Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 5 Alþjóðalega skákmótið í New York: Helgi Olafsson með þrjá vinn- inga eftir fjórar umferðir EFTIR fjórar umferðir á opna alþjóðlega stórmótinu í New York er Helgi Ólafsson stórmeistari efstur íslendinganna fjögurra sem þar keppa með 3 vinninga, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Margeir Pétiursson stórmeistari og Karl Þorsteins alþjóðlegur meist- ari eru með 2 'á vinning hvor, og Jón L. Árnason alþjóðlegur meist- ari er með 2 vinninga. Sjö menn eru efstir og jafnir með 3 V2 vinning. Þeir eru stórmeistar- amir Defírmian, Bandaríkjunum, Sax, Ungveijalandi, Gruenfeld, ísrael, og Smekal, Tékkóslóvakíu og alþjóðlegu meistaramir Barlov, Júgóslavíu, og Bonin og Benjamin frá Bandaríkjunum. Athygli vekur að stighahæsti maður mótsins, Daninn Bent Larsen, hefur aðeins hlotið 1 V2 vinning. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Englendinginn Davids í fyrstu umferð, vann Shipman frá Banda- ríkjunum í annarri umferð, gerði jafnt við Bischoff frá Vestur-Þýska- landi í þriðju umferð og vann síðan stórmeistarinn Kudrin frá Banda- ríkjunum í þeirri ijórðu. Margeir Pétursson vann Reml- inger frá Bandaríkjunum í fyrstu umferð, gerði jafntefli við samlanda Uppsagnir í lögreglunni: Verða að skoðast í ljósi kjaradeilu lögreglumanna — segir Böðvar Bragason lögreglustjóri „ÞAÐ verður að skoða þessar uppsagnir í Ijósi þess, að Lögreglufé- lagið á í kjaradeilu. Þær eru með þriggja mánaða fresti, þannig að ýmislegt getur gerst áður en þær koma tíl framkvæmda," sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík í samtali við Morgun- blaðið. Að sögn Böðvars höfðu alls 148 uppsagnir iögreglumanna í Reykja- vík borist inn á borð til hans á hádegi í gær, miðvikudag. Spurður að því, hvort lögreglu- stjóraembættið hygðist gera eitt- hvað í málinu, sagði Böðvar, að allt yrði að koma í réttri röð. „Deilan er fyrst og fremst milli lögreglumanna og fjármálaráðu- neytis. Nú eru að hefjast viðræður milli þessara aðila. Eg tek undir það, sem haft er eftir Jóni Helga- syni dómsmálaráðherra í Morgun- blaðinu í gær (miðvikudag), að það sé allt of snemmt að fara að hugsa um einhveijar ráðstafanir núna í upphafí viðræðna. Það er ekki skynsamlegt að kortleggja gang þeirra fyrirfram," sagði Böðvar. Um þau ummæli Einars Bjarna- sonar formanns Lögreglufélags Reykjavíkur, að hann byggist við því að stór hluti hluti lögreglu- manna héldi uppsögnunum til streitu, sagði Böðvar: „Þegar menn segja upp störfum, kemur eðlilega nokkurt los á þá og þeir fara kannski að líta í kring um sig eftir öðru. En ég vona, að samningavið- ræðumar beri þann árangur, að lögreglumenn falli frá uppsögnun- hans Wilder í annarri umferð, tap- aði fyrir Garcia frá Kólumbíu í þriðju umferð og vann loks Ung- veijann Polger í fjórðu umferð. Jón L. Arnason vann Kaminsky, Sovétmann sem nú býr í Bandaríkj- unum, í fyrstu umferð, gerði jafn- tefli við Perenyi frá Ungveijalandi í annarri umferð, gerði einnig jafnt í þeirri þriðju á móti Bandaríkja- manninum Shamkovich, en tapaði fyrir Soltis, Bandaríkjunum, í Qórðu umferð. Karl Þorsteins tefldi fyrst við þijá Bandaríkjamenn, gerði jafn- tefli við Glickman og Lain, en vann Markzon. í fjórðu umferð tefldi hann við Rúmenann Gheorghiu og skildu þeir jafnir. Alls em þátttakendur í mótinu á annað þúsund og er teflt í mörgum flokkum. í efsta flokknum tefla 94 skákmenn, þar af 31 stórmeistari og 30 alþjóðlegir meistarar. Heild- arverðlaun em um 5 milljónir króna, en í fyrstu verðlaun í efsta flokki em 700 þúsund krónur. í fímmtu umferð, sem tefld var í gærkvöldi og nótt, átti Helgi að tefla við Soltis, Jón L. við Blockee frá Bandaríkjunum, en þeir Margeir og Karl innbyrðis. Alls em tefldar níu umferðir og lýkur mótinu á mánudaginn nk. Morgunblaðið/Eyjólfur Suzuki-bifreiðin var gjörónýt eftír að hafa farið fram af 30 metra háum hömrunum. 14 ára piltur játar bílþjófnað; Ýtti bifreiðinni fram af hömrunum við Vogarstapa Kvaðst hafa verið ruglaður af vímuefnaneyslu FJÓRTÁN ára gamall piltur hefur játað að hafa stolið og eyðilagt Suzuki bifreiðina, sem fannst gjörónýt undir 30 metra háum hömrum við Vogarstapa á Suðurnesjum. Pilturinn var tek- inn, ásamt þremur öðrum á stoln- um bO í gærmorgun, en lögregl- an hefur ítrekað orðið að hafa afskiptí af honum vegna bUþjófn- aða. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær var Suzuki bifreiðinni stolið í Reykjavík að- faranótt páskadags. Maður sem var á göngu undir Vogarstapa á páska- dag fann bílinn, sem hafði verið ýtt fram af hömrunum við gömlu ösku- haugana á Vogarstapa. í gærmorg- un stöðvaði lögreglan í Reykjavík ökuferð fjögurra pilta á stolinni bifreið. Ökumaðurinn, sem er fjórt- án ára gamall, viðurkenndi við yfír- heyrslur að hafa stolið Suzuki- bifreiðinni og ýtt henni fram af hömrunum við Vogarstapa. Hann gat engar skýringar gefið á verkn- aðinum aðrar en þær, að hann hafí verið ruglaður af vímuefnaneyslu. íslenskur prófessor við Berkeley-háskóla SVERRIR Tómasson, miðalda- fræðingur á Arnastofnun, gegnir nú á vormisseri prófessorsem- bættí við háskólann í Berkeley í Kalifomíu. Hann er staðgengUl Carol J. Clover, sem er prófessor við skólann í foraislensku. Sverrir Tómasson hefur áður verið lektor í íslensku við háskólann í Kiel í Þýskalandi, kennt fom- bókmenntir við heimspekideild Há- skóla íslands og flutt fyrirlestra við háskóiana í London og Cambridge. HONDA hefur hlotið I gagnrýnenda fyrirfrábært útlit, sparneytni, kraft og einstaka aksturseiginleika. ciyic Kynnist verðlaunabílnum. Eigum fyrirliggjandi nokkra HONDA á óvenju hagstæðu verði aðeins frá kr. 348.000 (gengi Yen 0.2285.) 3ja dyra Hatchbach Árgerð 1986 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S. 38772,82086.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.