gat varla stafað sig fram úr bréfinu fyrir
ákafa.
„Ástkæra eiginkona.
Ég tek mér penna í hönd til þess að biðja þig að vera
ekki kvíðin. Ég hef haft góða vinnu og safnað töluverðum
Nr. 1
25
KJARNAR