Kjarnar - 01.02.1948, Síða 41
byssuna og gekk að dyrunum. Hún opnaði þær hægt og
stóð síðan reiðubúin með byssuna í hendinni.
Hún beið þannig um stund og ýmist iðraðist eftir að
hafa gert þetta, eða fannst, að hún hefði ekki getað gert
annað. En allt í einu svipti stormurinn hurðinni opinni
upp á gátt. Snjórinn þyrlaðist inn, og maðurinn birtist í
dyrunum. Hann var hár og ókennilegur í loðfeldi með
húfu og eyrnaskjól, allur fannbarinn. í augnabrúnun-
um héngu klakaströnglar. Nokkur stund leið, áður en
hún þekkti hann og hljóðaði upp yfir sig. Svo varpaði hún
sér í fang hans, og hann vafði hana snjóugum örmum.
„Ó, ertu kominn, ertu í raun og veru kominn?“ stundi
hún eftir nokkra stund, en gat þó ekki trúað því. Hend-
ur hennar þreifuðu aftur og fram um þennan snæbarða
mann til þess að fullvissa sig um, að þetta væri Karl.
„Guð minn góður, ég frysti þig í hel og gleymi alveg að
loka dyrunum,“ sagði hann. Þá brast hún í grát, því að
gleðin varð henni ofurefli.
„Hef — hef — hefurðu fengið nokkuð að borða,“ snökti
hún ráðaleysislega.
„Nei, ég er banhungraður," sagði hann glaðlega.
Litlu seinna sagði hann við hana: „Því kemur þér þetta
svona á óvart? Ég sagði þér þó, að ég kæmi eins fljótt og
ég mögulega gæti.“
Svo bætti hann við: „Karólína, þú getur ekki ímyndað
þér, hve mér brá, þegar mér var sagt það í þorpinu, að
Svenson hefði farið og þú værir ein hér.“
Hann hafði ekki viljað tefja stundinni lengur í þorpinu,
er hann hafði fengið þessar fréttir, þrátt fyrir varúðar-
orð þorpsbúa um það, að stórhríð væri að bresta á. Hann
hafði verið kominn í nánd við Fögruvík, er saman skall,
Nr. 1
39
KJARNAR