Kjarnar - 01.02.1948, Page 102

Kjarnar - 01.02.1948, Page 102
mig? Eins og ástatt er fyrir mér núna, get ég ekki greitt yður neitt fyrir hjálpina, en innan fárra vikna mun ég giftast og verð þá fjár míns ráðandi, og þá skuluð þér komast að raun um, að ég er ekki vanþakklát.“ „Árangur starfa minna er mér næg verkalaun,“ sagði Holmes. „En nú verðið þér að vera svo vinsamleg að gefa mér einhverja hugmynd um það, sem bíður mín. Ég vil nú biðja yður að lýsa þessum atburðum og gera það svo nákvæmlega, að okkur megi takast að mynda okkur greinilegar hugmyndir um þá.“ „Já, það skal ég gera,“ svaraði konan. „En vandkvæðin eru fólgin í því, að ótti minn og þau fyrirbrigði, sem ég hef þótzt verða vör, eru bundin við svo smávægileg og ó- áþreifanleg atvik, að í yðar augum líta þau ef til vill að- eins út sem ímyndun taugaveiklaðrar konu.“ „Ég hlusta með vakandi athygli, ungfrú.“ „Nafn mitt er Helen Stoner, og ég bý hjá stjúpföður_ mínum, sem er síðasti eftirlifandi einnar elztu Saxa-ætt- arinnar í Englandi, Roylotts-ættarinnar frá Stoke Moran í Surrey.“ Holmes kinkaði kolli. „Ég kannast vel við það nafn,“ sagði hann. „Þessi ætt var eitt sinn meðal auðugustu ætta í Eng- landi, en nú er ekkert eftir af þeim auði nema fáeinar ekr- ur lands og tvö hundruð ára gamalt hús margveðsett. Næsti eigandi á undan lifði óhófsömu svalllífi og lauk ævi sinni sem snauður ölmusumaður. Sonur hans, sem nú er stjúpfaðir minn, sá, að hann varð að læra eitthvert starf til þess að geta haft ofan af fyrir sér. Hann nam því lækn- isfræði og fór síðan til Kalkútta, og þar setti hann á stofn allvíðtæka starfsemi. En svo henti það, að hann drap inn- KJARNAR 100 Nr. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.