Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 110
„Veit það ekki enn. En það er hægt að trúa þeim til
alls.“
Útidyrunum hafði skyndilega verið hrundið upp, og nú
birtist hár maður í stofudyrunum. Klæði hans voru ein-
kennilegt sambland af fötum læknis og bónda. Hann hafði
kollháan hatt á höfði, og var í lafafrakka og háum leður-
stígvélum. Hann var svo hár vexti, að hann snerti dyra-
tréð og svo gildur, að hann strauk dyrustafina báðum
megin. Andlitið var stórskorið og ákaflega hrukkótt og
markað af stormi og sól. Augun voru djúpsett og nefið
hátt og þunnt, og það gaf honum svip af gömlum, grimm-
um fugli.
„Hvor yklfar er Holmes?“ spurði komumaður.
„Það er nafn mitt, herra minn,“ sagði félagi minn ró~
lega.
„Ég er Grimesby Roylott læknir frá Stoke Moran.“
„Já, einmitt það, læknir,“ sagði Holmes hæglátlega.
„Gerið svo vel að fá yður sæti.“
„Ég er ekki kominn hingað til þess að sitja. Stjúpdóttir
mín hefur komið hingað. Ég fylgdi slóð hennar. Hvað
hefur hún sagt yður?“
„Finnst yður ekki heldur kalt í veðri núna?“ sagði
Holmes þreytulega.
„Þér ætlið að vefja mér um fingur yðar, er það?“ hróp-
aði hann reiðilega. „En ég þekki yður, fanturinn yðar. Ég
hef heyrt um yður áður. Þér eruð Holmes, slettireka.“
Vinur minn brosti.
„Holmes, bölvuð slettireka.“ • ;
Nú hló Holmes innilega. „Framkoma yðar er ákaflega
hressandi,“ sagði hann. „Ég ætla að biðja yður að loka á
KJARNAR
108
Nr. 1