Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 Einn stór Popp- kornsréttur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Bresk. Framleiðendur: Stephen Wolley og Chris Brown. Hand- rit: Richard Burridge, Christ- opher Wicking og Don Mac- Pherson (byggð á sögu Colin Maclnnes). Stjómandi tónlistar og útsetjari; Gil Evans. Höfund- ur dansatriða: David Toguri. Flytjendur tónlistar: David Bowie, Sade Adu o.fl. Leik- stjóri: Julien Temple. Stjörau- gjöf: ★ ★ '/2 Hér er hún þá komin myndin, sem breska kvikmyndafyrirtækið, Goldcrest bindur svo miklar vonir við. Táningar (Absolute Beginn- ers) heitir hún og er sýnd í Há- skólabíói og það merkilega er að hún hefur ekki, þegar þetta er skrifað, verið sýnd úti í Bretlandi ennþá þar sem hún var gerð. Hún er því enn eitt dæmið um hversu fljótt myndir eru famar að berast hingað í kvikmyndahúsin utan úr heimi þó að það komi ekki oft fyrir að þær séu beinlínis frum- sýndar hér. En hvað um það. Golderest, hjartað og sálin I breska kvik- myndaiðnaðinum (Chariots of Fire, Gandhi, The Killing Fields), á í gríðarlegum fjárhagskröggum þessa dagana. Það er aðallega vegna stórra mistaka í fjármála- stjóm fyrirtækisins og myndar Hugh Hudsons, Bylting (Revolut- ion), er kostaði tugi milljóna en reyndist svo ömurleg og illa sótt. Ýmislegt hefur verið gert til að koma fyrirtækinu til hjálpar og menn eru vongóðir um að það fari ekki á hausinn og menn vona einnig að Táningar, sem Golder- est á þátt í að framleiða, skili af sér gróða. Táningar er dans- og söngva- mynd. Það þarf nokkuð hugrekki til að gera svoleiðis myndir nú á tímum Rambós og Rokkís en hugrekki er nokkuð sem Golderest hefur ekki skort í gegnum árin. Það er greinilegt að í myndina hefur verið dælt peningum líkt og þeir væru til óþurftar. Hún er afar íburðarmikil með stórum og skrautlegum, oft sniðugum, sviðs- myndum og óteljandi búningum. Og einhversstaðar í íburðinum leynist sagan um Colin og Suz- ette, saga um leitina að fé og frama, um spillingu ríka fólksins, græðgi kaupsýslumanna, kyn- þáttamisrétti og kynþáttaóeirðir. Öllu er þessu grautað saman í einn stóran Poppkomsrétt, krydd- uðum með David Bowie og Sade og James Fox og mestanpart fjörugri tónlist. Sögusviðið er London árið 1958. Bretar em aftur famir að sjá til sólar eftir dmnga stríðsár- anna og uppbygginguna, sem á Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Bandarísk, framleidd af Dick Clark, Larry Spiegel og Mel Bergman Productions. Handrit: Christopher Wood. Kvik- myndataka: Andrew Laszlo. Tónlist: Craig Safan. Leik- stjóri: Guy Hamilton. Stjörau- gjöf: ★ ★ Það er kannski fulllangt gengið að segja að Chiun (Joel Grey) sé ódrepandi. Og þó. Hann er skjót- ari en skugginn að skjótast undan byssukúlum og getur lamað menn algerlega með einum fingri. Hann þarf engin vopn, aðeins líkamlega þjálfun og einbeitingu til að vinna bug á óvinum sínum. Hann er spaugilegur gamall kall frá Kóreu og hans sjálfsvamarlist er ekki karate, kungfú eða ninja eða hvað eftir fylgdi. Allir virðast eiga nóg af peningum og allt virðist snúast um að hafa unglinga að féþúfu. Poppöld er að ganga í garð og töfraorðið er Gróði. Breska heims- veldið er ekki lengur heimsveldi, nýlendustefnan hefur tekið 180 gráðu snúning og litað fólk úr gömlu bresku hjáleigunum þetta nú heitir allt saman, heldur Sinanju. Hún er uppmnnin frá Kóreu og er „sólin á himni sjálfs- vamaríþróttanna", eins og kallinn segir. Sá gamli er fyndinn og sniðug- ur og sífellt með athugasemdir um amerískt þjóðfélag, hamborg- aramenningu og þess háttar. „Veistu af hveiju ameríkanar tala um skyndimat? Það er vegna þess að hann flýtir för þeirra í gröfina," segir hann. Hann er sífellt með svona vísdómsorð á vömm eins og hann hafi stokkið alskapaður uppúr kínverskri spádómsköku og það skemmtilegasta sem hann gerir er að horfa á amerískar sápuópemr. Kvikmjmdin, Remo óvopnað- ur og hættulegur (Remo Un- armed and Dangerous), sem sýnd er í A-sal Regnbogans ætti miklu ffrekar að heita Chiun óvopnaður og hættulegur því hann er mun streymir inn í landið. Árekstur á milli hvítra og svartra er óum- flýjanlegur. I þessu umhverfi hrærist kær- ustuparið Suzette og Colin. Suz- ette vill fá sinn skerf af sölu- mennskunni. Hún vill verða fræg og rík. Colin fyrirlítur allt það sem hún sækist eftir; efnaleg gæði er athyglisverðari persóna en sjálfur Remo (Fred Wani). Remo er feng- inn til starfa hjá einhveijum leyni- samtökum, sem hafa það að markmiði að losa þjóðfélagið við gerspillta glæpamenn í áhrifa- stöðum og hann er sendur til Chiun í þjálfun. Samstarfíð geng- ur ekki of vel í fyrstu (stundum langar mig til að drepa þig, segir Remo og Chiun svarar. Við skul- um æfa það eftir kvöldmat), en svo verða þeir voða góðir vinir og mega helst ekki hvor af öðrum líta. Guy Hamilton hefur engu gleymt frá því hann vann með Albert Broccoli við gerð mynd- anna um njósnara hennar hátign- ar, James Bond. Hamilton leik- stýrði Qórðum Bondmyndum: Goldfinger, Diamonds are Fore- ver, Live and Let Die og The Man with the Golden Gun. Remo gæti auðveldlega verið frændi James ekki það sem hann dreymir um en hann tekur samt þátt í leiknum til að sýna stúlkunni sinni að hann geti líka grætt peninga ef það skyldi geta lokkað hana til hans aftur. En Suzette giftist tísku- kónginum Henley (sem James Fox leikur) og kemst brátt að því hversu hrapallega leit hennar að lífsins gæðum hefur leitt hana í gönur. Eftir það snýst myndin mestmegnis um kynþáttahatur og óeirðir sem ennþá er stórt vanda- mál í Bretlandi. En boðskapurinn er þessi: Lifið í sátt og samlyndi og látið ekki óprúttna sölumenn hafa of mikil áhrif á ykkur. Myndin sjálf er auðvitað hluti af sölumennskunni allri. Menn skyldu ekki ætla að David Bowie sé í henni bara uppá punt. Hlut- verk hans er raunar svo þoku- kennt að myndin yrði ekkert verri þótt það hefði verið strikað út. Einnig kemur söngkonan Sade ósköp lítið við sögu. En ef þessir listamenn fá unglinga til að sjá myndina er sigurinn unninn. Töfraorðið er Gróði. Bond: hann er góði gæinn sem sleppur úr hverri hættunni á fætur annarri, klárar að lokum sitt ætlunarverk og siglir í burtu með dömu undir arminum. Hamilton hefur greinilega gaman af þvf að gera grín að gömlu Bond-ímynd- inni í Remo. Fred Ward er á góðri leið með að slást í hóp þeirra Charles Bronsons, Clint Eastwoods og Chuck Norris og slíkra gaura. Ward hefur ekki leikið annað en þöglu einfaratýpuna frá því hann vann sér frægð í myndinni The Right Stuff. Hann er líka eins og sniðinn fyrir slíkar persónur og er í sannleika sagt ekkert ólíkur Bronson gamla í útliti. Joel Grey er sérlega skemmti- legur í hlutverki Chiun en annars er myndin eins og skyndibiti; maður gleypir hana hratt og reyn- ir að gleyma henni sem fyrst. Chiun, óvopnaður og spaugilegur Collegium music- um í Skálholti Samtök um tónlistarstarf í Skálholtskirkju eftir Guðmund Óla Ólafsson Skálholtskirkja þykir eitthvert bezta tónleika- og sönghús á ís- landi, enda hefur tónlistarstarf orðið æ öflugra í Skálholti með hveiju ári, frá því að kirkjan var vígð árið 1963. Kveður þar mest að sumartónleikum þeim, sem Helga Ingólfsdóttir hefiir efnt til í kirkjunni í áratug. En fleiri hafa komið við sögu. Dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, var þar fremstur í flokki meðan hans naut við. Hann stofnaði Skálholtskórinn með heimamönnum, fyrir vígslu kirkjunnar, þjálfaði hann og stjórn- aði honum tíðast sjálfur í röskan áratug. Og enn er kórinn við lýði og setur svip sinn á margar hátíða- stundir I Skálholti, en nú undir stjómGlúms Gylfasonar. Jafnframt efndi dr. Róbert til námskeiðs í Skálholti fyrir organista og söng- stjóra, þegar haustið 1963. Það var fyrsti vfsir að endurreisn skóla í Skálholti. Frá því að Haukur Guðlaugsson tók við embætti söngmálastjóra, hefur hann einnig boðið organleik- umm, kórstjorum og söngfólki til námskeiða í Skálholti svo að segja á hveiju ári. Hafa þau frá upphafi verið mjög fjölsótt og næstum um of fyrir húsakost staðarins, en þó virðast vinsældir þeirra enn fara vaxandi. Þá hefur Jónas Ingimundarson, píanóleikari og söngstjóri, einnig haslað sér völl í Skálholti ásamt nokkrum hópi söngvara. Hefur sá hópur komið saman til „söngdaga" á staðnum á hveiju sumri síðan árið 1977. Eru þá gjama æfð þar ein- hver stærri kórverk og messusöngv- ar. Allir þessir tónlistarmenn hafa borið helgihald á staðnum mjög fyrir bijósti og stutt það með ráðum og dáð. En ótaldir eru svo allir þeir tónlistarmenn og kórar, fslenzkir og erlendir, sem sótt hafa Skálholt heim á liðnum árum. Collegium musicum Nú í janúar komu svo saman nokkrir þeir, sem mest hafa starfað að tónlistariðkun í Skálholtskirlcju og stoftiuðu með sér samtök. Þau nefnast Collegium musicum, samtök um tónlistarstarf í Skál- holtskirkju. Formaður samtak- anna er Helga Ingólfsdóttir, semb- alleikari, en aðrir stofnendur eru Haukur Guðlaugsson, söngmála- sljóri, Glúmur Gylfason, organleik- ari, Halldór Vilhelmsson, söngvari, Jónas Ingimundarson, píanóleikari og sóknarpresturinn í Skálholti, sr. Guðm. óli Ólafsson. Markmið samtakanna er einkum að stuðla að vexti og viðgangi tón- listarstarfs í Skálholtskirkju, en jafnframt hyggjast stofnendumir styðja uppbygging veglegs kirkju- og menningarseturs í Skálholti eftir mætti. Söngdag-ar, sumartón- leikar og námskeið Á tónlistarári Evrópu 1985 voru alls haldnir liðlega 20 tónleikar í Skálholtskirkju, og eru þá ekki taldar allar þær messur, sem lista- menn piýddu með tónlist sinni. Fyrstu tónleikamir fóru fram að kvöldi afmælisdags Bachs, 21. marz, og stóð Félag ísl. organleik- ara að þeim. Þar léku þeir Jónas Þórir Þórisson, Daníel Jónasson, Haukur Guðlaugsson, Smári Ólason og Máni Siguijónsson nokkur orgel- verk Bachs, en jafnframt voru lesnir þættir úr Ævisögu tónskáldsins eftir Forkel. Sú bók kom út þann sama dag í þýðingu Áma Kristjáns- sonar, píanóleikara. Sfðustu tón- leikamir vom haldnir 24. nóvember og vom einnig Bachtónleikar. Flytj- endur vom Glúmur Gylfason, Helga Ingólfsdóttir, Helga Sighvatsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurður Halldórs- son og Marta Halldórsdóttir. Sunnudaginn 5. janúar á þessu ári má svo segja að yrðu nokkur þáttaskil í Skálholti. Þann dag var í fyrsta skipti flutti lítil kantata eftir Bach í messu í Skálholti. Efnt var til eins konar „kyndilmessu" í kirkjunni, með prósessíu bama og fjöld lifandi ljósa. Fór messan að öðru leyti fram með líkum hætti og gerðist á dögum Bachs í Leipzig. Lítill mótettukór söng f upphafi mótettu á latínu eftir Josquin des Prés, undir stjóm Guðfinnu Dóm Ólafsdóttur. Eftir guðspjall var síð- an flutt Kyndilmessukantata Bachs, „Ich habe genugl". Stjómaði Helga Ingólfsdóttir flutningnum, en söngvari var Halldór Vilhelmsson og söng á fslenzku. Aðrir flytjendur vom: Bryndís Bragadóttir, Eydfs Franzdóttir, Hildigunnur Rúnars- dóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurður Halldórsson og Valur Pálsson. En messusöng stjómaði að öðm leyti Glúmur Gylfason með fulltingi Skálholtskórs. Söngdagar Jónasar Ingimund- arsonar verða í sumar dagana 20.—21. júní, og er f ráði að æft verði kórverk með hljómsveit. Sum- artónleikar Helgu Ingólfsdóttur hefjast 6. júlí, og þeim lýkur 4. ágúst. í sumar verða m.a. fluttar tvær kantötur Bachs á tónleikun- um, og verður Margrét Bóasdóttir meðal flytjenda. Ein helgi sumars- ins verður helguð verkum Jóns Nordals, tónskálds. Dagana 10.—17. ágúst munu hjónin, Áslaug Ólafsdóttir og Hall- dór Vilhelmsson, og systir Aslaug- ar, Hjördís Ólafsdóttir, stjóma sum- amáinskeiði i tónlist og myndlist fyrir böra. Námskeiðið fer fram í Skálholtsbúðum og f kirkjunni. Og loks verður svo námskeið söng- málastjóra fyrir organleikara og kirkjukóra frá 25. ágúst til 7. september. Ef að vanda lætur munu þátttakendur þar verða um tvö til þijú hundruð. Höfundur er prestur / Skálholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.