Kjarnar - 01.02.1948, Side 51

Kjarnar - 01.02.1948, Side 51
til lands slðan hún var á unga aldri, herra Naylor". Frú Rogers lét ekki fipa sig og hélt frásögn sinni áfrara. „Hún hefur til dæmis aldrei séð manninn minn. Hún hefur oft haft í hyggju að koma, en alltaf verið svo hrædd við sjó- ferðina. En nú hefur hún afráðið þetta. Hún skrifar mér ...“ „En mamma, hvenær? Hvenær?“ Teresína gat ekki lengur þolað seinlæti móður sinnar við spurn- ingum þeirra systranna. „Hún ráðgerir að koma í marz, Sína. Guð minn góður, vertu ekki svona æst, barn. Philip Lascallas — bróðursonur mannsins hennar — kemur hingað í opinbera heimsókn. Hann gegnir einhverju starfi í sambandi við frönsku sýninguna á hátíðinni, að því er hún segir.“ Teresína virtist nú ekki hafa neinn áhuga fyrir þessu umræðu- efni lengur, en hún braut nú heil- ann um það, hvernig hún gæti bezt notfært sér þessa heimsókn frænku sinar. „Þegar allt kemur til ails, þá er ég nú heitin eftir henni, svo að hún ætti að sýna mér sér- staka ræktarsemi," hugsaði hún með sér. „Og það mun hún gera, ef ég fer rétt að.“ Georgína var aftur á móti upp- væg af hrifningu. „Hugsaðu þér annað eins, Hinrik. Hún kemur alla leið frá París. Heldurðu að það verði ekki gaman að sjá Zenu frænku? Við höfum heyrt svo margt um hana, og okkur hefur ætíð fundizt hún vera eins konar norn í ævintýrabók. Auðvitað eins konar heilladís fjölskyldunnar. Ég vona aðeins, að hún gefi mér einn kjól, sem ekki er saumaður upp úi gömlum kjól af Zenu frænku." Það var fullyrðing allrar fjöl- skyldunnar, að Quinby væri fljót- asti hesturinn í öllu Kensington- héraði, og nú átti hann að sýna, hvað hann gæti. Snjórinn var harð- ur og háll eftir hundruð sleða- meiða, sem um hann höfðu runnið. Hann myndaði lika lag, svo að steinhella strætanna og járnklædd- ir hófar hestanna náðu ekki sam- an. Hesturinn virtist því blátt á- fram líða áfram í loftinu með svif- mýkt örvarinnar. Fremsta sætið var lágt, og fót- brettið myndaði fallegan boga. Með hliðum sleðans var allhá brík til varnar gegn snjó og kulda. Gústi fann ylinn af líkama Teresínu við hlið sér, og þessi nána snerting olli því, að tilfinning hans um það, að þau flygju áfram varð cnn sterkari. En Teresína var algerlega ónæm fyrir töfrum hraðans og háttbundn- um hreyfingum hestsins. Hún tók ekki heldur eftir fegurð mjallar- innar eða bláma himinsins. Hún hafði þykka slæðu fyrir andlitinu til varnar gegn storminum og frost- inu. Hún áleit, að hún mundi deyja af sneypu, ef andlit hennar yrði Nr. 1 49 KJARNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.