Kjarnar - 01.02.1948, Qupperneq 81
ekki betri eiginmaður handa þér.
En ef Júlía vill reyna að létta hon-
um harmana eitthvað, finnst m,;r
honum alls ekki vera of gott að
koma hingað, eins og hann hefur
gert. að undanförna. Hann er þvi
sem næst heimiiismaður hérna og
einn af meðhmum fjölskyldunnar."
„Mér líkar alls ekki heldur,
hvernig Júlía kemur fram við Phil-
ippe. Ég hélt, að hún mundi hætta
að elta hann nú þegar við erum
trúlofuð, en hún hleypur alltaf
tafarlaust til dyra til þess að taka
>á móti honum, þegar hann hring-
'r, í stað þess að láta Mary fara.
Og það er engu líkara en hún ætli
að faðma hann að sér.“
„Svei, þér, Sína. Það er eins gott
að segja þér það nú þegar, að það
er eingöngu þín eigin sök, ef þú
missir hann. Það kann aldrei góðri
lukku að stýra að láta menn ganga
alltof mikið eftir sér. Þá verða þeir
alveg eins og apar og fremja alis
konar apakattarlæti." Frú Rogers
sneri sér aftur að vöruskránni, en
leit þó út undan sér á dóttur sína
til þess að sjá hver áhrif orð henn-
ar hefðu.
„Eg veit vel, hvernig ég á að
haga mér gagnvart Philippe. Og ég
skal taka duglega i lurginn á Júlíu,
ef hún fer að gerast áleitin við
hann.“
„Ef ég væri í þínum sporum,
mundi ég reyna að flýta giftingunni
eftir mætti.“
Teresína brá fyrir sig þykkjutón
og sagði: „Nú, við ætlum að gifta
okkur í nóvember. Skyldustörfum
Philippes verður lokið hér þá, og
við ætlum að fara aftur til Frakk-
lands í brúðkaupsför okkar. Hann
hefur líka ráðgert, að við förum
til Englands í vetur."
Frú Rogers þagði um stund og
taldi flöskur og niðursuðudósir á
skránni sinni. „Ég var alveg eins
örugg og þú núna, þegar ég var
ung, dóttir sæl. Ég vona, að þú
þarfnist ekki aðvörunar. En ég hef
þó haft nánar gætur á því, sem er
að gerast í kringum mig. Júlía fer
til dyra, þegar Philippe hringir,
vegna þess að þú ert oftast ekkí
fullklædd, og ég get ekki látið Mary
vera að þveytast alltaf upp og nið-
ur stigana. Og þú ert meira að
segja sjaldan alklædd fyrr en hálf-
tíma eftir að Philippe kemur, og
einhver verður að stytta honum
stundir á meðan. Það er ekki iiægt
að láta hann sitja einan svo lengi
eins og brúðu á stól."
Teresína lyfti hökunni. „Phil-
ippe ætti aðeins að gleðjast at því
að fá að bíða eftir mér. Þið hafið
l.vort sem er sagt mér það marg-
sinnis systurnar, að það sé ekki gott
að vera alltof eftirlát við karlmer.n-
ina svona fyrst í stað og ég get
fullvíssað þig um það, mamrna að
ég kann að venja Philippe, svo að
hann verði alveg eftir mínu höfði
en ekki þrár og heimtufrekur eiris
Nr. 1
79
KJARNAR