Kjarnar - 01.02.1948, Side 28
peningum. Karólína, ég get ekki komið heim í október.
Ég fótbraut mig, en læknirinn segir, að ég muni þó ná
mér til fulls aftur. Ég mun ekki verða örkumla. Ég hef
lesið bréfið frá þér oft og það gleður mig, að þér og Kalla
litla skuli líða vel. Karólína, þú ættir að gera ráðstafanir
til þess að búa hjá Svenson-hjónunum í vetur. Ég veit
ekki með vissu, hvenær ég verð svo heilbrigður, að ég
geti komið heim, og vel getur verið, að veturinn þarna
verði harður. Veiði verður sjálfsagt treg, og úlfar og út-
lagar munu leita fanga í byggðirnar. Svenson mun ann-
ast ykkur. Biddu hann að byggja þér kofa hjá sínum. Ég
sendi þér dálítið af peningum og mun koma eins fljótt
og ég get. Þú skalt ekki vera áhyggjufull mín vegna. Ég
hef haft góða atvinnu og get greitt lækninum. Karólína,
elsku konan mín, reyndu að sakna mín ekki eins mikið og
ég sakna þín. Ég mun aldrei yfirgefa þig, meðan við lif-
um bæði. Skrifaðu mér eins fljótt og þú getur.
Þinn elskandi eiginmaður.
Svenson horfði áfjáður á Karólníu, meðan hún var að
lesa bréfið. Þau hjónin voru þegar tilbúin til ferðar og
urðu að leggja af stað hið bráðasta til þess að komast til
Minnesota, áður en snjór tæki að falla.
„Hann kemur ekki,“ sagði Karólína. „Hann hefur fót-
brotnað.“ Hún leit ekki á Svenson en horfði á seðlana.
Það voru tveir tíu dollara seðlar og tvisvar sinnum tíu
eru tuttugu.
Nú varð hún að taka ákvörðun. Eftir nokkra stund
sagði hún: „Ég verð að fara með barnið til þorpsins og
vera þar í vetur.“
Svenson ætlaði að flytja Karólníu til þorpsins um leið
kjarnar 26 Nr. 1