Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 15
38ei jtaqA .eauoAquTMMi^ ,aiaÁ.iaviuoiioM MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRtL lð86 ' M 15 ORGELLEIKUR Tónlist Jón Ásgeirsson Orthulf Prunner, orgelleikari við Háteigskirkjuna, hefur nú öðru sinni á þessum vetri leikið þau verk eftir meistara Johann Sebastian Bach, sem einna sjaldn- ast eru flutt, bæði fyrir þá sök hversu erfíð þau eru í flutningi og ekki síður vegna þess hve erfíð þau eru til hlustunar. Þykir því mörgum orgelleikaranum ráð- legra að leika aðeins nokkur verk hveiju sinni úr slíkum tónverka- röðum. Johann Sebastian samdi mörk verk, sem eru í raun raðir sjálfstæðra tónverka og mjög lík- lega eru samin sem kennsluverk í tónsmíði og má þar nefna Prelúdíumar og fúgumar 48, List-fúgunnar, Tónafóm, og Kór- alforspilin, svo nokkur tónverka- söfn séu nefnd. Það verk sem Orthulf Pmnner lagði mönnum til hlustunar nú á tónleikum Organistafélagsins, var þriðji þáttur kóralforspilanna, sem bera nafnið Clavierubung. Ekki er vel vitað hvort nafnið Clavier er dregið af clava (kylva), clavis (lykill) eða clavus (nögl, rótar- sproti). Öll þessi orð mætti heim- færa upp á snertlakerfí það sem algengt er að kalla hljómborð. Margt hefur verið ritað um þriðja þátt snertlaæfínganna en aðal- lega hvað varðar hina trúarlegu predikun, er þar býr að baki í samskipan og tengslum við fræði Lúthers. Það er hins vegar einnig ljóst að verkin em kennsla í margbreytilegum útfærslum sálmforspilsins, og eins og bein- línis í öðmm verkum, má halda því fram, að Johann Sebastian Bach hafí haft hugboð um að þann komandi tíma, þar sem tón- skáld teldu sér skylt að gleyma og hafna gömlum og úreltum aðferðum, svo sem sannaðist á sonum hans, og því hafí hann m.a. gjört verk eins og snertlaæf- ingamar. Flutningur Orthulf Pmnner á þessu erfíða verki var sérstaklega skýr og hreinn. Sérkenni Prunner er léttur leikmáti og að því leyti til er hann ólíkur þeim, sem þyngja leik sinn með þykkri radd- skipan. Má vera að svo leikandi léttur flutningsmáti gæti virst vera alvömminni en þá ber að hafa í huga, að tónræn túlkun á tímum meistarans var ekki þmngin þeirri tilfínningasemi sem síðar varð og reyndar er sá skilveggur, er stendur millum barokktónlistar og tónlistar sem samin er eftir 1750. Hvað sem líður afstöðu til flutningsmáta, þá er víst að Orthulf Pmnner er góður orgelleikari og flytur tónlist meistarans á annan máta en hér á landi hefur tíðkast, fetar veg sinn svo lítið einn um ótroðnar slóðir, með heildarflutningi á verkum sem fáir orgelleikara kunna tökin á, eða hafa gefíð sér tíma til að glíma við. Gallerí Borg: Málverka- sýning Margrétar Reykdal MARGRÉT Reykdal opnar sýn- ingu í Gallerí Borg í dag, fimmtu- daginn 3. aprU klukkan 17.00. Sýndar verða olíu og akrýlmynd- ir sem unnar eru á árunum 1985 og 1986. Margrét Reykdal er fædd í Reykjavík 1948. Hún stundaði myndlistamám við Listaakademí- una í Osló á ámnum 1968-1976. Þetta er fímmta einkasýning Margrétar en áður hefur hún sýnt í Hamragörðum 1974, Kjarvals- stöðum 1978 og 1981 og í anddyri Norræna hússins 1984. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér á landi og í Noregi, þar sem hún býr og starfar. Sýning Margrétar verður opin virka daga frá klukkan 10 - 18 og frá klukkan 14 - 18 um helgar. Henni lýkur 14. apríl. (Fréttatilkynning) Myndakvöld Utivistar NÆSTSÍÐASTA myndakvöld Útivistar á þessum vetri verður haldið í kvöld í Fóstbræðraheim- ilinu Langholtsvegi 109 og hefst það kl. 20.30. Fyrir hlé verða nokkrar sumar- leyfísferðir kynntar samkvæmt nýrri ferðaáætlun og sýndar Iit- skyggnur frá þeim svæðum sem heimsótt verða í ferðunum. Eftir hlé mun Egill_ Pétursson sýna lit- skyggnur úr Útivistarferðum frá í vetur og einnig glænýjar myndir úr páskaferð í Öræfi, Skaftafell, Skála- fellsjökul og Esjufjöll. Alli em vel- komnir að mæta meðan húsrými leyfir. s f Philips rafmagnsrakvélar em viðurkennd og virt gæðavara. Sígild fermingargjöf. Verð nú aðeins frá kr. 2.890.- Litið en ótrúlega kraftmikið út- varps- og kassettutæki frá Phil- ips með stuttubylgju, miöbylgju, FM bylgju og innbyggðum hljóð- nema. Verð nú aðeins kr. 3.990.- Phllips morgunhaninn er út- varpsklukka sem vekur þig á morgnana með stillanlegri hring- ingu eða Ijúfri tónlist. Þú velur rásina. - FM og miðbylgju. Verð nú aðeins kr. 3.630.- Philips vasadiskótækið er bæði kraftmikið og hljómfagurt. Vönduð kassettuupptaka, þægileg heym- artæki og öruggar festingar. Verð nú aðeins kr. 3.250.- Philips hárblásarinn er fallegur, meðfærilegur, hljóðlátur, léttur, tryggður gegn ofhitun og með þrem blástursstillingum. Verð hú aðeins kr. 2.850.- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 S: 20455 - SÆTÚNI 8 S: 27500 (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.