Kjarnar - 01.02.1948, Síða 62
„Þetta er hún Tína, systir mín
elskuleg, og þetta er maðurinn
hennar. Þú verður að kalla hann
Jessa. Mér finnst ég hafa þekkt
hann alla ævi og verða að kalla
hann Jessa, má ég það ekki?“
Herra Rogers brosti alúðlega og
hneigði sig. „Auðvitað, Zcna, auð-
vitað.1
„Og þetta er Teresína systurdótt-
ir min ... Teresína, Philippe Las-
callas, bróðursonur mannsins míns.
/
Ég vona að ykkur verði vel til
vina.“
Teresína leit niður hógvær i
bragði, en síðan leit hún aftur upp
og horfði einarðlega beint í augu
unga mannsins,
„Góði Philippe, reyndu nú að út-
vega okkur leiguvagn og segðu ekl-
inum að aka okkur til Astor-gisti-
hússins. Jessi og þið öll búið auð-
vitað hjá mér.“
„Við komum hingað í gær og
höfum þegar útvegað okkur rólega
og þægilega íbúð.“
„Jæja, einmitt það. Það eru mér
mikil vonbrigði. Á hvaða gistihúsi
búið þið?“
„Það er við Broadway. Það er
mjög langt uppi í borginni og utan
við aðalumferðina."
Zena frænka hristi höfuðið.
„Broadway? Ég hef aldrei heyrt
þess getið, svo að það getur ekki
verið merkilegur staður. Ég get
ekki sætt mig við að skilja við
aðstandendur mína á slíkum
stað. Það gæti einhver myrt ykkur
þarna, og það meira að segja í rúm-
unum. Ég mundi ekki geta sofið ró-
legan blund, ef ég vissi af ykkur
þar. Nei, þið verðið að flytja til
okkar á Astor. Ég get að vísu ekki
sagt, að aðbúðin þar sé svo sem bezt
verður á kosið, en það gistihús hef-
ur þó gott orð á sér.
Flytjið ykkur þangað. AI!t er til-
búið. Þið getið farið þangað með
okkur núna, og svo geta karlmenn-
irnir sótt farangur ykkar í kvöld út
á þennan eyðistað, hvar sem hann
annars er.“
Það var hræðilegt fyrir hófsaman
og nægjusaman kvekara frá Phila-
delphíu að horfa á það, hvernig
Zena frænka sóaði péningum. Á
gistihúsinu hafði hún leigt tvö her-
bergi og setustofu handa sér og
Gústu systur sinni, sérstakt her-
bergi handa hverju barni Rogers-
fjölskyldunnar, heila íbúð handa
Philippe, og heilan sal til gestamót-
töku og afnota fyrir allt þetta
„heimilisfólk" sitt. Hún hafði
meira að segja krafizt sérstaks bað-
herbergis handa hverjum og einum.
Að fráskildum andmælum herra
Rogers, lét öll fjölskyldan Zenu
frænku ráða í smáu sem stóru.
Hann gat ekki fengið af sér að láta
undan svona fyrirhafnarlaust, og
þegar Zena frænka tók að skipa
þjóninum fyrir um það, hvað bera
skyldi á borð, og hún kallaði „ein-
KJARNAR
60
Nr. 1