Kjarnar - 01.02.1948, Page 60
þarna með rauða hattinn. Hún
stendur þarna við hliðina á mann-
inum með ljósa skeggið."
„Þessi gamla kona? Þér getur ekki
verið alvara. Þú hefur aldrei sagt
mér, að hún liti svona út. Elsku
Zena mín, sem alltaf var vso falleg."
„Mér sýnist hún vera alveg eins
og hún var fyrir tveim árum. Ég
sagði þér, að hún væri ekki falleg
lengur, en þú vildir ekki hlusta á
mig.“
Herra Rogers skimaði iíka um
allt í leit að mágkonu sinni. „Þarna
sé ég hana," kaliaði hann. „Það má
nú með sanni segja, að ættarmótið
sé skýrt, Gústa. Það er konan þarna
með fjöðrina í hattinum, allra geð-
þekkasta kona, ef mcr leyfist að
láta skoðun mína í ljós.“
Óslitinn straumur farþega var
um landgöngubrúna. Skræk og
skerandi rödd barst Rogers-fólkinu
nú til eyrna og var talað á frönsku.
„Já, þetta er hún, ég þekki rödd-
ina hennar, hún hefur þó ekki
breytzt. Þetta er Zena," sagði frú
Rogers óðamála."
Kona klædd svartri kápu með
einkennandi frönsku sniði gekk nú
yfir brúna. Skræka röddin þagnaði
um leið og hún hóf þá göngu. Síð-
an kom ungi maðurinn með ljósa
skeggið. Hann sýndist vera hár
vexti og svara sér vel. Júlía horfði
á hann og fékk sting x hjartað, en
Teresina hugsaði með sjálfri sér:
„Þetta getur ekki verið bróðurson-
ur mannsins hennar Zenu. Frakkar
eru ekki svona stórvaxnir. En ef
það er nú samt hann, eins og
reyndar hlýtur að vera, þá get ég
ekki annað sagt, en hann sé mjög
myndarlegur."
Um leið og Rogers-fólkið þrengdi
sér nær til þess að fagna gestunum,
kvað við ákaft gelt, og tvö lágfætt
og löng dýr komu í ljós, rauðbrún
að lit. Frú Rogers gat nú ekki haft
hemil á geðshræringu sinni lengur
og hrópaði: „Zena, Zena, cara mia.“
Hún reyndi um ieið að brjóta sér
braut gegnum mannþröngina.
Jafnvel á frönsku bryggjunni höfðu
ekki lieyrzt slíkar fagnaðarmóttök-
ur. Zena frænka tók líka þegar
undir köllin skerandi málrómi og
talaði dásamlegan blending af
frönsku, ensku og ítölsku. A þess-
um köllum, skrækjum og kveðjum
gekk í fullar fimm mínútur, og þá
hafði fagnaðaröldurnar lægt svo, að
venjulegt mannamál var fullnægj-
andi.
Herra Rogers brauzt nú líka á
vettvang og hneigði sig dýpra en
hann hafði gert nokkru sinni fyrr
í lífinu. „Já, þetta er auðvitað
elskuleg systir konunnar minnar.
Ég er Jessi. Velkomin til þessa guðs
blessaða lands."
Zena frænka vatt sér þegar að
honum eins og snarkringla. í svip
hennar mátti lesa ástleitni, tilgerð,
undrun og aðdáun. Hún lyfti höfð-
inu og hallaði því á ská.
KJARNAR
58
Nr. 1