Kjarnar - 01.02.1948, Side 72
með honum voru, komu því of
seint og misstu af hátíðamarzinum
og því að sjá forsetann ganga inn
með fylgdarliði sínu. En sporvagn-
inn skilaði frú Rogers og fylgdar-
liði hennar heilu og höldnu í tæka
tíð.
Tvíburarnir eyddu tímanum við
að undrast það, að maðurinn í
skrautlausu, svörtu klæðunum
skyldi geta verið einræðisherra
Brazilíu. Einræðisherra Brazilíu
var svo stórfenglegt nafn, og hann
hét Don Pedro.
Auðvitað var það drottning hans,
sem sat þarna hjá honum í hvítum
silkikjól og með skrautsjal á herð-
um. Hún klæddist auðsjáanlega
sem tign hennar sómdi. Það urðu
þeim sár vonbrigði, að einræðis-
herrann skyldi ekki bera kórónu
með rúbínsteinum, svo að hann
líktist ekki svona mikið venjulegum
matvörukaupmanni.
Milli ræðnanna var alls konar
hljómlist á dagskrá. Hljómsveit
Theodore Thomasar var stolt borg-
arinnar, og enginn Philadelphíu-
búi vildi annað heyra en hún væri
hin fremsta í heimi. Hljómsveitin
sat nú við hljóðfæri sín alvarleg og
virðuleg á svip, rétt eins og allir
meðlimir hennar vildu segja: „Jæja,
nú skulum við lofa þessum blessuð-
um erlendu gestum að heyra það,
sem hægt er að kalla hljómlist."
En þótt vel væri stjórnað og leik-
ararnir þendu hljóðfærin eftir
megni, virtist ekki vera hægt að
hrífa þessa erlendu aulabárða.
Svo hélt dagskráin áfram, og að
lokum var hátíðlega tilkynnt, að
sýningin og hátíðin væru settar.
Allur mannfjöldinn gekk í skrúð-
göngu að hinni miklu sýningar-
byggingu, þar sem hin risavaxna
aflvél beið. Vélin, sem átti að
knýja stærstu hringsýninguna, sem
haldin hafði verið x heiminum.
Þegar forsetinn greip í bandið, senr
setti gufuvélina af stað, var það
tákn þess, að ný öld væri hafin í
lífi þessarar miklu þjóðar.
„Jæja, Sína, ég er orðinn ban-
hungraður. Við skulum reyna að
fá okkur einhverja hressingu,"
sagði Rogers við dóttur sína, er
þau höfðu horft á athöfnina við að
setja eimvélina af stað. Þau gengu
í efjunni milli hressingarskálanna,
en alls staðar var sama sagan. Hvert
sæti var skipað. Ekki einu sinni
hægt að fá sér bikar með ískremi.
Herra Rogers bað innilega, en fékk
aðeins höfuðskak og axlaypptingar
sem svar. Hvergi var hægt að fá
nokkra hressingu.
Eins og allt annað i sambandi við
þessi hátíðahöld, var Alambrahöll-
in síðbúin og gat ekki hafið leik-
sýningar fyrr en viku eftir að há-
tíðin hafði verið sett. Allir þrír
aðdáendur Teresínu buðu henni
þangað þegar fyrsta kvöldið, sem
leikhúsið sýndi. Gústa var neitað
KJARNAR
70
Nr. 1