Kjarnar - 01.02.1948, Side 61
„Sæll, Jessi," sagði hún. „Þú ert
miklu fallegri'en ég bjóst við, jafn-
vei þótt Ágústína hafi ekki dregið
af gyllingunni í bréfum sínum."
Rödd hennar varð nú ekki eins
skræk og færðist yfir hana þægi-
leg mýkt. Herra Rogers féll hún
hreint ekki svo illa í geð. Hann
hneigði sig aftur engu minna en í
fyrra skiptið í þakklætisskini fyrir
þessa gullhamra og lét heldur ekki
standa á laununum: „Ég hef nú
heyrt svo mikið talað um hina Bor-
elli-fegurðardísina, og mér til ó-
segjanlegrar gleði er þar ekkert of-
sagt."
Hann hlaut ástúðlegt Irros að
launum fyrir þessi orð. Fyrir allra
augum, annarra en frú Rogers, sem
blinduð var af minningunni um
ungu stúlkuna, sem hún mundi svo
vel, var Teresxna Lascallas óum-
deilanlega falleg kona á hennar
aldri að vera. Hún var dökk á brún
og brá, miklu dekkri en systir henn-
ar, og ítalslct yfirbragð hennar var
enn augljósara. Þunnur hýjungur-
inn á efri vörinni eða bláleitu
baugarnir undir augunum virtust
ekki lýta hana að mun. Hið fyrra
gaf henni gerðarlegri munnsvip, og
hið síðara gerði andlitið svipmeira.
Báðar systurnar báru dálítinn
fuglssvip, en þar sem frú Rogers
minnti helzt á spör, svipaði Zenu
fremur til hauks eða arnar.
Laglegi, kinnfeiti maðurinn með
ljósa skeggið stóð hógvær afsíðis og
horfði brosandi á kveðjuathöfnina.
Hann hélt hundunum tveim í skefj-
um, því að þeir virtust ólmir vilja
taka sinn þátt í athöfninni.
Frú Rogers sneri sér nú að manni
sínum og sagði: „Pet, hvers konar
dýr eru þetta eiginlega? Þetta eru
ekki hundar, er það?"
„Ég held helzt að þeir séu af
kyni því, sem kallast rottuhundar,
og ég verð að játa það, að þeir eru
jafnvel enn Ijótari en ég hafði bú-
izt við eftir þeim lýsingum, sem ég
hef lesið af þeim. Það er þetta
hundakyn, sem ensku prinsarnir
hafa mest dálæti á, og ég get ekki
hrósað þeim fyrir smekkvísi."
Zena frænka sneri sér nú við og
kallaði: „Philippe, komdu hingað,
góði minn." Ungi maðurinn gekk
nær með hundana í bandi, og Zena
kynnti hann. „Þetta er bróðursonur
mannsins míns sálaða, Philippe
Lascallas. Hann er hálfur Frakki
og hálfur Englendingur. Móðir
hans var af einni ..
Philippe tók nú fram f og talaði
með mjúkri, seimdreginni röddu og
vann þegar hjarta allrar fjölskyld-
unnar með ljúfmannlegu brosi
sínu. „Zena, vertu fljót að kynna
þetta ameríska frændfólk þitt fyrir
mér, því að mig langar mjög til að
kynnast því sem allra fyrst. Ég er
viss um, að það hefur engan áhuga
á ætt minni."
Zena frænka rétti nú úr sér og
sagði með fyrirmennskubrag:
Nr. 1
59
KJARNAR