Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 127
næturstund, ollu því, að samband þeirra varð traustara,
og ást Alberts óx. Um tíma leit svo út, sem honum mundi
takast að vinna hug hennar og hjarta, en hinn ótrúi
Anzoleto varð þó enn sem hindrun á milli þessara tveggja
ógæfubarna.
Þótt Consuelo bæri mjög hlýjan hug til Alberts greifa,
lét hun aldrei undan ástleitni hans og lét hann aldrei ná
valdi yfir sér. Hinn góði Christian greifi fann vel heiðar-
leik hennar og hreinskilni gagnvart syni hans, og lét ekki
aðeins aðdáun sína í ljós á dyggðum hennar, heldur vildi
einnig, að hún giftist syni hans, sem hún hafði hjálpað til
heilsu aftur.
En þessu boði svaraði hún þannig: „Sá heiður, sem þér
bjóðið mér, er mjög mikill, en ég er söngkona óg verð að
hverfa aftur til listar minnar.“
Hún flúði til Vínar að næturlagi til þess að forðast
Anzoleto og reyna að finna Porpora kennara sinn aftur.
En þegar Consuelo kom þangað, var Porpora einn og yfir-
gefinn, án skóla og nemenda.
Tilraunir hennar til þess að komast að hirðleikhúsinu
mistókust vegna andstöðu Maríu keisaradrottningar og
rógmælgi Corillu, hins skæða keppinauts hennar. Þetta
andstreymi og hatrið, sem blandaði andrúmsloftið við
hirðina og leikhúsið lævi, leiddu hug hennar aftur að
Albert og eiginorðinu, sem hann hafði boðið henni.
Að lokum skrifaði hún Albert bréf og játaði honum
ást sína.
Hún bað Porpora að koma bréfinu í póst, en hann
brenndi það og skrifaði Christian greifa annað bréf sjálf-
ur. Hann var afbrýðisamur vegna listarinnar og ákveð-
inn í því að láta Consuelo ganga þá braut.
Nr. 1
125
KJARNAR