Kjarnar - 01.02.1948, Síða 65
til Phiadelphíu, og e£ hún hrað-
aði sér ekki, færi hann kannske
áður en hún gæti kvatt hann. Hún
stökk fram úr rúminu, hljóp yfir
kalt gólfið að eldinum, sem sendi
frá sér notalegan yl. Svo fór hún
að klæða sig. Hún kom síðust allra
inn í borðstofuna, og það var þeg-
ar búið að setja egg, kartöflur og
flesk á diskinn hennar.
Zena frænka sagði: „Jæja, Júlía,
þú hefur sofið fast. Ég sagði þeim
að vekja þig ekki, af því að þú
þarfnaðist hvíldar. Og ég hef lika
beðið um góðan morgunverð handa
þér. Ung og hraust stúlka þarf að
borða vel.“
Júlía tautaði einhver þakklætis-
orð og leit i kringum sig við borð-
ið. Philippe var þar hvergi sjáanleg-
ur. Sér til sárra vonbrigða sá hún,
að hann hafði þegar snætt morg-
unverð og fékk að vita, að hann
hafði farið á skrifstofur frönsku há-
tíðasýningarinnar. Hún réðst því
hraustlega á fleskið, og þegar
þjónninn kom inn, sneri Zena
frænka sér að honum og bað um
meira handa henni. Hún reyndi að
malda í móinn, en borðaði þó af
beztu lyst. Það gaf svo góða mat-
arlyst að vera ástfangin.
Faðir hennar ræskti sig óþolin-
móðlega og ýtti frá sér diskinum.
„Ég er að fara, mamma. Ég verð
að hypja mig af stað, svo að ég nái
lestinni í tæka tíð."
„Pabbi, ég held, að við munum
koma heim á morgun, þegar stúlk-
urnar eru búnar að fá kjólana sína.
Ég get ekki vitað af þér einum í
húsinu, og enginn er til þess að
annast þig nema gamla írska
konan."
Fíann blés út um nefið til þess
að gefa andmælum sínurn áherzlu
og sagði: „Hvað er þetta, mamma.
Þú hefur nú talað um New York
í rnörg ár, og nú verður þú að lofa
mér því að fara ekki heim fyrr en
þú ert búin að fá nægju þína af
dvölinni hér.“
Zena fiænka sigidi nú hraðbyri
að honum með opinn faðminn, og
fellingamikill morgunkjóllinn
hennar blakti eins og segl í blíð-
vindi. Hún vafði hann örmum og
kyssti hann rembingskossa á báð-
ar kinnarnar.
„Elsku Jessi minn. Þú skalt
heimta fjölskyldu þína áður en
langt um líður. Það get ég fullviss-
að þig um. Mæðguinar mundu
heldur ekki geta verið lengi fjar-
visturn frá svo yndislegum manni,
sem þú ert. Og mundu það líka,
að ég tilheyri fjölskyldu þinni nú
um tíma og verð hjá ykkur x allt
sumar."
Viku seinna stóð herra Rogers á
brautarpallinum í Philadelphíu og
beið eftir Iestinni frá New York.
Hann horfði áfjáður á grannan
reykjarstrók, sem liðaðist í lofti í
Nr. 1
63
KJARNAR