Kjarnar - 01.02.1948, Qupperneq 111
eftir yður dyrunum, þegar þér gangið út, því að það er
svo skrambi hráslagalegt.“
„Ég mun ekki fara fyrr, en ég hef lokið erindi mínu. Þér
skuluð ekki voga yður að sletta yður fram í mín mál. Ég
er hættulegur maður, ef verið er að hnýsast í einkamál
mín. Lítið á.“ Hann sté hvatlega fram, greip eldskörung-
inn, sem var gildur vel, kengbeygði hann milli handa sér.
„Takið eftir þessu og reynið að forða yður frá greipum
mínum,“ hvæsti hann og henti skörungnum inn í eldinn
og gekk síðan út.
„Ákaflga ástúðlegur maður,“ sagði Holmes hlæjandi.
„Ég er að vísu ekki alveg eins tröllslega vaxinn, en ég
hefði þó haft gaman af að sýna honum, að greipar mínar
eru litlu mýkri en hans.“ Hann seildist í skörunginn og
rétti hann síðan aftur á milli handa sinna án sýnilegrar
áreynslu.
„Þetta atvik eykur ánægjuna af rannsókn þessa máls
mjög mikið,“ sagði hann. „Nú skulum við snæða morgun-
verð. Að því loknu geng ég niður í skrifstofur heilbrigð-
iseftirlitsins og athuga, hvort ég verð nokkurs vísari þar.“
Klukkan var langt gengin eitt, þegar Sherlock Holmes
kom aftur úr þessari fyrstu könnunarferð sinni í þessu
máli.
„Ég hef nú fengið að sjá arfleiðsluskrá móður systr-
anna,“ sagði hann. „Tekjur Roylotts læknis eru nú alls
ekki meira en 750 pund. Hvor dóttirin um sig átti að fá
250 pund á ári, eftir giftinguna. Það er því augljóst, að
tekjur hans hefðu orðið mjög litlar ef báðar stúlkurnar
hefðu gifzt. Og jafnvel þótt það hefði ekki verið nema
önnur, rýrir það þær mjög. Jæja, Watson, þetta er svo al-
varlegt mál, að það þolir enga bið. Við skulum ná okkur í
Nr. 1
109
KJARNAR