Kjarnar - 01.02.1948, Side 113
stundi hún. „Hann er svo slóttugur, að ég get aldrei verið
örugg fyrir honum.“
„Hann verður að komast að raun um, að það er til fólk,
sem er enn slóttugra en hann. Jæja, við verðum að reyna
að nota tímann vel, og ég vil því biðja yður að vera svo
vinsamleg að vísa okkur strax á herbergin.“
Byggingin var gerð af gráum steini, og út frá aðalbygg-
ingunni lágu tvær álmur, sín til hvorrar handar. Önnur
álman var þó nær því rústir einar, en hægri álman hafði
verið endurbætt eftir nútíma kröfum. Holmes gekk hægt
fram með álmunni undir gluggunum og athugaði þá
gaumgæfilega.
„Þessi gluggi er á herbergi yðar, býst ég við, sá næsti
á herbergi systur yðar sálugu og hinn þriðji á herbergi
læknisins?“
„Já, það er rétt. En ég sef um þessar mundir í miðher-
berginu.“
„Já, verið að mála herbergið. Annars virðist ekki vera
mikil ástæða til að endurbæta þessa álmu.“
„Nei, mér er líka næst að halda, að það hafi aðeins ver-
ið gert til þess að láta mig flytja úr herbergi mínu.“
„Já, það er athyglisvert. Jæja, vilduð þér nú gera svo
vel að fylgja okkur inn í herbergin.“
Ungfrú Stoner varð þegar við þeirri bón. Holmes at-
hugaði gluggann nákvæmlega og komst að þeirri niður-
stöðu, að ógerlegt væri að opna hann að utan, og enn síð-
Ur að loka honum aftur utan frá. „Hum,“ sagði hann og
virtist hugsandi. „Það er gersamlega ómögulegt að kom-
3st inn um þennan glugga, ef hann er lokaður að innan.
Við skulum þá athuga, hvort athugun á herberginu að
innan getur varpað nokkru ljósi á þetta mál.“
Nr. 1
111
KJARNAR