Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 21 Alvarlegt slys í portúgalska rallinu: Áhorfendur grýttu og spörkuðu í keppnisbílana eftir óhappið ÞAÐ SEM margir atvinnu- ökumenn höfðu óttast henti i portúgalska rallinu, sem er liður i heimsmeistara- keppninni í rallakstri. Þrír áhorfendur létust og 32 slös- uðust þegar Ford RS 200 Portúgalans Jaquim Santos lenti í miðjum áhorfenda- hópi á fyrstu sérleið keppn- innar. Undanfarin ár hafa ökumenn verksmiðjuliðanna kvartað yfir því hve nærri akstursleiðum áhorfendur í Portúgal stæðu og spádóm- ar þeirra um óhapp rættust með hörmulegum afleiðing- um. Morgunblaðið/Slick Photo Það hefur oft skollið hurð nærri hælum í portúgalska rallinu og slysið í ár kom ökumönnum keppninn- ar ekki á óvart. Þeir höfðu í mörg ár kvartað yfir áhorfendum. Þessi mynd er tekin i fyrra. Morgunblaðið/Martin Holmes Verksmiðjuliðin drógu öll þátt- töku sína til baka eftir óhappið. „Keppnisstjómin hafði lofað því að áhorfendum yrði haldið í skefjum. En ástandið var verra en í fyrra. Toppökumennimir vora þegar búnir að ákveða að hætta þegar fréttist af óhapp- inu,“ sagði heimsmeistarinn Timo Salonen. Hraði toppbflanna í heims- meistarakeppninni er mjög mikill á keppnisleiðum og tæknibúnað- ur bflanna er farinn að nálgast það sem algengt er í kappakstri. Þetta hefur valdið ökumönnum áhyggjum og þeir hafa kvartað jrfir aðbúnaði í hinum ýmsu keppnum. „Keppnisstjómin í portúgalska rallinu hafði lofað því að halda áhorfendum í skeij- um. En ástandið var verra en í fyrra," sagði heimsmeistarinn Timo Salonen en ásamt öðrum atvinnuökumönnum bflaverk- smiðjanna hætti hann keppni eftir óhappið. Fyrir keppnina hafði Joaquin Santos óttast óhapp og samstarfsmenn hans líka. „Ég missti stjóm á bflnum þegar ég sá áhorfendur inn á miðjum vegi þegar ég kom yfir hæð. Stefndi ég fyrst út af og þegar ég reyndi svo að rétta bfl- inn af hafði stór hópur í viðbót hlaupið inn á veg. Það var þetta fólk sem ég ók á,“ sagði Santos. Marc Duez sem kom í næsta bfl á eftir Santos reyndi að fá tímaverði til að stöðva keppnina en 10 mínútur liðu þar til keppnin var stöðvuð. Þá höfðu margir bflanna ekið um slysstaðinn. í reiði sinni grýttu áhorfendur þessa bfla og sparkaði í þá. Aður en fréttir af óhappinu spurðust út höfðu ökumenn fyrstu bflanna þegar tekið sig saman um að hætta keppni, vegna hins mikla áhorfendafjölda inn á sérleiðun- um þremur sem þeir höfðu lokið. Slysið gerði þá enn ákveðnari. Eftir fund skipuleggjanda keppn- innar var ákveðið að halda keppn- inni áfram, en átján ökumenn verksmiðjuliðanna vom Qarver- andi þegar keppnin var ræst af stað að nýju. „Hvemig er hægt að ætlast til þess að við höldum áfram? Við emm ekki svo kald- rifjaðir að líta á dauðaslys sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Walter Röhrl atvinnumaður Audi-verk- smiðjanna. G.R. Dæmigerð mynd frá Portúgal. Áhorfendur á miðjum veginum en rétt gríilir í keppnisbíl á fullri ferð. Algengt er að áhorfendur keppi um það hver geti snert sem flesta keppnisbíla með beram höndum Morgunbladið/Martin Holmes Lancia var í efstu þremur sætunum þegar keppnislið verksmiðjanna ákvað að hætta keppni. ítalinn Masimo Biasion var þá fyrstur en hér sést að áhorf endur hafa haldið sér í skynsamlegrí fjarlægð. Maggisúpa er góð hugmynd að kvöldverði. < Góð hugmynd að kvöldverði felur í sér að maturinn verður að vera öllum til | hæfis, hollur, bragðgóður, einfaldur í matreiðslu, ódýr og tilbreyting frá t hefðbundnum matseðli. Maggi súpa og meðlæti að óskum s hvers og eins sameinar þetta ágætlega. Af Maggi súpum eru til 22 tegundir - þar á meðal uppáhaldstegundin þín. SlMI 83788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.