Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 Um markaðsmál landbúnaðaríns eftir Gunnar Pál Ingólfsson Um markaðsmál landbúnaðarins Á 600 hundruð manna bænda- fundi á Suðurlandi 17. febrúar sl., og síðan daginn eftir í utanda- gskrárumræðu á Alþingi, kom fram vegna villandi upplýsinga mjög mikil vanþekking á markaðsmögu- leikum dilkakjöts á erlendum mörk- uðum. Á þessum fundum var fullyrt af hálfu landbúnaðarráðuneytis og forystumönnum landbúnaðarmála að útflutningur á lambakjöti skilaði ekki neinu til bænda og væru þau skil fyrir neðan núllið. Hér er fýrst og fremst byggt á upplýsingum frá einum aðila, þ.e. búvörudeild SÍS, en lítið gert til að afla upplýsinga frá öðrum aðilum sem unnið hafa að markaðsmálum undanfarin ár. Ég tel nauðsynlegt að upplýsing- ar komi fram um ýmsa þætti þessa máls til að menn átti sig á þeim möguleikum sem fýrir hendi eru. Og mun ég setja hér fram nokkur dæmi sem ættu að skýra að nokkru Félagsmálaskólí alþýðu 11\ i\i) kannt þu l'yrir þcr í rundarstört'uni o$» íranisogn? I Ivaö vcist þu um vcr'kalýöslírcN linji- una. starl hcnnar og sögu? Áttu auövclt nicö aö koma íram ;i l'uiulum og samkoníum? 'I ckuröu þíitt í l'clagslil'i? Viltu Ixcta þckkingu þína i hacíra'öi. I'clags- lr;cöi ou vinnurclti? Vcitt cr tilsögn i þcssum ou oörum hagnvtum grcinum a I. önn l'clacsmálaskóla alþyöu. scm I.önn 13.—26. apríl 1986 skólí fviir Þíg? MFA verður í Olfusborgum 13,—26. apríl nk. Þá eru u duusknínni menniuunr- uu skcmmlikv iilcl utik hciinsoknu i sloliianiroi; iyriilii’ki. I clausnic’nn Al|i\ðusanibancls Islands ciua rctt ;i skölavist. I lamarksl jöltli a önncr25 þátttakcndur. I 'msöknir um skolav isi þurla aö hcrast skril'stol'u Ml A fyrir 10. apríl. Nánari U|)|)l\sin^ar cru vcittar a skrilstolu Ml A. (ircnsásvegi 16. simi 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu ÞEKKING, STARFOG STERKARI VERKALÝÐSHREYFING getr®ína- VINNINGAR! 31. leikvika - leikir 29. mars 1986 Vinningsröð: 2 X 1-X X X-X X 1-2 1 2 1. vinningur 12 réttir 53205(4/11) c,649.975 2. vinningur: 11 réttir, kr. 39.794,- 50905+ 74263+ 70319+ *=2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 21. aprí) 1986 kl. 12.00 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni ( Reykjavfk. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stotninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. þá möguleika sem eru á erlendum mörkuðum. Og jafnframt að skýra þau mistök sem gerð hafa verið á undanfömum árum í markaðssetn- ingu, innanlands og utan. 1) Það er staðreynd að á erlendum mörkuðum er kjöt sem hefur verið í frystigeymslum lengur en 6 mánuði metin sem 3ja flokks vara og skiftir þá ekki máli hver upphafleg flokkun er. Það þýðir að ekki fæst nema 30—35% mögulegs verðs. Sama gildir um kjöt sem er óhreint, hárugt eða illa snyrt. Munur á frosnu og fersku kjöti í verði getur orðið allt að 20% frosnu kjöti í óhag. Dæmi. Árið 1983 fékk skoskur sláturhúsaeigandi fyrir ferskt kjöt í gámum 11—12 DM á Þýskalands- markaði, þ.e. kr. ísl. 206.- (DM 11.50). Þetta gildir til byijun júní. Um miðjan júní lækkaði verðið niður í 8—9 DM eða ísl. kr. 152.-. Á sama tíma erum við að flytja út kjöt á sömu markaði fyrir 4—6 DM þ.e. ísl. kr. 89.50 (DM 5.0). Á sama tíma bauðst undirrituðum 14 DM þ.e. ísl. kr. 250.70 fyrir kótilettur og heil læri. Það tilboð kom frá grískum veitingastöðum í Þýska- landi. 2) Á Bandaríkjamarkaði er neyslu- tímabil lambakjöts septmber til apríl. Með réttum vinnubrögð- um má fá allt að 50—60% skila- verð fyrir kjötið á þessu tíma- bili. Á öðrum tímum er vonlítið að selja lambakjöt á þennan markað nema fyrir mun lægra verð. Þá er fyrst og fremst átt við neytendamarkað (Super- markets). En eins og kemur fram í lið eitt þá er það nokkuð að veitingastaðir greiða nokkuð hærra verð fyrir lambakjöt en stórir heildsalar og stórmarkað- ir. Dæmi: í verðlista frá Hótel, Restraurant institution í Bandaríkj- unum, gefnum út 23. maí 1985, má sjá verð allt að $10.50 á sér- skomum kótilettum. Þegar tekið er tillit til þess að laun kjötskurðar- manna í Bandaríkjunum eru um Gunnar Páll Ingólfsson „Það er nokkuð ljóst að val á mörkuðum undan- farin ár hefur verið rangt.“ $11.00 eða ísl. kr. 455.- á tímann en hér heima $3.50—4.00 á tímann ísl.kr. 155.25 ($3.75) gefur auga- leið að hagkvæmt er að vinna kjötið hér heima. Á viðurkenndum veit- ingastað í New York í júlí 1985 kostuðu 3 valdar lambakótilettur jafnmikið og dýrasta nautaskeikin á matseðlinum eða $24.95 fyrir utan kartöflur, grænmeti og saltat. Val á mörkuðum Það er nokkuð ljóst að val á mörkuðum undanfarin ár hefur verið rangt. Megin áherslan hefur verið lögð á að fara auðveldustu leiðina, þ.e. hlassasala til stórra heilsöluaðila sem leggja áherslu á að fá vöruna á lágu verði, en leggja minna uppúr gæðum. Enda varla um aðra viðskiptaaðila að ræða ef miðað er við verkun kjötsins hér heima. Verkun kjötsins Það er staðreynd að hvort sem skrokkurinn er með ullarlagð í bóg- krika eða lambaspörð í endaþarms- opi fær sláturleyfishafinn tryggt full verð fyrir vöruna. Þeir skrokkar eru aðeins merktir til endurskoðun- ar sem hafa mjög hárugt yfirborð eða sem gor hefur lent á ytra byrði eða í bijóstholi. Á meðan að slátur- leyfíshafanum er tryggt fullt verð hvemig svo sem verkunin er teljast umbætur á því sviði til kostnaðar- auka. Er því lítil von til að lögð verði veruleg áhersla á vöruvöndun meðan að þetta fyrirkomulag ríkir. Sölumennska — Markaðsleit Sá almenni misskilningur hefur komið fram í máli manna, að leita þurfí til viðskiptamenntaðra manna til að markaðssetja lambakjötið. Sannleikurinn er sá að viðskipta- fræðimenntun kemur að ákaflega takmörkuðu gagni í markaðsleit fyrir matvæli. Sú þekking sem þarf fyrst og fremt að vera fyrir hendi er: vöruþekking, þekking á hráefni og vinnslu + nýtingu og síðast en ekki síst reynslu í eldhússtjómun (kitchen management). Þetta em þeir kostir sem sölumaður í kjötvör- um þarf að vera gæddur til að skynja þann markað sem er fyrir hendi. Þegar hann hefur skilað sínu verki kemur til kasta viðskiptafræð- ingsins að meta þá kosti sem uppá borð koma. En hann (viðskipta- fræðingurinn) þarf einnig að vera mjög vel heima í vinnslu og kostn- aðarþáttum sem og hvað er að ske almennt á matvælamörkuðum. Við eigum slíka menn, en þeirra þekk- ing hefur mætt litlum skilningi hvað þá heldur að til þeirra hafí verið leitað af þeim aðilum sem hafa vandan á hendi. Vöruþróun Vömþróun er einn mikilvægasti þátturinn í framsetningu vöm á markað. Það verður því að teljast nokkuð merkilegt hversu lítið hefur borið á góma sá sofandaháttur sem ríkt hefur í þeim efnum varðandi kjötið. Það verður einnig að teljast merkilegt hversu litlu fé hefur verið varið í þann þátt meðan að milljörð- um hefur verið varið til að viðhalda vandanum. Það er því spuming um hvort þær aðgerðir sen mú er beint gegn bændum hefðu verið eins sár- ar ef þessum þætti hefði verið sinnt sem skyldi. Um það verður fjallað í næstu grein. Höfundur er framkvæmdastjóri í Reykjavík. Fréttabréf úr Bjarnarfirði: Grásleppuvertíð að hefjast og voryrkja í fullum gangi Bjarnarfirði VIKU af marz var veðurblíðan hér svo mikil, að vegir voru farnir að þiðna og spillast. Var þetta einkum á köflum vegarins hér í Bjamarfirði og fyrir botni Steingrímsfjarðar. Það kom fljótt í ljós hversu miklu fyrr gamlir og óuppbyggðir vegir, sérstaklega á votlendi, spilltust og urðu erfíðir yfírferðar fyrir smærri bíla. Kvíðvænlegt þótti að eftir var að aka út áburði bæði hingað í Bjamarfjörð og einnig á Selströnd- ina. En svo fór að frysta á ný og brátt var allt „slabbið" frosið aftur. Um miðjan marz var hér ágætis veður. Hlustuðum við á lýsingar á hálku og ófærð á suð-vesturhom- inu, en hér var sólskin og aðeins smá él öðm hvora. Grásleppuvertíðin er nú að hefj- ast. Hafa ýmsir bændur hér um slóðir, verið all dijúgir við þessar veiðar og selt hrogn fyrir hundrað þúsunda á vori hveiju. Þetta er þó mjög misjafnt og t.d. á síðasta vori urðu menn fyrir þungum búsiijum. Þá má segja að veðrið hafí séð fyrir lokum grásleppuvertíðarinnar, fyrr en efni stóðu til. Gerði þá langan óviðrakafla og voru netin orðin ónýt er þau vom tekin úr sjó. Hefír því hver og einn orðið að koma sér upp nýjum netum fyrir þessa vertíð. Var þetta þó nokkuð mikið tjón. Þá hafa menn verið óhressir yfír sölumálinum. Hrognin eru lögð inn í Kaupfélagið í umboðssöiu, en fullnaðar uppgjör fyrir þau fæst þá ekki fyrr en ári seinna. Hýggja því nokkrir þeirra er veiðamar stunda, að heppilegra verði að stofna til eigin aftirðasölu. Fæst þá strax greitt upp í hveija saltaða tunnu, auk þess sem greiðsla eftir- 'stöðva fer fram 2—4 vikum eftir útskipun vörannar. Gefur það auga leið, hversu mikið hagkvæmara slíkt er, á þeim tímum sem vextir af peningum em jafn miklir og verið hefir að undanfömu, og er raunar enn. Á hér við málshátturinn; „Mörg er búmanns raunin". Það má því með sanni segja, að voiyrkja sé að verða í fullum gangi hér um slóðir. Rúningu er að verða lokið. Verið að dreyfa áburði til bænda. Grásleppuvertíðin hafín og fjölgunin í refabúunum að fara af stað. Hefðu feður okkar talið það ótrausta spádóma, hefði þeim verið sagt, að búskaparhættir mundu breytast í þetta horf á næstu fímm- tíu árum, jafnvel þeir sem framsýnir vom. Fiskeldi er hér á einu býli, að Ásmundamesi. Að vísu er það ekki í stóram stíl. Þá hafa eigendur jarðarinnar Goðdals, sleppt laxa- seiðum í Goðdalsá. Þar sem Bjam- aifyarðará og Guðdalsá mætast tekur svo við Ármótahylur. Vafa- laust hefír þessi slepping seiða haft sín áhrif á aukpa laxagengd í Bjam- arfjarðará, en um hana verður laxinn að fara á leið til uppeldis- stöðvanna. Þegar þess er gætt hversu mikið er af heitu vatni hér um Bjamar- fjörð og nágrenni, vekur það kannske undmn að ekki skuli vera farið að nýta aðstæðumar til að koma hér upp fískirækt, Á Sel- ströndinni er t.d. að fínna um 90 gráðu heitt vatn við sjávarmál. Gefur það auga leið hve hagkvæmt það væri til fiskiræktar. Þar sem bæði er sjór og ferskt vatn á sama stað. Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.