Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 1
80SIÐUR B STOFNAÐ 1913 72. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Pakistanar þjálfa sikha — segja Indverjar Nýju Dehlhí. AP. YFIRHEYRSLUR yfir handtekn- um öfgamönnum sikha, hafa leitt í ljós tengsl Pakistana við hryðju- verk þeirra í Punjab. Indverska ríkisstjórnin skýrði þingi lands- ins frá þessu í gær og öryggis- málaráðherra landsins, Arun Nehru, sagði að þessar upplýs- ingar kölluðu á hörðustu við- brögð. Ríkisstjóm Pakistan hef- ur mótmælt því að eiga nokkra aðild að óeirðunum í Punjab undanfarið. Nehru sagði að samkvæmt upp- lýsingum sem ríkisstjómin hefði undir höndum rækju Pakistanar þjálfunarbúðir fyrir öfgasinnaða sikha og létu þeim einnig vopn í té. Sagði hann að Indveijar myndu tvöfalda herafla sinn við landamær- in, en benti jafnframt á að hemað- arleg lausn á vandamálum Punjab- fylkis fyrirfyndist ekki. Indverska utanríkisráðuneytinu hefur jafn- framt verið falið að mótmæla af- skiptum Pakistana af Punjab harð- lega við ríkisstjórn Pakistan. Nehru sagði að öryggissveitir Frakkland; Chaban-Delmas kjörinn forseti þjóðþingsins París. AP. JACQUES Chaban-Delmas var kjörínn forseti þjóðþings Frakk- lands, er það var sett i gær, en þá kom það saman í fyrsta skipti eftir kosningarnar. Chapan- Delmas var eini frambjóðandi hægrí manna og hefur tvivegis áður gegnt störfum þingforseta. Edouard Frederic-Dupont, 83 ára þingmaður Þjóðfylkingarinnar, sem er öfgasinnaður hægri flokkur, setti þingið, en hann er næst elstur þingmanna. Elsti þingmaðurinn, Marcel Dassault, 94 ára að aldrí, sem tvívegis hefur sett þingið áður, treysti sér ekki til þess sökum heilsu sinnar. hefðu undanfamar þrjár vikur drep- ið 46 manns, sem reyndu að laum- ast yfir landamærin milli Punjab og Pakistan, auk þess sem 2.200 manns hefðu verið handteknir af landamærasveitum frá því í janúar. Forsætisráðherra Punjab, Suijit Singh Barnala, sem er hógvær sikhi, fullyrti fyrir nokkm að Pak- istanar kjmtu undir ofbeldinu í Punjab, til að hefna fyrir innnrás indverska hersins inn í Bangla Desh, þáverandi Austur-Pakistan. Ofbeldið hefur aldrei verið meira en nú, síðan indverski herinn gerði árás á höfuðstöðvar öfgasinnaðra sikha í Gullna musterinu árið 1984. Vélin á flugvellinum í Aþenu með gatið vegna sprengingarínnar gapandi á hliðinni. AP/Símamynd Sprengja rlfur gat á flugvél með 112 farþega innanborðs og 4 farast: Heyrði hávaða og mað- urinn við hliðina hvarf — segir einn farþeganna sem særðist Aþenu. AP. SPRENGJA sprakk um borð í farþegaþotu á leið frá Rómaborg til Kairó með millilendingu í Aþenu um hádegisbilið í gær, með þeim afleiðingum að einn Bandaríkjamaður og þrír Gríkkir létust. Sjö aðrír farþegar særðust, en vélin flutti 112 farþega auk tíu áhafnar- meðlima. Sprengjunni hafði veríð komið fyrir í farangrí og reif hún 3X1 metra stórt gat á farangursrými undir hægri væng vélarínnar. Seint í gærkvöldi lýsti Arabíska byltingarhreyfingin ábyrgð á hendur sér vegna verknaðarins í nafnlausu símtali og sagði hann tilkominn vegna átaka bandaríska flotans og Líbýumanna á Sidra-flóa fyrir stuttu. Arabíska byltingarhreyfingin hefur aðsetur í Beirút. Flugvélin, sem var frá flugfélag- inu Trans World Airlines og af gerðinni Boeing 727, var yfír Suð- ur-Grikklandi þegar sprengjan sprakk. Vélinni tókst að lenda heilu og höldnu á flugvellinum í Aþenu um tíu mínútum síðar. Loftstraum- ur hreif farþegana sem létust og soguðust þeir með honum út úr flugvélinni. Fjárhirðir varð vitni að því er þeir féllu til jarðar og til- kynnti um það. Lákin fundust síðan nálægt bænum Args í Suður- Grikkiandi. Þau voru af öldruðum Bandaríkjamanni fæddum í Kól- umbíu, tveimur grískum konum og 18 mánaða gömiu stúlkubami. „Það var eins og sprengingin hefði orðið beint fyrir utan gluggann sem ég sat við og gler- og málmbrot dundu yfír mig,“ sagði Myrtle Simpson, frá Los Angeles, sem særðist í sprengingunni. „Ég heyrði mikinn hávaða og maðurinn sem sat við hliðina á mér hvarf og sætið hans með honum. Loft- straumurinn togaði í mig og ég varð að ríghalda mér í sæti konu minnar, til þess að eins færi ekki fyrir mér,“ sagði Ibrahim Al-Nami, Saudi-Arabi, sem einnig særðist í sprengingunni. 102 farþeganna voru að koma frá New York og skiptu um flugvél í Rómaborg, þar sem 10 farþegar bættust við. Aliir farþegamir þurftu að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeir fengu að stíga um borð, auk þess sem farangur þeirra sem bættust við var gegnumlýstur, að sögn heimilda á flugvellinum í Róm. Farangur farþeganna frá New York var hins vegar settur um borð án frekari rannsóknar. Vélin var búin að lækka flugið all mikið þegar sprengingin varð. Hún var í um 11 þúsund feta hæð og hélst á lofti vegna þess að þrýst- ingsmunur utan og innan vélar var ekki meiri, að sögn grísks loftferða- eftirlitsmanns. Honecker fer til V—Þýskalands Beriín.AP. FORSETI austur-þýska þingsins, Horst Sindermann, fuilyrti í gær að Erích Honecker, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, myndi fara í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands á þessu árí, sennilega einhvern tíma næstu þijá mánuði. Sagði Sindermann að þing aust- ur-þýska kommúnistaflokksins, sem standa mun 17.-21. þessa mánaðar, myndi „sjá til þess að af heimsókninni yrði“. Ef af heim- sókninni verður, er það í fyrsta skipti sem leiðtogi Austur-Þýska- lands heimsækir Vestur-Þýskaland. Fregnir um væntanlega heim- sókn hafa skotið upp kollinum á þessu ári, en þær voru síðast bomar til baka fyrir stuttu, eftir að Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, undirritaði samkomulag við Banda- rikin um samstarf að geimvarna- áætlun þeirra síðamefndu. Bandaríkin hafa áhyggj- ur af lækkun olíuverðs Washington. AP. VERÐ á olíu hækkaði skyndilega á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, eftir að George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, lýsti yfir miklum áhyggjum sinum vegna hins mikla verð- falls á olíu og sagði það ógna hagsmunum Bandaríkjanna. Sagði hann að olíumarkaðurinn þyrfti að ná jafnvægi hið fyrsta. Verðið á Norðursjávarolíu hækkaði úr 9,70 Bandaríkjadölum í 11 dali fatið og í Bandaríkjunum varð hækkunin heldur meiri eftir að kunnugt varð um ummæli Bush. í New York kostaði fatið 11,60 dali, er markaðir lokuðu í gær. Bush lagði af stað í morgun í opinbera heimsókn til fjögurra ríkja við Persaflóa. Fyrsti við- komustaður forsetans verður í Saudi-Arabiu, sem haldið hefur áfram óbreyttri vinnslu á olíu, þrátt fyrir lækkandi verðlag. Telja olíuspákaupmenn að Bush muni beita Saudi-Araba þtýstingi til þess að þeir minnki framleiðslu sína. Varaforsetinn sagði hins vegar að hann myndi ekki fara fram á það við Saudi-Araba, held- ur myndi hann leggja áherslu á að olíuverðið næði jafnvægi og héldi ekki áfram að faila, „eins og fallhlífarstökkvari án fallhlíf- ar“. Sérfræðingar í málefnum olíu- vinnslunnar skildu orð Bush þann- ig, að þau undirstrikuðu róttæka stefnubreytingu ríkisstjómar Bandaríkjanna hvað olíumál snertir. Aður höfðu Bandaríkja- menn fagnað olíuverðslækkuninni og sagt hana gefa fyrirheit um lækkandi verðbólgu og mikinn hagvöxt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.