Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 124
Tatarasöngkonan Consuelo
eftir George SancL.
A NZOLETO var aðeins götustrákur frá Fenevjum.
Hann hafði þó lært að syngja í skóla Porpora pró-
fessors. Hann var fríður og hafði auðugt ímyndunarafl,
sem gaf rödd hans fyllingu og fegurri blæ, þegar hann
söng. Consuelo, grönn og húðdökk, spönsk bóndadóttir,
var annar nemandi Porpora. Hún var ekki sérlega falleg,
en hafði fagra rödd og næma listamannslund.
Hún og Anzoleto voru góðir vinir, en ekkert meira. En
hann var hvikull í ástamálum og varð oft ástfanginn.
Tíð vonbrigði urðu á vegi hans í þeim efnum, og hann
kom þá til Consuelo til þess að leita samúðar og huggun-
ar hjá henni. Hann var svikull og ljúfgeðja í einu.
Consuelo söng fyrst opinberlega aðeins í klæðum hinn-
ar fátæku bóndastúlku, en rödd hennar, auðguð tilfinn-
ingahita næmrar sálar, sigraði borgina. Allir dáðu hana.
Ungir biðlar leituðu ásta við hana, og einn þeirra var
Anzoleto. Þetta var einmitt á hinum rómantízku tímum
í Feneyjum á árunum kringum 1650. Consuelo lofaðist
vini sínum og skólabróður, en hafnaði öðrum biðlum.
Snilli hennar hafði unnið henni óskipta aðdáun, og göfgi
hennar og siðprýði öfluðu henni virðingar.
Justinian greifi réð hana að leikhúsi sínu. Hann varð
brátt ástfanginn af henni og reyndi að vinna ástir henn-
ar og ná henni frá Anzoleto. Hún vildi ekki láta að ósk-
KJARNAR
122
Nr. 1