Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 47

Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 47
augu hennar, er hún hugsaði um þessa óréttlátu misskiptingu á föð- urástinni. „Ef hann aðeins vissi, hve mér þykir vænt um hann. Gína getur ekki elskað hann meira en ég.“ Hún reis á fætur og gekk út úr stofunni. Tvíburarnir hentust fram hjá henni og hlupu út eins og fætur toguðu. Hún gekk hægt upp stigann og inn í herbergi sitt á fjórðu hæð. Það var notalegt að koma þangað inn og fá að vera í einrúmi með þessar dapurlegu hugsanir. Frú Rogers stóð kyrr og þolin- móð meðan maður hennar hneppti kjólinn að henni á bakinu. Hún þóttist ekki heyra óánægjumuldrið, fussið og ræskingarnar, þegar af- sleppur hnappur skauzt undan fingrum manns hennar og komst hjá að fara í hneppsluna. Þarna slapp einn, en áður en óveðrið skall á sagði hún: „Ja, Jessi, það gengur svo mikið á fyrir þér við þetta, að ég held það sé réttast, að ég biðji Mary að hneppa að mér kjólinn." „Mary. Heldurðu að Mary geti það með krókloppna og gigtveika fingurna, þessar eldspýtur, sem ekki geta haldið á nokkrum sköp- uðum hlut? Heldurðu að Marv geti hneppt að þér þennan níð- þrönga bol, þetta eltiskinn, þetta ..." Frú Rogers hnykkti höfðinu ást- leitnislega til og strauk niður eftir stinnu og mjúku silkinu. „Jessi, þú ættir að dást að konunni þinni, þegar hún er í fallegum kjól. Þetta er fallegasti kjóllinn, sem ég hef nokkurn tímann átt. Þú átt að vera hreykinn af Ágústínu þinni í kvöld. Jæja, viðurkenndu nú, að kjóllinn sé fallegur." Hún steig eitt eða tvö skref fram til þess að sýna kjólinn betur. Hún gleymdi því alveg, að maður henar var enn að glíma við seinasta og óþægasta hnappinn. Hann smaug alltaf úr greipum hans og skauzt fram hjá hneppsl- unni, þegar hann virtist alveg vera að renna í hana. Það fauk allt i einu í herra Rogers, en þá skeði það undarlega', að honum tókst í einu átáki að gera það, sem hann hafði lengi reynt árangurslaust, og áður en hann vissi af, sat hnapp- urinn í hneppslunni. Þegar hann leit á konu sína, gat hann ekki varizt því, að aðdáunarglampi kæmi í augu hans. Mjúkt og gljá- andi silkið gaf konu hans unglegt og ástleitið útlit. Hún minnti á telpu á fermingaraldri. „Finnst þér þetta ekki fallegt silki, pabbi. Það er alveg ósvikið, komið beint frá Lyon. Finndu bara, hvað það er þungt í sér. Zena sendi mér það í fyrra, en ég hef ekki látið saurna kjólinn fyrr." Hún sveigði líkamann, svo að bogalína baksins yrði sem hvelfdust. „Hvern- Nr. 1 45 KJARNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.