Kjarnar - 01.02.1948, Síða 63
falda mállíð", maldaði gamli mað-
urinn í móinn.
„Nei, ekki handa mér, Zena. Ég
neyti aðeins einfaldrar fæðu. Ég vil
helzt aðeins kjöt og kartöflur. Það
er ágætt. Ef þeir hafa nýtt nauta-
kjöt, máttu biðja um eitt rif af því
handa mér, en það er alger óþarfi
að hugsa fyrir þessum margbrotnu
kryddréttum handa mér.“
Zena frænka leit undrandi á
hann, og hló við. „Elsku Jessi minn.
Auðvitað færðu kjöt og kartöflur,
steikt nautsrif, alveg eins og þú
óskar helzt.“
Svo hófst máitxðin, og Rogers
gaut hornauga til diska hinna. Þar
gat að líta margs konar lostæti,
svo sem bústnar kornhænur, smit-
feitar og fagurbrúnaðar, og á eftir
var fram borið glitrandi ávaxta-
hlaup og glóandi vín, sem Zena
frænka hélt óspart að gestum sín-
um. Hann hafði sömu tilfinningu
og lítiil drengur, sem ekki er leyft
að taka þátt í máltíð fullorðna
fólksins.
Júlía dreypti töluvert í vínið, og
það hlýtur að hafa verið orsök þess,
hve augu hennar ljómuðu og anda-
giftin logaði á vörum hennar. Hán
sat á vinstri hönd Philippe, en
Teresína á hægri hönd honum,
og samtal hennar og framkoma
miðaði auðsjáanlega fyrst og fremst
að því að draga athygli hans að
sjálfri sér. Teresína reyndi af alefli
að hafa sem mest aðdráttarafl, en
þrátt fyrir fegurð sína stóðst hún
systur sinni ekki snúning i þvi efni.
Hún gat ekki talað frönsku, en
Júlía talaði hana reiprennandi, og
það gerði framkomu hennar miklu
eðlilegri. Auk þess var hún þaul-
vön Parísarlífinu og gat rætt það af
miklum skilningi. Líf hennar í Par-
ís, sem henni hafði alltaf áður
fundizt svo óhugnæmt, varð nú allt
i einu gullið og heillandi, er þess
var minnzt í viðræðunum við Phil-
ippe.
Frú Rogers og systur Júlíu veittu
þessu skyndilega fjöri hennar at-
hygli með mikilli undrun, og móð-
ir hennar hugsaði með sér: „Júlía
er að leggja snörur sínar fvrir unga
manninn, og ef Sína gætir sín ekki
vel, þá mun hún verða henni hlut-
skarpari. Þegar ég get talað við
Zenu systur í einrúmi, ætla ég að
spyrja hana, hvernig í pottinn sé
búið, en af orðum hennar á hafnar-
bakkanum í dag þykist ég viss um,
að hún ætlar Sínu hann.“
En Zena frænka virtist hafa hug-
ann við annað. „Hyggðu að litla
hundinum, Júlía, og réttu Philippe
hann,“ sagði hún.
T'eresína Lascallas stóð framan
við skrautlegan spegilinn og athug-
aði gerla, hvernig fagurlitur kjóll-
inn fór henni. Augnaráð hennar
var fjarrænt og efri tennurnar, sem
enn voru fagrar, þótt þær hefðu
Nr. 1
61
KJARNAR