Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 34
\f/ ERLENT Nauðsyn á gagn- gemm breytingnm sagði Zhivkov við setningu f lokksþingsins Soffu, Búlgariu, AP. TODOR Zhivkov, forseti Búlgaríu, setti í gær þing kommúnistaflokks landsins með áskorun um „gagngera breytingu" á stjórn efnahags- lífsins og hraðari þroun á efnhags- og tæknisviðinu. Lýsti hann efnahagsaðferðum landsins á þann veg, að „þær hefðu gengið sér til húðar“ og dregið úr framförum í landinu, þar sem efnahagslífið hefði áður verið þróttmeira en í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. „Flokkurinn og landið standa dregið yrði úr spillingu innán frammi fyrir nýjum staðreyndum," sagði Zhivkov ennfremur í ræðu sinni, sem tók 90 mínútur. Þar lagði hann mikla áherzlu á meiri hæfni en minnkandi skrifræði í stjómsýsl- unni en einnig á nauðsyn þess, að kommúnistaflokksins og keppt yrði að hraðvirkari þróun nýrrar tækni, svo að landið kæmist inn i tölvuöld- ina en drægist ekki aftur úr. Gagnrýni Zhivkovs á efnahags- ástandið í landinu er ekki sízt talin eiga rót sína að rekja til ástandsins í vetur, en að undanfömu hefur hvað eftir annað komið til raf- magnsskömmtunar og mikilla verð- hækkana í Búlgaríu. Á sviði utanríkismála lagði Zhiv- kov mikla áherzlu á „áframhaldandi bandalag við Sovétríkin" og stuðn- ing við tillögur Sovétstjómarinnar í afvopnunarmálum. Um 2.260 innlendir og erlendir fulltrúar sækja flokksþingið, sem erþað 13. fráupphafi. Bandaríkin: Fyrrum lögreglustjóri framseldur til Mexíkó Washington og Mexikóborg. AP. FYRRUM lögreglustjóri í Mex- íkóborg, Arturo Durazo, sem sakaður hefur verið um að hafa dregið sér milljónir dollara, hef- ur verið framseidur mexíkönsk- um yfirvöldum, að sögn tals- manns bandaríska sendiráðsins í Mexíkóborg. Durazo var á þriðjudagskvöld færður um borð í flugvél á vegum mexíkanska ríkisins í San Diego í Kalifomíu. Fyrr um daginn höfðu tveir bandarískir hæstaréttardómarar neitað að hindra framsal Durazos. Dómaramir, William H. Rehnquist og John Paul Stevens, höfnuðu hvor í sínu lagi neyðarbeiðni Durazos um að fá að vera áfram í Bandaríkjun- um. Durazo, sem er 68 ára að aldri, er sakaður um að hafa dregið sér milljónir dollara, er hann var jrfír- maður mexíkönsku alríkislögregl- unnar frá 1976-82. Bandaríska alríkislögreglan handtók hann á flugvellinum { San Juan í Puerto Rico, er hann kom þangað í flugvél 1984. Aður en hæstaréttardómaramir höfnuðu beiðni Durazos, hafði hann leitað ásjár áfrýjunarréttar í San Francisco, en þar var máli hans vísað frá. Slæmt efnahagsástand í Búlgaríu: Winnie Mandela MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 "ðttt'jtfSFiA .& r"-T- 'l"',——” mm Bandaríkin: Hitabylgja o g vorhlýindamet New York. AP. HITABYLGJA, sem jafnaði eða sló hátt á fimmta tug vorhlýinda- meta í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, olli þvi, að New York-búar fóru snemma á fætur á mánudaginn til þess að verða sér úti um loftkæl- ingartæki. Á mánudag var lofthitinn allt að 11 °C hærri en í meðalári á miðaust- urströndinni, vestur um Ohio-dalinn ogpiðhluta Mississippi-dals. íbúar New York-borgar hugsuðu vart um annað en sundlaugar og loftkælingartæki, sagði sölumaður einn. „Það hafa miklu fleiri viðskipta- vinir komið á minn fund en venju- legt er á þessum árstíma," sagði Mark Howley, forstjóri Concord- sundlaugafyrirtækisins í Clifton Park { New York-ríki. „Góða veðrið hefur sýnilega laðað fólkið út undir bert loft, og ekki aðeins þá, sem hafa komið til að kíkja á sundlaug- ar.“ Hitinn fór upp í 20°C á St. Paul-svæðinu í Minneapolis á mánudag og hnekkti þar með 66 ára gömlu meti. Einnig féllu hlý- indamet í Ohio, Iowa, Norður- Karólínu, Suður-Karólínu, Wiscon- sin, Virginíu, Vestur-Virginíu, Indi- ana, Michigan, Kentucky og Illinois. Afganistan: Rússar undir- búa mikla sókn Islamabad, Pakistan, AP. BÚIST er við, að Sovétmenn hefji brátt mikla sókn á hendur skæru- liðum í Afganistan í þeim tilgangi að ijúfa aðflutningsleiðir þeirra. Japan: Frekari eld- flugaárásir Tókýó. AP. FJÓRUM heimatilbúnum litlum eldflaugum var skotið síðastliðið mánudagskvöld að heimili sonar Japanskeisara og að opinberu húsi fyrir gesti. Þetta er þriðja árás þessarar tegundar á opin- berar byggingar á tæpri viku. I gær lýsti vinstrisinnaður öfga- hópur, „Samtök byltingarsinn- aðra verkamanna“, yfir ábyrgð á hendur sér vegna árásarinnar á gestahúsið. Talið er að árásunum sé ætlað að hafa áhrif á fyrirhuguð hátíða- höld í apríl í tilefni af 60 ára valda- afmæli Hirohito Japanskeisara og einnig til þess að koma í veg fyrir fund sjö mestu iðnríkja heims í Japan í maímánuði, en gestahúsið er ein þeirra bygginga sem myndi koma við sögu þess fundar. Róttæk samtök vinstri manna í Japan hafa lýst því yfír að þau séu á móti há- tíðahöldunum og fundinum. AP/Símamynd Japanska tískan íParís Óvenju harðir bardagar hafa verið í landinu að undanfömu. Haft er eftir heimildum í Afgan- istan, að sovéska innrásarliðið sé nú að undirbúa mikla sókn í landa- mærahéruðunum við Pakistan og sé að því stefnt að ijúfa aðflutnings- leiðir skæruliða. Leiðtogar skæru- liða segjast hafa vitað af sókninni í nokkum tíma og að þeir hafi þess vegna sent aukinn liðsafla, vopn og vistir til landamærahéraðanna. Sovéski herinn stóð fyrir tveimur sams konar hemaðaraðgerðum í fyrrasumar en þær virtust missa marks fyrir þá. Síðastliðinn föstudag gerðu skæruliðar eldflaugaárás á herflug- völlinn í Kandahar og sprengdu þar upp fjórar herþotur, tvær þyrlur, marga skriðdreka og fjöldann allan af herflutningabílum. Margir sov- éskir og afganskir stjómarhermenn féllu í árásinni, sem skæruliðar úr Yunis Khalis-hreyfíngunni gerðu, en frásagnir þeirra af gangi styij- aldarinnar hafa þótt mjög áreiðan- legar. Þá eru fréttir um, að sama skæruliðahreyfíngin hafí lagt undir sig herstöð stjómarinnar í Gorko í Ningrahar, um 20 km frá landa- mæmnum við Pakistan. Fréttir frá Bandaríkjunum herma, að snemma í marsmánuði hafí skæruliðum borist í fyrsta sinn bandarískar Stinger-eldflaugar, sem em mjög áhrifaríkt vopn gegn flugvélum. ÞESSI japanska frauka kynnir Parísarbúum föt japanska tískuhönn- uðarins Kansai Yamamoto. Fyrir þá sem áhuga hafa, er stúlkan klædd í svart leðurpils. Þar yfir er hún í ullarkjól og með breitt svart leðurbelti. Þá er hún í rúskinnskápu með silkilíningum. Eldgosið í Alaska hjaðnar Anchorage, Alaska. AP. ELDFJALLIÐ Ágústín í Alaska bærði lítið á sér í gær og á þriðju- dag eftir hræringamar á mánu- dag þegar það spúði eldi og eimyiju marga kílómetra til himins og breytti degi í nóttu í borgum í allt að 113 km. fjar- lægð. „Það hafa verið nokkrir jarð- skjálftar og einhver virkni undir íshettu fjallsins, en í megindráttum er allt með kyrmm kjörum," sagði John Powers, jarðeðlisfræðingur við háskólann í Álaska. EldQallið Ágústín, sem er 1.127 m. hátt, þeytti ösku og hrauni í 12 km. hæð á mánudag. Askan barst yfir borgina Hómer svo dimmdi yfír og varð að kveikja þar á götu- ljósum. Yfír Hómer lagðist þunnt öskulag. „Undanfama daga hefur bærinn helst líkst skurðstofu," sagði George Plagenz, lögreglu- maður í Hómer: „Fólk hleypur um með grímur fyrir vitum sér.“ Ágústín er á eyðieyju á Cook sundi og hefur gosið fímm sinnum frá því að James Cook, höfuðsmað- ur fann fjallið 1778. Það var árin 1812,1883,1935,1963 og 1976. Winnie Mandela fær loks að búa heima Jóhannesarborg, Suður-Afríka, AP. WINNE Mandela sneri til heimil- is síns i Soweto í dag, miðvikudag eftir að stjórnin í Pretoriu hafði tilkynnt skömmu síðar, að aflétt væri banni og hvers kyns höml- unum sem hafa verið settar á ferðir hennar og athafnir síðustu 23 ár. Winne Mandela greindi frá því að hún myndi fara snar- lega heim til sín í Soweto og búa þar með sínu fólki, eins og hún orðaði það. Þegar Mandela kom til heimilis síns síðdegis á miðvikudag var henni fagnað ákaft af nágrönnum sínum og fjöldi skólabama hafði fengið frí í tilefni dagsins. Hún getur nú hið fyrsta sinni sezt lög- lega að í Soweto, en þaðan var henni skipað á bortt samkvæmt sérstökum bannlögum frá 1977. Síðan hefur hún verið í hálfgildings útlegð í Brandfort í Appelsínurík- inu. Aðspurð um líðan sína sagði hún: „Þetta breytir nánast engu, því að það hefði aldrei átt að vera fært að reka mig af heimili mínu. Ég er engum þakklát. Það er réttur minn að búa á heimili mínu og ég lít ekki á þetta sem neina breytingu á stefnu stjómarinnar." Um svipað leyti og Winne Mand- ela kom heim til Soweto sendi Tutu biskup frá sér mjög einarða hvatn- ingu um samræmdar efnahags þvinganir á stjóm Suður-Afríku. Hann hafði hótað að senda frá sér áskomn af þessu tagi, ef engin breyting yrði á orðin fyrir marzlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.