Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 117
„Nei, ég held, aS svo hafi ekki verið. Ég held, að ástæð-
an hafi verið önnur og alvarlegri. Jæja, ungfrú Stoner, nú
verðum við að yfirgefa yður, því að ferð okkar mundi
verða árangurslaus, ef læknirinn sæi okkur hér. Góða
nótt og verið hugrökk.“
Við Sherlock Holmes fengum auðveldlega herbergi í
gistihúsi þorpsins. Glugginn okkar sneri að Stoke Moran.
í rökkurbyrjun sáum við Roylott lækni aka heim að
húsinu. Drengurinn, sem ók honum, átti í erfiðleikum
með að lyfta hinni þungu járnloku, sem var fyrir hlið-
inu, og við heyrðum reiðilega rödd læknisins, er hann
skipaði drengnum fyrir verkum, og sáum hann reiða
kreppta hnefana að honum.
„Veiztu það, Watson,“ sagði Holmes er við sátum þarna
saman í dimmunni, „að ég er í vafa um, hvort það sé rétt
af mér að taka þig með mér heim í húsið í nótt. Það lig'g-
ur einhver hætta í loftinu.“
„Get ég veitt þér nokkra aðstoð?“
„Já, hjálp þín mundi verða mér ómetanleg.“
„Þá kem ég hiklaust með þér. Ég býst við, að þú hafir
séð ýmislegt fleira í herbergjunum en ég.“
„Nei, en ég býst við, að mig hafi grunað ýmislegt fleira.
Ég býst við, að ég hafi ekki séð neitt annað en það, sem þú
sást.“
„Ég sá satt að segja ekkert markvert þarna inni nema
bjöllustrenginn, og ég gat ekki látið mig gruna neitt í
sambandi við hann.“
„Þú sást líka loftrásaropið, var það ekki?“
„Jú, en mér virtist það ekki sérlega óvenjulegt að hafa
lítið op á milli tveggja herbergja. Það var svo lítið, að
rotta hefði ekki einu sinni getað smogið gegnum það.“
Nr. 1
115
KJARNAR