Kjarnar - 01.02.1948, Side 121
blossinn hafði blindað mig svo, að ég sá ekki hvað það
var, sem vinur minn hafði slegið svo ákaft til. En ég sá,
að andlit hans var náfölt og svipurinn óttafullur.
Hann var hættur að berja með stafnum og stóð og
horfði upp í loftið við loftrásina, þegar hræðilegt skelf-
ingar- og kvalaóp barst að eyrum okkar, hryllilegra en
nokkuð annað, sem ég hafði heyrt. Það magnaðist og
hækkaði og fól í sér allar mannlegar kenndir, reiði, hatur,
ótta, kvöl og angist. Það var sagt seinna, að þetta óp hefði
rekið fólk úr rúmum sínum í þorpinu og öllu nágrenninu.
„Hvað getur þetta verið?“ stundi ég.
„Það táknar það, að nú er allt af staðið,“ svaraði Holm-
es. „Og ef til vill var það bezt, eins og allt var í pottinn
búið. Taktu skammbyssuna þína og komdu með mér inn í
herbergi læknisins.“
Hann kveikti á lampanum og gekk á undan mér fram
í forstofuna. Hann barði tvisvar að dyrum hjá lækninum,
en enginn anzaði. Þá sneri hann handfanginu og gekk
hin. Ég fylgdi þegar á hæla honum með byssuna í hendi.
A borðinu stóð lokaður lampi með dökkum skermi og
varpaði skærum bjarma út um op á járnskápinn, sem var
í hálfa gátt. Roylott læknir sat á stólnum við borðið,
klæddur slopp. Á hnjám hans lá hundakeyrið, sem við
höfðum tekið eftir fyrr um daginn. Kinnar hans voru ná-
fÖlar og augun störðu galopin og tryllingsleg upp í horn-
ið við loftið. Um höfuð hans var vafið einkennilegt, gult
band með brúnum dröfnum. Það virtist vafið þétt að
höfði hans. Hann gaf ekkert hljóð frá sér og hreyfði sig
ekki.
„Lindinn. Dröfnótti lindinn,“ hvíslaði Holmes.
Ég steig nær. Á sama andartaki fór höfuðlindinn að
Nr. 1
119
KJARNAR