Kjarnar - 01.02.1948, Síða 40
verð sinn, og Karólína sat í bjarma deyjandi eldsins og
greiddi hár sitt. Það var orðið áliðið dags.
Karólína hlustaði á hvin stormsins og hugsaði um það,
hve hljóð hans væri líkt óhugnanlegri gandreið. Kvein
hans var svo ómannlegt og draugslegt. Allt í einu leit hún
hvatlega upp. Hún hafði heyrt þrusk uppi á þekjunni og
sá nú, að reykháfurinn hreyfðist lítils háttar, þar sem
hann lá upp í gegnum þekjuna, og niður um hann heyrð-
ist mannsrödd.
Það var maður uppi á þekjunni. Hann hafði rekið fót-
inn í reykháfinn blindaður af hríð og stormi. F.nginn
venjulegur maður heimilisfastur á þessum slóðum mundi
hafa hætt sér út í þetta veður til langferðar. Það hlaut að
véra útlagi, sem flúði undan storminum.
Hann hafði rekizt á reykháfinn að austanverðu, og
mundi auðsjáanlega ganga fram að víkinni. Eftir nokkur
skref mundi hann steypast fram af bröttum vatnsbakk-
anum ofan á ísinn. Það fall mundi ríða honum að fullu, og
stórhríðin mundi grafa hann í fönnina. Aðeins beinin
fyndust svo, þegar snjóa leysti um vorið. „Róleg samt,“
hugsaði hún með sjálfri sér. „Þetta kemur þér ekkert við.
Hleyptu honum ekki inn í húsið. Mundu eftir barninu.“
En samt sem áður gekk hún nauðug viljug að eldavél-
inni og kallaði: „Leggstu niður, skríddu. Það er hár vatns-
bakki fram undan. Gáttu eftir honum til hægri. Þar er
strengur, sem vísar veginn. Heyrirðu það?“
Svar hans heyrðist ekki gerla fyrir stormhvininum.
„Það er troðningur þar,“ kallaði hún aftur. „Troðningur
að dyrunum til vinstri.“
Þótt hann hafi reynt að svara, hefur stormurinn borið
köll hans burt, því að hún heyrði ekki til hans. Hún greip
KJARNAR
38
Nr. 1