Kjarnar - 01.02.1948, Page 119
Um klukkan ellefu sáum við bjart ljós birtast allt í einu
í glugga í Stoke Moran.
„Þetta er merkið,“ sagði Holmes og spratt á fætur.
„Ljósið er í miðglugganum.11
Það var nokkrum erfiðleikum bundið að læðast heim
að húsinu í myrkrinu, því að runnar og girðingar voru á
vegi manns. En að lokum komumst við þó inn á grasflöt-
inn og gengum yfir hann. Allt í einu spratt einhver vera
upp frá runna og hljóp eins og krypplingur yfir garðinn
og hvarf í myrkrið.
„Guð minn góður. Sástu þetta?“ sagði ég.
Holmes hafði fyrst í stað orðið eins hverft við og mér,
en síðan fór hann að hlæja og hvíslaði að mér:
„Þetta er allra snotrasta heimilisfólk. Þetta var apinn.“
Hvar skyldi hlébarðinn vera, hugsaði ég með mér. Ef
til vill mundi hann stökkva upp á herðar okkar á hverri
stundu. Ég held, að mér hafi fundizt ég vera dálítið ör-
uggari, er ég læddist inn í herbergið á eftir Holmes með
skóna mína í hendinni. Við höfðum gengið inn um lágan
gluggann, og félagi minn dró nú gluggatjöldin hljóðlaust
fyrir og leit í kringum sig í herberginu. Allt var með sömu
ummerkjum og um daginn. Holmes hvíslaði að mér og
talaði svo lágt, að ég gat varla numið orðin:
„Hvert minnsta hljóð mundi eyðileggja fyrirætlun
okkar með öllu.“
Ég kinkaði kolli til þess að gefa til kynna, að ég hefði
heyrt til hans.
„Við verðum að sitja hér í myrkrinu, því að hann
mundi sjá ljósið gegnum loftrásina.“
Ég kinkaði kolli aftur.
„Þú mátt ekki sofna, því að líf þitt liggur við. Hafðu
Nr. 1
117
KJARNAR