Kjarnar - 01.02.1948, Qupperneq 107
„Fíannsóknarrétturinn spurði mig einmitt að því sama.
Það er óbifanleg sannfæring mín, að ég hafi heyrt það,
en með tilliti til óveðursins og veðurdynsins í þessu gamla
húsi, getur átt sér stað, að um blekkingu hafi verið að
ræða.“
„Var systir yðar klædd?“
„Nei, hún var aðeins í náttklæðum. í hægri hendi henn-
ar fannst brunnin eldspýta, og í þeirri vinstri eldspýtna-
stokkur.“
„Já, það sýnir, að hún hefur ætlað að kveikja ljós, þeg-
ar hættan steðjaði að. Þessi vitneskja hefur mikla þýð-
ingu. En að hvaða niðurstöðu komst líkskoðunarmaður-
inn?“
„Hann rannsakaði líkið og allar aðstæður af mikilli ná-
kvæmni, því að illur grunur lá á Roylott lækni, en hon-
um tókst ekki að finna nokkra gilda ástæðu til dauða
systur minnar. Athugun mín leiddi í Ijós, að hurðin hafði
verið læst að innan og glugginn rammlega lokaður, eins
og ætíð var venja um nætur. Fyrir honum voru breiðar
járnslár. Það er því með öllu víst, að systir mín var alein
í herberginu, þegar dauðinn sótti hana heim. Það sáust
heldur engin merki um það, að nokkur hefði komið þar
inn.“
„Dettur yður eitur í hug?“
„Læknirinn rannsakaði hana nákvæmlega með tilliti
til þess, en fann engin merki um það.“
„Ur hverju haldið þér þá, að þessi óhamingjusama syst-
ir yðar hafi dáið?“
„Það er álit mitt, að hún hafi blátt áfram dáið af ótta,
oða fengið hjartaslag af skelfingu, en mér er ómögulegt
Nr. 1
105
KJARNAR