Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 101
„Hvers vegna þá?“
„Það er af ótta, herra Holmes. Hreinni og beinni skelf-
ingu.“ Hún lyfti slæðunni frá andlitinu um leið og hún
sagði þetta, og við sáum, að hún var náföl í framan og
augu hennar lýstu skelfingu. Eftir útliti að dæma virtist
hún vera um þrítugt, en hár hennar var þó ofurlítið tek-
ið að grána. Sherlock Holmes leit á hana eldsnöggt hvöss-
um augum, sem virðast sjá hvert smáatriði í einni sjón-
hendingu.
„Þér skuluð ekki vera óttaslegin,“ sagði hann rólega,
hallaði sér fram og snerti handlegg hennar. „Við mun-
um bráðlega komast til botns í þessu. Þér hafið komið
hingað með lestinní í morgun, sé ég er.“
„Já, en hvernig vitið þér það?“
„Já, ég sá af tilviljun annan helminginn af járnbraut-
armiðanum yðar í lófanum á öðrum hanzkanum yðar. Þér
hljótið að hafa lagt eldsnemma af stað og orðið að aka
alllanga leið í léttivagni eftir ósléttum vegi áður en þér
komuzt á járnbrautarstöðina.“
Konan starði á hann orðlaus af undrun.
„O, það er enginn galdur að sjá það, frú mín góð,“ sagði
hann brosandi. „Á vinstri handlegg yðar eru ofurlitlar
aurslettur. Þær eru einmitt af því tagi, sem hjól létti-
vagns sletta á mann, þegar maður situr vinstra megin við
ekilinn.“
„Jæja, hvernig sem þér farið að því að vita það, þá er
þetta alveg rétt hjá yður,“ sagði hún. „Ég lagði af stað að
heiman snemma í morgun, eða klukkan tæplega sex. Ég
gat ekki þolað þetta hugarstríð lengur. Ég verð brjáluð, ef
þessu heldur lengur áfram. Ó, herra minn, getið þér ekki
gefið mér ofurlítið vonarljós í þessu myrkri, sem umlykur
Nr. 1
99
KJARNAR