Kjarnar - 01.02.1948, Side 61

Kjarnar - 01.02.1948, Side 61
„Sæll, Jessi," sagði hún. „Þú ert miklu fallegri'en ég bjóst við, jafn- vei þótt Ágústína hafi ekki dregið af gyllingunni í bréfum sínum." Rödd hennar varð nú ekki eins skræk og færðist yfir hana þægi- leg mýkt. Herra Rogers féll hún hreint ekki svo illa í geð. Hann hneigði sig aftur engu minna en í fyrra skiptið í þakklætisskini fyrir þessa gullhamra og lét heldur ekki standa á laununum: „Ég hef nú heyrt svo mikið talað um hina Bor- elli-fegurðardísina, og mér til ó- segjanlegrar gleði er þar ekkert of- sagt." Hann hlaut ástúðlegt Irros að launum fyrir þessi orð. Fyrir allra augum, annarra en frú Rogers, sem blinduð var af minningunni um ungu stúlkuna, sem hún mundi svo vel, var Teresxna Lascallas óum- deilanlega falleg kona á hennar aldri að vera. Hún var dökk á brún og brá, miklu dekkri en systir henn- ar, og ítalslct yfirbragð hennar var enn augljósara. Þunnur hýjungur- inn á efri vörinni eða bláleitu baugarnir undir augunum virtust ekki lýta hana að mun. Hið fyrra gaf henni gerðarlegri munnsvip, og hið síðara gerði andlitið svipmeira. Báðar systurnar báru dálítinn fuglssvip, en þar sem frú Rogers minnti helzt á spör, svipaði Zenu fremur til hauks eða arnar. Laglegi, kinnfeiti maðurinn með ljósa skeggið stóð hógvær afsíðis og horfði brosandi á kveðjuathöfnina. Hann hélt hundunum tveim í skefj- um, því að þeir virtust ólmir vilja taka sinn þátt í athöfninni. Frú Rogers sneri sér nú að manni sínum og sagði: „Pet, hvers konar dýr eru þetta eiginlega? Þetta eru ekki hundar, er það?" „Ég held helzt að þeir séu af kyni því, sem kallast rottuhundar, og ég verð að játa það, að þeir eru jafnvel enn Ijótari en ég hafði bú- izt við eftir þeim lýsingum, sem ég hef lesið af þeim. Það er þetta hundakyn, sem ensku prinsarnir hafa mest dálæti á, og ég get ekki hrósað þeim fyrir smekkvísi." Zena frænka sneri sér nú við og kallaði: „Philippe, komdu hingað, góði minn." Ungi maðurinn gekk nær með hundana í bandi, og Zena kynnti hann. „Þetta er bróðursonur mannsins míns sálaða, Philippe Lascallas. Hann er hálfur Frakki og hálfur Englendingur. Móðir hans var af einni .. Philippe tók nú fram f og talaði með mjúkri, seimdreginni röddu og vann þegar hjarta allrar fjölskyld- unnar með ljúfmannlegu brosi sínu. „Zena, vertu fljót að kynna þetta ameríska frændfólk þitt fyrir mér, því að mig langar mjög til að kynnast því sem allra fyrst. Ég er viss um, að það hefur engan áhuga á ætt minni." Zena frænka rétti nú úr sér og sagði með fyrirmennskubrag: Nr. 1 59 KJARNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.