Kjarnar - 01.02.1948, Page 50
esína þarf að eignast mann sem
hefur hönd í bagga með gerðum
hennar, en Gústi er ekki stjórn-
samnr," var hann vanur að segja
eins og við sjálfan sig.
Gústi sat við hljóðfærið og var
að leika þýtt lag við einhverja eft-
irlætisvisu sína. Hann var ekki eins
hár og Harry og ekki eins sterklega
vaxinn. Hann hafði bjart, hrokkið
hár, og féll lokkur af því venju-
lega fram á ennið. Svipur hans var
oftast alvarlegur og hann gat orðið
hvass á brúnina, en þegar hann lék
á hljóðfæri eða söng, varð hann
sem annar maður. Ef hann söng
sjóaravísu, virtist hann verða sjó-
maður af lífi og sál. Þegar hann
söng einhverja gleðivísu, Ijómuðu
augu hans, og brosið varð barns-
legt. Andartaki síðar gat hann orð-
ið blíður elskhugi við að syngja fal-
lega ástavísu. Allri Rogers-fjöl-
skyldunni þótti vænt um Gústa.
Georgína dáðist einkum að honum,
og Júlía hefði vel getað orðið ást-
fangin af honum, ef staða föður
hennar hefði ekki vakið henni of-
urlítinn ofmetnað.
Faðir hennar var með sama mark-
inu brenndur og hún. Hann mat
aðra menn eftir sjálfum sér og var
ekki ætíð glöggskyggn. Hann leit á
Gústa sem minni mann en sitt fólk.
Honum sást yfir viljaþrekið, sem
lýsti sér í því, að þessi tiltölulega
fátæki drengur hafði brotizt til há-
skólanáms og sxðan til læknisnáms,
og sá aðeins næmgeðja unglinginn,
sem Teresína vafði um fingur sér.
Gegn henni var hann algerlega
varnarlaus. Hann þrætti við hana,
og þau áttu oft sennu saman, en
hún sigraði ævinlega. Þetta sá Rog-
ers, og það kom honum á þá skoð-
un, að Agúst Palmer mundi verða
jafnþreklaus í starfi sínu sem í við-
ureigninni við Teresínu.
Frú Rogers sagði glaðlega: „Zena
systir mín ætlar að koma á hátíð-
ina. Eg fékk bréf frá henni í dag.“
Harry Naylor spurði: „Er það
eina systirin, sem þér eigið? Ég
held ég hafi aldrei séð hana.“
Teresxna og Georgína hrópuðu
einum rómi: „Zena frænka? Kem-
ur hún hingað til Philadelphíu?
Hvenær kemur hún, mamma?"
f stað þess að svara spurningum
systranna, sneri frú Rogers sér að
Harry Naylor: „Já, hún er eldri
en ég, eins og þér vitið. Hún er
ákaflega auðug — giftist inn í Las-
callas-ættina —. Hún er mjög mik-
ils virt í Frakklandi. Við eigum á-
kaflega mörg og tigin skyldmenni í
Frakklandi. Faðir minn var við
hirð Josephs Bonaparte, greifa af
Bördentown. Hann var ákaf-
lega ...“
Nú tók herra Rogers fram i:
„Hvað ertu að segja, Gústa? Þetta
er í þriðja sinn. Geturðu ekki not-
að önnur orð en „ákaflega" til þess
að lýsa ættfólki okkar?"
„Hún hefur ekki komið hingað
Nr. 1
KJARNAR
48