Kjarnar - 01.02.1948, Qupperneq 82
og pabbi er, af því að þú ert búitt
að spili.i honttm."
Frú Rogers hækkaði röddina.
„Búin að spilla honurn föður þín-
um, segir þú? Ég get sagt þér það,
dóttir sæl, að slíkt hefur alls ekki
átt sét stað. Ég hef auðvitað revnt
að gera hann þannig, að hægt væri
að búa með honum. Hann var að-
eins óbrotinn og grófgerður al-
þýðumaður, þegar ég kynntist hon-
um, en ég gerði hann að fyrir-
manni, ef mér leyfist að segja það
sjálf. En þú hefur trúlofazt auðug-
ttm heimsmanni, sem þekkt hefur
margai konur á undan þér og mun
halda því áfram, þar sem hann er
Frakki. Og meðan hann gerir ekki
annað verra en að ræða við aðrar
konur og horfa á þær, skaltu láta
Itann afskiptalausan. Það eru mín
ráð, og nú skaltu fara og flýta þér
að klæðast og taka svo brosandi á
móti Philippe í dyrunum, þegar
hann kemur. Og það mun borga
sig, dóttir sæl. Þér er óhætt að
treysta mér.“
Þegar Philippe ók eftir Rich-
mond-stræti, ákvað hann með sjálf-
um sér að fylgja ráði Zenu frænku
og láta sem ekkert hefði í skorizt.
Ef Teresína minntist eitthvað á
þennan útúrdúr, mundi hann snúa
sig einhvern veginn út úr þvi og
takast að sannfæra hana um ást
sína. Hann var óánægður og undr-
andi yfir framkomu Sínu. Hún,
sem venjulega var svo skilningsgóð
og aðlaðandi. Auðvitað gat það átt
sér stað, eins og Zena frænka hafði
bent á, að það hefði töluverða
truflun í för með sér fyrir unga
og óreynda stúlku, þegar hún yrði
ástfangin í manni í fyrsta sinn, og
það manni eins og honum. En þó
hafði hann orðið var við eitthvað
í fari hennar, sem hann hafði ekki
búizt við.
Þama var húsið. Hesturinn kann-
aðist við það, hvert förinni var
heitið og nam staðar, án þess hon-
um væri gefið merki um það.
Philippe ætlaði að biðja Sínu að
koma á hljómleikana með sér nú
þegar, svo að það var óþarfi að
taka hestinn frá vagninum. Hann
tók tvo litla böggla úr sætinu.
Hann færðiTeresínu alltaf súkku-
laði, eftir að hann komst að raun
um, að henni þótti það gott, en
Júlía hafði setið hjá honum og tal-
að við hann um skáldsögur, meðan
hann var að bíða eftir systur henn-
ar í gærkveldi, svo að honum
fannst ekki nema sanngjarnt, að
hann færði henni nýja bók. Hann
gekk upp tröppurnar hægt og
þunglamalega. Hitinn var steikj-
andi. Svo hringdi hann dyrabjöll-
unni.
Júlía kom til dyra. Hún bauð
hann velkominn með hlýju og hæg-
látu brosi, sem létti öllum áhyggj-
um af honum. Hann rétti henni
bókina. „Ég rakst á þessa skáld-
sögu í bókabúð og datt í hug, að
KJARNAR
80
Nr. 1