Kjarnar - 01.02.1948, Side 48
ig lízt þér á sniðið á bakinu? Þetta
er nú nýjasta tízkan, skal ég segja
þér.“
„Ja, þú ert falleg í kjólnum, hvað
sem tízkunni líður, Gústa. Þú ert
alveg eins falleg og ungleg og dag-
inn, sem við giftum okkur, og það
er meira en hægt er að segja um
flestar konur, sem búnar eru að
vera meira en tuttugu ár í hjóna-
bandinu."
En nú var eins og frú Rogers
fengi einhverja flugu í höfuðið, og
hún hljóp að búningsborði sínu,
en maður hennar stóð i sömu spor-
um og neri á sér fingurna eftir
þessa erfiðu viðureign við hnapp-
ana. Kona hans fór að bylta til á
borðinu og leita að einhverju af
mesta ákafa. Hún fleygði til ótal
smámunum, flöskum, glösum,
skartgripum og burstum. Hún
grýtti frá sér ilmvatnsglösum og
krukku með hársmyrslum, sem
maður hennar notaði við snyrtingu
skeggs síns. Rogers horfði orðlaus
á hana um stund, en gat svo ekki
orða bundizt:
„Guð minn góður, Gústa. Hverju
hefur þú nú tínt? Þú brýtur eitt-
hvað af þessum glösum með þess-
um láturn."
,,Æ, það er bréfið frá henni Zenu.
Ég ætlaði að sýna þér það, en ég
hef alltaf gleymt því þangað til
núna.“ Hún hélt leitinni áfram í
mesta ákafa, en gat þó ekki stillt
sig um að líta við og við í spegilinn
og athuga, hvort nokkur svipbreyt-
ing sæist á manni hennar. Hún í-
hugaði það með sjálfri sér, hvort
þetta mundi annars vera heppileg
stund til að draga bréfið fram úr
felustað sínum í skartgripaskríninu.
Allan þann tíma, sem Rogers-
hjónin höfðu verið gift, hafði Zena,
systir Agústínu, verið misklíðarefni
í fjölskyldunni. Hugsunin um hið
góða hlutskipti Zenu í lífinu, hafði
ailtaf vakið Ágústínu óánægju með
sitt eigið líf, og hún gat aldrei stillt
sig um að minna mann sinn á
mismuninn á kjörum þeirra systr-
anna. Zena hafði einmitt hlotið
það, sem Ágústína þurfti að fá, eða
taldi sjálfri sér trú um, að hún
hefði þurft að fá. Hún hafði gifzt
auðugum manni, sem dó skömmu
seinna og lét henni eftir að eyða
öllum auði sínum. Hún hafði síð-
an eytt beztu árum ævi sinnar við
skemmtanir og ástarævintýri. Um
hana gengu alltaf alls konar furðu-
sögur.
Það voru þó ekki ástarævintýri
Zenu eða sífur Ágústínu um auð
systur sinnar, sem húsbóndanum
var viðkvæmt mál, heldur örlæti
hennar. Hún hafði sent þeim
frönsku klukkuna í borðstofunni
að gjöf, stólana i forsalnum og svo
að segja allt þetta gler- og málm-
rusl, sem fyllti hverja hillu i hús-
inu. í augum Rogers voru þetta allt
saman þarflausir hlutir og aðeins
til ama og andstyggðar. Þeir duttu
KJARNAR
46
Nr. 1