Kjarnar - 01.02.1948, Side 112
vagn og aka tafarlaust til Waterloo-stöðvarinnar. Ég væri
yður ákaflega þakklátur, ef þér vilduð gera svo vel að
stinga marghleypunni yðar í vasann. Hún og tannbursti
er hið eina, sem við þurfum að hafa meðferðis.“
Við náðum lestinni í tæka tíð og komumst til ákvörð-
unarstöðvarinnar. Þar fengum við okkur léttivagn og ók-
um þessa f jögurra mílna leið, sem eftir var að Stoke Mor-
an. Veður var bjart og fögur ský sigldu yfir himininn.
Trén og runnarnir við veginn voru einmitt að rétta úr
fyrstu blöðunum, og loftið var fullt af gróðurilmi. Vinur
minn sat álútur í vagninum og lét hattinn slúta. Hann
virtist þungt hugsandi. Allt í einu rétti hann þó úr sér,
klappaði á öxl mér og benti yfir engið.
„Líttu á,“ sagði hann. „Þetta hlýtur að vera Stoke
Moran.“
„Já, herra, þetta er heimili Roylotts læknis,“ sagði ek-
illinn.
„Við eigum að athuga ýmislegt varðandi viðgerð á hús-
inu,“ sagði Holmes. „Það er bezt að við göngum yfir gras-
völlinn heim að húsinu.“
Við stigum af vagninum og greiddum ökumanni, sem
sneri þegar við.
Er við komum heim að húsinu, hraðaði ungfrú Stoner
sér til móts við okkur, og gleðin var auðsæ á svip henn-
ar. „Ég hef beðið ykkar með mikilli áfergju,“ kallaði hún
og þrýsti hendur okkar innilega. Útlitið er ágætt. Roy-
lott læknir fór til borgarinnar og kemur ekki heim aftur
fyrr en seint í kvöld.“
„Okkur hefur veitzt sú ánægja að kynnast honum,“
sagði Holmes og sagði henni síðan í fáum orðum það, sem
skeð hafði. Ungfrú Stoner fölnaði við. „Guð minn góður,“
KJARNAR
110
Nr. 1