Kjarnar - 01.02.1948, Page 38
stað yfir fönnina. Karólína hafði gefið þeim tækifæri til
þess að leita lífsins á ný, og henni fannst hún hafa eign-
azt kýrefnið sitt með fullum rétti.
Þetta kvöld fyllti eimur af steiktu kjöti litlu híbýlin
og hleypti munnvatninu fram í munninn á mæðginunum.
Snjóugt heyið úr stakknum varð kvígunni bæði næring
og svaladrykkur. Karólínu fannst þetta hafa verið bless-
unarríkur dagur. Tvö allstór kjötstykki hafði hún skilið
eftir utan dyra til þess að geyma þar frosin.
Þegar hún kom in í hesthúsið daginn eftir blés kvígan
og togaði tryllingslega í bandið, meðan hún var að bera
henni hey. En hún reyndi að tala blíðlega til hennar og
róa hana. Innan skamms mundi kvígan komast að raun
um góðvild hennar og spekjast.
Hún lokaði dyrum hesthússins vandlega með gleði-
kennd, sem skapast af því að hafa eitthvað til að annast.
Hún var að ganga að heystakknum, þegar einhver innri
vísbending olli því, að hún sneri sér hvatlega við.
Við hornið á hesthúsinu stóð stór og græðgislegur úlfur.
Hann iðaði í skinninu og hárið reis á baki hans. Rauð
tungan lafði út úr honum, og hann var auðsjáanlega
hungraður. Karólína stóð grafkyrr. Allt í einu sneri úlf-
urinn hvatlega við og hvarf í hríðarmugguna.
Karólína gekk hægum og föstum skrefum heim að kof-
anum. Hún vissi það, að ef hún tæki til fótanna, mundi
hún verða gripin ofboðslegum ótta og missa vald yfir
sjálfri sér. En þegar hún átti eftir nokkra metra að dyr-
unum, tók hún sprettinn. Um leið og hún skauzt inn um
dyrnar, kvað við langdregið gól uppi á húsþakinu yfir
höfði hennar, og þegar var tekið undir það úti á ísnum á
víkinni.
KJARNAR
36
Nr. 1