Kjarnar - 01.02.1948, Page 37
hella. Andardráttur þeirra hafði stigið upp frá nösun-
um og frosið í hellu, sem blindaði þá.
Hún varð þegar gripin meðaumkun og reif snjóinn frá
augum einnar kvígunnar. Hún fnæsti af ótta og hljóp
nokkra metra burt, en sneri svo við til hópsins aftur. Svo
rak hún upp langdregið baul.
Karólína vissi, hvað hún varð að gera. Hún hugsaði um
barnið og vissi, hve nauðsynlegt þeim var að fá nýmeti.
Hún gekk að öðru ungneyti, setti byssuna að enni þess,
lokaði síðan augunum og hleypti af. Þegar hún opnaði
augun aftur, lá dýrið dautt í snjónum, og blóðið vætlaði
úr sári á enninu.
Þá datt henni allt í einu í hug, að þau þurftu að eign-
ast kú. Því ekki það? Ef hún tæki unga og fallega kvígu
hér og færi með hana inn í hesthús, mundi hún brátt
verða töm og mannelsk. Hún vildi eignast kú og fá mjólk
handa Kalla litla. Hún gekk hvatlega inn í miðjan hóp-
inn. Hvað skyldi Karl segja, þegar hann kæmi heim?
Þarna stóð ung, falleg kvíga. Karólína ákvað þegar að
taka hana.
Hún hraðaði sér aftur heim að hesthúsinu og sótti reipi.
Það var komið að sólarlagi, þegar henni tókst loks að toga
kvíguna út úr hópnum. Hún vildi ekki láta þoka sér frá
hinum gripunum og streittist við á alla lund. En að lok-
um tókst henni að koma kvígunni yfir víkina og inn í
hesthúsið. Þar bar hún hey fyrir hana og hreinsaði ísinn
frá augum hennar.
Síðan sneri hún aftur til gripahjarðarinnar með öxina
og reipið. Hún hjó beztu hlutana úr skrokk dauða dýrsins
og batt þá saman. Síðan gekk hún á milli dýranna og
hreinsaði ísinn frá augum þeirra. Þau reikuðu þegar af
Nr. 1
35
KJARNAR