Kjarnar - 01.02.1948, Side 120
skammbyssuna við höndina. Ég ætla að tylla mér hérna á
rúmstokkinn, en þú skalt sitja á stólnum.11
Ég tók byssuna upp úr vasanum og lagði hana á borðs-
hornið.
Holmes hafði tekið með sér langan og mjóan staf og
lagt hann í rúmið við hlið sér. Þar lagði hann einnig
eldspýtnastokkinn og kertisstubb. Síðan slökkti hann á
lampanum, og við sátum í myrkri.
Ég mun aldrei gleyma þessari undarlegu og ógn-
þrungnu næturvöku. Ég heyrði ekkert hljóð, ekki einu
sinni andardrátt, og þó fann ég, að félagi minn var aðeins
fá fet frá mér. Við biðum. Utan úr garðinum barst ein-
stakt kvak einhvers næturfugls, og einu sinni heyrðum
við dimmt og langdregið mjálm, sem gaf til kynna, að
hlébarðinn væri einhvers staðar á ferli skammt frá. Ein-
hvers staðar langt í burtu heyrðum við klukku slá tólf
högg, og enn biðum við þögulir og hreyfingarlausir.
Allt í einu brá fyrir ofurlitlum bjarma uppi í loftinu
við loftrásargatið. Hann hvarf þegar, en á eftir fylgdi
sterkur þefur af brennandi olíu og heitu járni. í næsta
herbergi hafði verið kveikt á dimmum lampa. Ég heyrði
örlitla hreyfingu, en svo varð allt hljótt aftur, en þefur-
inn varð sterkari. Þannig sat ég hálfa klukkustund með
hverja taug spennta. Þá heyrðist allt í einu annað hljóð,
veikt blísturshljóð eins og þegar gufa rýkur út um ketil-
stút. Á sama andartaki og við heyrðum það, spratt Holm-
es á fætur, kveikti á eldspýtu og sló með stafnum í bjöllu-
strenginn af ákafa.
„Sástu það, Watson?“ kallaði hann. „Sástu það?“
En ég sá ekkert. Eh um leið og Holmes slökkti aftur á
eldspýtunni, heyrði ég lágt en greinilegt blístur, en Ijós-
KJARNAR
118
Nr. 1