Kjarnar - 01.02.1948, Side 92

Kjarnar - 01.02.1948, Side 92
ur. Þakið rautt og byrðingurinn grænn. Heldurðu, að eigandi hans búi í honum allt árið með fjöl- skyldu sinni? Ég sé þarna tvö börn, og þarna er það þriðja. Það er strákur og er elztur. Helduröu að ferjumaðurinn og kona hans elsk- ist eins heitt og við?“ Það var svo margt, sem fyrir aug- un bar og gaman hefði verið að benda Philippe á og segja: „Líttu á, Philippe." Hún var svo sokkin nið- ur í drauma sína, að hún gáði ekki að því, að hún sagði þetta síðasta hálfhátt. Ókunni maðurinn hrökk við. Hann sneri sér hvatlega við, og Júlía eldroðnaði. Hvað hafði hún gert af sér? ímyndunin hafði leitt hana í gönur. Ókunni maðurinn horfði undrandi á hana, og hann hafði nú tekið á sig enn meiri lík- ingu við Philippe. Hún trúði ekki sínum eigin augum. Þetta gat ekki verið hann. Hún lokaði aug- unum og opnaði þau síðan aftur, en sá þó Philippe enn fyrir sér. Og hann hélt nú meira að segja um báðar hendur hennar og kreisti þær fast. Það var enginn annar en Philippe. „Hvers vegna hefur þú forðazt mig svona mikið undanfarið? Ég hef saknað þín svo mikið. Hvernig stóð á þvi?“ Júlía sneri sér undan og virtist vera að horfa á landslagið, en Phil- ippe lét ekki sniðganga spurningu sína, og að lokum svaraði hún: „Þú ert þó trúlofaður Sínu, Philippe. Henni, en ekki mér.“ „En það er samt þú, sem ég elska. Ég hef ekki gert mér það ljóst fyrr en nú, er ég sá þig aftur." Hann sá, að þessi orð höfðu djúp áhrif á Júliu. Hún losaði hendur sínar úr greipum hans. Þó hafði hún varla veitt því athygli fyrr, að hann hélt um þær. Þjáningasvip- ur kom á andlit hennar. „Þetta máttu ekki segja, Philippe. Þú hefur heitið henni ást þinni, og ég hef líka lofað því, að ég skyldi ekki hitta þig framar. Ég hef svikið loforð mitt." Þau höfðu algerlega gleymt öllu, sem í kringum þau var, er einhver snerti handlegg þeirra og vakti þau af draumnum. „Komin á leiðar- enda. Fargjald, ef þið ætlið að fara aftur strax til baka.“ Báturinn lá nú bundinn við bryggju, og allir farþegarnir voru stignir á land. Philippe rétti Júlíu höndina, og þau bröðuðu sér burt frá bátnum og héldust í hendur. Þau gengu aftur og fram um árbakkann og virtu fyrir sér umhverfið. Allt í einu staðnæmdist Philippe við stórt skilti. „Hér virðist vera gufu- bátur, sem gengur lengra upp eftir ánni. Til Wissahickon, stendur á skiltinu. Við skulum fara eins langt upp eftir ánni og við komumst." Júlía hreyfði engum mótmælum, og þau héldu áfram. Landslagið Nr. 1 KJARNAR 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.