Kjarnar - 01.02.1948, Page 125
um hans og setti það skilyrði fyrir ráðningu sinni við
leikhúsið, að unnusti hennar yrði líka ráðinn þar sem
söngvari. Tryggð hennar og ástúð við unnusta sinn olli
því einu, að greifinn varð enn ástfangnari af henni og
sótti mál sitt því fastar.
Keppinautar Consuelo, söngkonan Corilla, var mjög
astfangin af greifanum og reyndi á allar lundir að ná
astum hans. Anzoleto varð leiksoppur afbrýði hennar og
lét ginnast til að verða elskhugi hennar. Consuelo vissi
ekkert um þessi svik unnusta síns.
Þegar Consuelo söng í fyrsta skipti opinberlega í leik-
húsinu, vakti söngur hennar óskipta hrifningu, en Anzo-
leto hvarf nær því í skuggann.
Kennari hennar varaði hana við því að giftast Anzoleto,
°S neyddi hana til þess að fara heim til Corillu, svo að
hún kæmist að hinu sanna háttalagi hans. Þau fundu
únzoleto þar, og Consuelo komst að raunum um svik
hans. Hún sagði Anzoleto upp, neitaði einnig ástum
§reifans og flúði til Vínar að tilvísun Porpora kennara
síns.
Litlu síðar sendi Porpora hana til vinar síns’ Christians
greifa af Bohemia. Átti hún að vera stallsystir frænku
hans, Ameliu barónessu, sem nýkomin var heim frá
skóla í Prag. Consuelo, sem kom til kastalans myrka
óveðursnótt, bar ótta í brjósti við greifann og hirð hans,
en Amalia var alúðleg og viðmótsþýð stúlka, sem tók
henni tveim höndum og vann vináttu hennar. Nóttina,
sem Consuelo kom til kastalans, féll gamalt tré í garðin-
um um koll í óveðrinu og brotnaði. Þetta tré hafði löng-
Uni verið kallað „Ógæfutréð“.
Er fréttirnar bárust um fall trésins, sló fáti og ótta á
Nr. 1
123
KJARNAR