Kjarnar - 01.02.1948, Page 86
inn og óku heim. Júlía reyndi að
láta tilfinningar sínar og gleði á
einhvern hátt í ljós x orðum. Þegar
Mary opnaði dyrnar fyrir þeim,
sveif hún léttilega inn i forstofuna,
og Philippe fylgdi henni eftir. Zena
frænka sat ein í stofunni, og Júlía
hljóp til hennar.
„É>, við skemmtum okkur svo
dásamlega í kvöld, fannst þér það
ekki, Philippe?"
„Jú, sannarlega, það veit sá sem
allt veit. Hvernig líður Teresínu
annars?"
„Jæja, það gleður mig, að þið
hafið skemmt ykkur vel. Sína hefur
slæman höfuðverk enn þá, og ég er
hrædd um, að þú fáir ekki að sjá
unnustu þína í kvöld, Philippe. En
ég vona, að hún hressist við að
heyra, að þið eruð komin aftur
svona glöð í bragði."
Philippe dró brottför sína, og
Júlía hafði nánar gætur á frænku
sinni. Ætlaði Philippe aldrei að fara,
svo að hún gæti fengið að vita,
hvað var á seyði? Það virtist harla
ólíklegt, að hann sæi ekki, að Zena
frænka bjó yfir einhverjum stór-
tíðindum. En Philippe var auðvit-
að alveg eins og allir aðrir karl-
menn. Hann var alveg eins og
pabhi, sem aldrei grunaði, hvað
konurixar voru að hugsa um. Að
loku.n hneigði hann sig og sló sam-
an hælunum á hermannavísu.
„Þakka þér fyrir kvöldið, tilvon-
andi mágkona. Unnusta mín hefði
ekki einu sinni veitt mér meiri
ánægju með félagsskap sínum í
kvöld en þú hefur gert.“
Hurðin var varla fallin að stöf-
um á eftir honum, þegar Zena
frænka hvíslaði áköf: „Jæja, ljúfan
mín, þú stendur í stórræðum. Syst-
ir þín hefur verið í valkyrjuham
síðan þið fóruð í kvöld. Hún er
enn þá verri en móðír hennar var
á hennar aldri, og þó væri synd að
segja, að Tína hefði ekki getað
buslað."
„Já, ég vcit það, en Philippe lagði
svo fast að mér að koma með sér.
Hann er nú að verða einn af fjöl-
skyldunni, og hann var svo von-
svikinn, þegar Sína gat ekki farið
með honum, að ég kenndi í brjósti
um hann."
„Mér finnst frænka mín hafa
hagað sér eins og kjáni, og ég er
reiðubúin að segja henni það ljós-
um orðum. Ég hef aldrei á ævi
minni séð önnur eins læti. En þú
kemur nú samt heldur seint heim,
finnst mér. Klukkan er orðin meita
en mu."
„Já, það er allt mér að kenna.
Það var svo skemmtilegt, að ég
gleymdi alveg tímanum." Hún
strauk hendinni angurvær yfir hök-
una. „,Ég held, að Sína sé ekki nær-
gætin við Philippe, og mig langar
til að segja henni það. En nú er
bezt að ég hlaupi upp til mömmu
og segi henni, að ég sé komiíi
heim "
KJARNAR
84
Nr. 1