Kjarnar - 01.02.1948, Side 31
haldið, að ég hafi ráð á því að hafa vinnukonu, þá skjátl-
ast yður illa,“ svaraði frú Insull hvatlega.
„Ég mundi ekki krefjast annarra launa en fæðis og hús-
næðis,“ sagði Karólína.
„Þú ert með þeim, sem búa í tjaldinu hérna niður með
götunni, er það ekki? Ef þér viljið þiggja mín ráð, þá
skuluð þér fara með þeim austur. Þetta land er alveg far-
ið í hundana. Við eigum þrjá drengi til að fæða og klæða,
og við getum ekki einu sinni bætt við okkur ketti í fæði.
Afsakið mig svo.“ Síðan skellti hún hurðinni aftur.
Frú Svenson greip hönd Karólínu og spurði, hvað hún
ætlaði nú að gera.
„Ég fer heim,“ sagði Karólína. Karl hafði búið henni
þar heimili og þar ætlaði hún að bíða hans. Hún ætlaði
að mæta þar einverunni, kuldanum, skortinum, úlfunum
og útlögunum. Hún ætlaði að verða þar, þegar Karl kæmi
aftur.
í sama bili kom ungur maður út úr búðinni. Hann bar
marga böggla í fangi en reyndi þó að taka ofan fyrir
henni.
„Góðan daginn, frú. Þér fenguð bréfið yðar með skil-
um, var það ekki?“ Þarna var kominn ungi maðurinn,
sem hún hafði farið í veg fyrir um haustið og beðið að
taka fyrir sig bréfið.
„Góðan daginn,“ svaraði hún. „Já, já, þakka yður fyr-
ir.“
„Ég spurði bara um það vegna þess, að þeir sögðu mér,
að Pétur tvíhleypa hefði tekið það.“
„Er þetta vagninn yðar?“ spurði Karólína og benti á
vagninn.
„Já,“ svaraði hann hreykinn.
Nr. 1 29
KJARNAR