Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 118
„Ég vissi fyrir fram, að við mundum finna op á milli
herbergjanna."
„Hvernig vissir þú það?“
„Jú, líttu á. Þú manst, að stúlkan sagði, að systir henn-
ar hefði fundið eiminn af vindli læknisins. Þar af leið-
andi hlaut að vera eitthvert op á milli herbergjanna. Og
það hlaut að vera mjög lítið, því að annars hefði rann-
sóknarmaðurinn frá lögreglunni tekið eftir því. Þess
vegna bjóst ég við, að það væri aðeins loftrásarop."
„En hvað getur þetta litla op gert af sér?“
„Ja, það er að minnst^ kosti liður í einkennilegri keðju.
Loftop er gert, óvirkur bjöllustrengur hengdur upp og
kona deyr voveiflega í rúmi sínu þar undir.“
„Ég get ekki gert mér grein fyrir samhengi þessara
hluta.“
„Tókstu eftir nokkru kynlegu við rúmið?“
„Nei.“
„Það var neglt niður í gólfið. Stúlkan hefur ekki getað
hreyft það úr stað. Það hlaut alltaf að standa á sama stað,
rétt undir loftopinu og bjöllustrengnum.“
„Holmes,“ hrópaði ég. „Ég held að mig sé farið að gruna,
hvað þú hefur í hyggju. Við erum í þann veginn að kom-
ast að raun um hryllilegan glæp.“
„Já, sannarlega hryllilegan glæp. Þegar læknir legg-
Ur sig fram um að drýgja glæp, stendur hann flestum
á sporði. Því veldur þekking hans og taugastyrkur. Ég
býst við, að við fáum að kynnast ýmsu ófögru áður en
nóttin er liðin. Við skulum um fram allt kveikja okkur í
pípu og reyna að gera okkur glaða stund áður, en við
verðum að hefjast handa.“
KJARNAR
116
Nr. 1