Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 ísland var ekki nýlenda á 18. öld Rætt við Harald Gustafsson um doktorsritgerð hans um vald íslenskra embættismanna og samskiptin við Dani Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, stmi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Merkur áfangi f iskvinnslufólks Nýgerðir kjarasamningar ASÍ og VSÍ hafa, að verð- leikum, fengið mikla almenna umfjöllun. Hún hefur einkum snúist um þann mikilvæga þátt þeirra sem felst í því að ná verð- lagsþróun hér á landi niður á svipað stig og í helztu samkeppn- islöndum okkar. Það megin- markmið samninganna - og stjómvaldsaðgerða í tengslum við þá - er forsenda þess að styrkja samkeppnisstöðu íslenzkra at- vinnuvega og atvinnuöryggi í landinu. Stöðugleiki í efnahagslífi okkar er og forsenda nýsköpunar atvinnulífsins, aukins hagvaxtar og vaxandi þjóðartekna, sem er eina færa leiðin að raunhæfum kjarabótum. Minna hefur hins- vegar verið talað um ýmsa aðra þætti samninganna, sem þó skipta miklu fyrir viðkomandi starfsstéttir. Karl Steinar Guðna- son, varaformaður VMSÍ, segir í viðtali við Morgunblaðið, að þetta samkomulag sé „einn merkasti áfangi undanfarinna áratuga í kj arasamningum fískverkunar- fólks - svo framarlega sem fram- kvæmdin takist eins og til er stofnað". Varaformaður VMSÍ nefnir einkum tvö atriði máli sínu til stuðnings: 1) Aukið starfsöryggi fískverk- unarfólks. Samningurinn feli í sér fastráðningu fólks eftir þriggja mánaða starf. Þar með njóti físk- verkunarfólk sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar að þessu leyti. Uppsögn með sjö daga fyrirvara sé úr sögunni. 2) í annan stað er stefnt að því að auka reisn þessarar mikil- vægu starfsgreinar með skipu- legu námskeiðahaldi og starfs- þjálfun. Norðmenn og Danir, sem veita okkur harða samkeppni í vinnslu og sölu sjávarvöru, leggja höfuðáherzlu á starfsmenntun í fískvinnslu. Með aukinni fag- menntun er stefnt að þrenns konar markmiðum: auknum gæðum framleiðslunnar, fyrir- byggjandi baráttu gegn atvinnu- sjúkdómum og loks viðbótar launahækkun, sem tengd er nám- skeiðum fyrir fískvinnslufólk, sem haldin verða í sjávarplássum víðsvegar um landið. „Það sem fyrir okkur vakir", sagði varaformaður VMSÍ, „er að auka á reisn fags fískvinnslu- fóiks. Ætlunin er að allir starfs- menn í fískvinnslu hér á landi, á milíi flögur og fímm þúsund manns, sæki þessi námskeið, hvort sem þeir hafa mikla reynslu eða litla.“ Á ijárlögum í ár eru veittar fímm milljónir króna til þessa verkefnis, „en við áætlum að allt þetta átak muni kosta 15-20 m.kr.“. Fjárfesting í menntun, sem tengist atvinnu- vegum okkar, skilar sér hratt aftur. Ekki þarf að eyða orðum að því, hveija þýðingu sjávarútveg- ur, veiðar og vinnsla, hefur fyrir þjóðarbúskapinn. Varaformaður VMSÍ segir hinsvegar í tilvitnuðu Morgunblaðssamtali að „viðhorf- ið til fískvinnslunnar hafí verið mjög neikvætt". Það skipti hins- vegar „afar miklu máli fyrir allt viðhorf fólks til greinarinnar, að fyrstu kynni þess séu ánægju- leg“. Það sé því meir en tíma- bært, segir hann efnislega, að skapa þessari mikilvægu atvinnu- grein verðugan sess í hugum og mati fólks, er það velur sér starfs- vettvang. Það er rétt hjá varaformanni VMSÍ að nýgerðir kjarasamning- ar fela í sér merka áfanga fyrir fískvinnslufólk. Umsamdar kjarabætur brenna nú ekki á báli verðbólgu meðan blekið í undir- skrift samninga þomar, eins og oftlega gerðist áður, m.a. vegna þess að kjaralega betur settar starfsstéttir náðu til sín verð- bólguhvetjandi „vinningum“ í kjölfar almennra samninga. Fastráðning fískvinnslufólks og aukin fagmenntun, sem að er stefnt, styrkir og stöðu þess. Gerðuberg Fyrir nokkrum dögum fjallaði Morgunblaðið í forystugrein um Menningarmiðstöðina í Gerðubergi í Breiðholti í tilefni þess að þar var opnað glæsilegt útibú frá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að Breiðholtið, sem er 25 þúsund manna byggð, reis að stærstum hluta á rúmum áratug. Breiðholtsbyggð er í raun bygg- ingarsögulegt afrek, sem vannst vegna almenns framtaks fólksins sjálfs, er þar settist að, og bygg- ingaráætlunar í Reykjavík, sem var ekki sízt ávöxtur í þeirrar tíðar kjarasáttmála. Það var einmitt Framkvæmda- nefnd byggingaráæltunar í Reykjavík sem afsalaði Borgar- sjóði Reykjavíkur félagsmiðstöð- inni í Gerðubergi, 11.400 rúm- metra byggingu, með gjafabréfí dagsettu 25. nóvember 1982. Nefndin ákvað með samþykki félagsmálaráðuneytis að veija fymingarsjóði byggingaráætlun- arinnar í þessu skyni. Nefndin stóð fyrir framkvæmdum en borgarsjóður lagði einnig fé til byggingarinnar. Þessi ákvörðun framkvæmda- nefndar og ríkisvalds kemur Reykvíkingum til góða um ókom- in ár. í norðurhluta Stokkhólms stendur háskólahverfið Frescati og ber grænleitt við himin. Óvíða i Norðurálfu getur að líta öllu ljótari háskólabyggingar. Á hinn bóginn eru þær vafalaust hag- kvæmar enda hýsa þær veruleg- an hluta þeirrar starfsemi sem háskóli með yfir 25.000 stúdenta krefst. Þessar byggingar voru reistar á sjöunda áratugnum og bera mark þeirri hugmynda- fræði að nám sé vinna og því eigi háskóli að líta út eins og venjuleg verksmiðjubygging, þótt afrakstur starfseminnar sé sjaldnast markaðssettur með sama hætti og framleiðsla sænskra stórfyrirtækja. Á níundu hæð í D-húsi hefur sagn- fræðistofnun Stokkhólmshá- skóla aðsetur og utan við hurð eina í löngum neonlýstum gangi hangir plakat með mynd af Is- landskorti Guðbrandar biskups Þorlákssonar; skýrri tilvísun til Islandsáhuga þess sem handan hurðarinnar iðkar fræði sín: Haralds Gustafsson, Iiðiega þrí- tugs Svía, sem fyrstur landa sinna frá því fyrir 1850 réðst í það verk að rita og veija doktors- ritgerð um íslenska sögu. Dokt- orsrit sitt, Mellan kung och all- moge, ámbetsman, beslutspro- cess och inflytande pá 1700- talets Island, varði Harald við Stokkhólmsháskóla í maí á síð- asta ári, andmælandi var Gunnar Karlsson prófessor við Háskóla íslands. Harald Gustafsson kom fyrst til íslands árið 1972 eftir að hafa lokið stúdentsprófi í Svíþjóð. Áhugi hans á íslandi vaknaði í menntaskóla en þegar til íslands kom fannst honum íslenskt samfélag allt öðru vísi en það sem lýst var í rómantískum ferðamannabæklingum. Harald getur þess í formála doktorsrit- gerðarinnar að áhugi sinn á íslandi verði að flokkast undir sjúkdóm, þótt ekki sé vitað hvemig hann hafí smitast. Þótt ísland kæmi honum öðruvísi fyrir sjónir en hann hafði gert ráð fyrir viðhélst sjúk- dómurinn eftir ferðina stuttu árið 1972. í raun réttri má segja að hann hafí fremur ágerst en hitt og árið 1974 kom Harald Gustafsson öðru sinni í stutta heimsókn til ís- lands. Hann las íslensku við Stokk- hólmsháskóla eftir því sem unnt var. Námskeiðaframboð var tak- SUNNUDAGINN 6. april nk. er röðin komin að Danmörku í árlegum bókakynningum Norræna hússins. Þá kynnir danski sendikennarinn Lisa Schmalensee úrval bóka sem út komu í Danmörku árið 1985. Gestur að þessu sinni er danski rithöfundurinn Klaus Rifbjerg, sem flytur frumsamin ljóð og segir auk þess frá bókaútgáfu í Danmörku og stöðu hennar nú. Klaus Rifbjerg er vafalaust óþarft að kynna með mörgum orðum, svo kunnur sem hann er íslenskum lesendum. Hann er Harald Gustafsson fyrir framan háhýsin í háskólahverfinu Fras- cati í Stokkhólmi. markað og hann var sjálfur í fil. kand.-námi í sagnfræði, sem hann lauk árið 1976. Þá hafði hann frétt að unnt væri fyrir erlenda stúdenta að lesa íslensku við Háskóla íslands. Hann ákvað að halda til íslands og innritaðist í íslensku fyrir erlenda stúdenta haustið 1976. Veturinn 1976—1977 telur Har- ald sig fyrst hafa byijað að kynnast íslandi, þótt erfíðara væri að kynn- ast íslendingum sjálfum. Þessi vet- ur varð honum þó að mörgu leyti örlagaríkur, því hann kynntist fljót- lega prófessor Bimi Þorsteinssyni, sem tók hann í einkatíma í íslenskri sögu einu sinni í viku án þess að nokkur greiðsla kæmi fyrir. Áhugi Haralds á sögu og sagnfræðirann- sóknum vaknaði, þrátt fyrir þriggja ára sögunám í Stokkhólmi, fyrst fyrir alvöru í þessum samtalstímum þeirra Bjöms. Hann hélt utan vorið 1977, altalandi á íslensku og ákveð- inn í að hefja doktorsnám í Stokk- hólmi og rita doktorsritgerð um þjóðemis- og sjálfstjómarhreyfíngu Islendinga um miðbik 19. aldar. þekktastur núlifandi danskra rithöfunda, og hefur skrifað mikinn fjölda bóka, skáldsögur, smásögur, ljóð, leikrit og rit- gerðasöfn, og um árabil hefur komið út a.m.k. ein bók á ári eftirhann og ósjaldan fleiri. Ein bóka hans „Den kroniske uskyld" sem kom út 1958 hefur lengi verið notuð við dönskukennslu í íslenskum menntaskólum. Gerð var kvikmynd eftir þeirri bók á síðstliðnu ári. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur aðeins ein bóka Rifbjergs verið þýdd á íslensku, Anna (jeg) Kennarar við Stokkhólmsháskóla urðu að vonum undrandi á þessu efnisvali en létu kyrrt liggja. Harald hóf nám sitt haustið 1977, en varð fráhverfur efnisvalinu er frá leið, þar sem honum fannst það of ein- skorðað við Island. Áhugi hans beindist sífellt meir að því að taka til rannsóknar efni, sem ekki væri eingöngu miðað við ísland, heldur efni tengt íslandi sem hefði fræði- legt mikilvægi og unnt væri að tengja evrópskri söguþróun og er- lendum rannsóknum. Árið 1978 kynntist Harald Birg- ittu Ericsson dósent, sem þá var að fara af stað með norrænar rann- sóknir á sambandi miðstjómar og héraðasamfélaga á 18. öld. Fulltrúi Islands í þessum rannsóknum var fyrst Björn Teitsson, en árið 1979 tók Gísli Ágúst Gunnlaugsson við af honum. Varð ofan á að Harald tæki að sér að rannsaka stjómsýslu á Islandi og ákvarðanir um efna- hagsmál innan norrænu rannsókn- anna. Við þær rannsóknir kom í ljós að áhugavert var og mikilvægt í evrópsku samhengi að rannsaka sérstaklega íslenska embættis- menn, sem vegna legu íslands voru á 18. öld óvenjulega mikilvægur hlekkur milli miðstjómarvaldsins í Kaupmannahöfn og íslensks sam- félags. Ákvað Harald að ráðast í að skrifa doktorsritgerð um þetta efni. Árið 1981 hafði hann gert drög að efnisyfírliti ritgerðarinnar og var á íslandi við heimildaöflun í nokkra mánuði ár hvert frá 1979—1981, en síðan í sjö mánuði árið 1982 og nokkrar vikur árið 1984. Ritgerðinni lauk hann árið 1984 og varði hana sem áður sagði vorið 1985. Efnistökin í ritgerð sinni gerir Harald fyrst grein fyrir fræðilegum kenningum um hvemig beri að rannsaka vald og áhrif á fyrri öldum og gefur yfírlit um íslenska sögu á 18. öld. I öðmm kafla verksins fjallar hann um uppbyggingu stjómkerfísins og í þriðja kafla um hvemig stjómsýsl- an á íslandi fór raunvemlega fram. í fjórða kafla rannsakar hann ná- kvæmlega uppmna, menntun og eignir íslenskra embættismanna á 18. öld og umsóknir um embætti. í fimmta til áttunda kafla rannsak- ar hann svo ákvarðanatöku um einstaka málafíokka (einkum Klaus Rifbjerg Anna sem kom út 1969, (íslenska þýðingin 1970), en fyrir hana hlaut hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1970. Auk hins gífurlega fjölda bóka sem Klaus Rifbjerg hefur sent frá sér hefur hann einnig unnið Klaus Rifbjerg* í Norræna húsinu MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 37 bundnar við landsnefndina 1770-1771, fjárkláðann 1761—1779, skattlagningu emb- ættismanna og byggingu dómkirkj- unnar á Hólum), einkum það hveijir höfðu fmmkvæði að málum, hvem- ig þau fóm í gegnum stjómkerfíð, hveijir einkum gátu beitt áhrifum til að tryggja framgang mála, eða stöðva þau. í þessum köflum má segja að Harald reyni fyrst og fremst að athuga hvort einveldið í Danaveldi hafí virkað eins og hug- myndafræði þess gerði ráð fyrir, eða hvort hagsmunaaðilar íslenskir gátu haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar vom um íslensk málefni í stjómardeildum konungs í Kaup- mannahöfn. í lokakafla ritgerðar- innar er síðan greint frá niðurstöð- um rannsóknarinnar og þær settar í evrópskt samhengi. Sjaldgæft er að doktorsritgerðir verði fréttaefni í Svíþjóð. Þó var greint frá ritgerð Haralds í nokkr- um dagblöðum og Stokkhólms- háskóli verðlaunaði hana sérstak- lega á liðnu sumri. Andmælandinn, prófessor Gunnar Karlsson, fór og lofsamlegum orðum um ritgerðina bæði við vömina og í ritdómi sem hann birti um verkið í tímaritinu Sögu á síðastliðnu ári. Röng mynd af Dönum Fyrir íslenska lesendur, sem ekki hafa átt þess kost að kynna sér rit Haralds, kann að vera áhugavert að heyra svör hans við nokkmm spumingum er varða rannsóknar- efni hans og niðurstöður. Ég hitti Harald að máli á níundu hæðinni fyrmefndu og lagði fyrst fyrir hann þá spumingu hvort Danir hafí stjómað íslandi eins og nýlendu á 18. öld og hvort sú mynd sem lengi hefði ríkt af einveldisstjóminni, ekki síst verslunareinokuninni, væri rétt? — Nei, sú mynd sem sagnfræð- ingar fyrr á öldinni drógu upp og allur almenningur á íslandi hefur tileinkað sér við lestur skólabóka í sögu er langt í frá að vera rétt. Hins vegar er þessi mynd af kúgun- artilburðum Dana svo gott sem horfín hjá íslenskum sagnfræðing- um í dag. Má í því sambandi benda á verk eftir Loft Guttormsson og ykkur nafnana, þig og Gísla Gunn- arsson, o.fl. Hins vegar gmnar mig að nokkuð sé í það að þessi mynd breytist meðal almennings. Gunnar Karlsson benti á það í andmæla- ræðu sinni að það væri vonandi það athyglisverðasta við bók mína að ég geri grein fyrir því hvemig íslenskt samfélag tók breytingum og þá um leið stjómkerfið. Það má benda á það að þegar samfélag breytist breytist einnig ríkjandi söguskoðun í samfélaginu og það er að mínu mati að gerast á íslandi um þessar mundir. Nýir sagnfræðingar hafa komið fram á sjónarsviðið og setja fram nýjar hugmyndir um fortíðina. Mér finnst ekki rétt að tala um ísland sem nýlendu á 18. öld. fsland var hluti af hinum „gömlu" Norður- löndum sem sameinuðust í þremur konungsríkjum. Staða íslands í Noregsríki á miðöldum var ekki ósvipuð stöðu Gotlands í Svíaríki. Þegar Noregur og ísland síðar féllu undir stjóm Dana eftir Kalmarsam- bandið voru löndin ekki nýlendur, heldur „próvinsur" í Danaveldi. Landeigendur sterkastir — Var staða Noregs og íslands í Danaveldi þó ekki býsna ólík? — Jú, en hér er nauðsynlegt að athuga evrópskar aðstæður, því staða landsvæða í ríkjum Evrópu var harla misjöfn. Einstök land- svæði höfðu mismunandi réttar- stöðu gagnvart miðstjómarvaldinu í ríkinu. Misjöfn staða einstakra héraða í Frakklandi gagnvart mið- stjórnarvaldinu fyrir byltinguna 1789 er þekkt dæmi um þetta. Sum hémð höfðu stéttaþing, en lög og skattheimta vom með ólíkum hætti. ísland hafði ákveðna sérstöðu í Danaveldi en það var ekkert óvenju- legt á þessum tíma. Noregur hafði hins vegar að nokkm leyti stöðu konungsríkis með fáeinar eigin stofnanir og eigin her. Engu að síð- ur hafði yfirstéttin á íslandi betri möguleika til sjálfstæðra ákvarð- ana, þar sem Noregur var í miklu beinna sambandi við miðstjómina í Kaupmannahöfn og tök miðstjóm- arvaldsins á norskum málum því sterkari. Hins vegar hafa rannsókn- ir innan norrænu rannsóknanna um miðstjórnarvald og héraðasamfélög á 18. öld sýnt svo ekki verður um villst að norskir embættismenn og hagsmunaaðilar gátu tekið sér all- mikil völd. — Hveijir réðu þá íslandsmál- um? — Danaveldi var raunverulega fjölþjóðaríki. Stjórnkerfið var þann- ig upp byggt að til var miðstjóm sem var upprunnin úr yfirstéttinni þar sem miðstjórnin var staðsett, þ.e. í Danmörku. Miðstjóminni bar að sjá um yfirstjórn landsvæða innan ríkisins og til þess að það mætti takast varð hún að komast að samkomulagi við áhrifamestu aðila á hveiju svæði. Ef við lítum til íslands má segja að landeigendur á íslandi hafí verið sterkasta aflið í íslensku samfélagi 18. aldar. Rannsóknir mínar sýna að landeig- endur á íslandi bjuggu við eins konar „heimastjóm" á 18. öld. Embættismenn á íslandi komu áberandi oft úr hópi stærstu land- eigendanna og vegna legu landsins höfðu þeir ekki einasta mikil áhrif á innanlandsstjóm, heldur gátu þeir haft mikil áhrif á þær ákvarð- anir sem teknar vom um íslensk málefni í stjómardeildunum í Kaup- mannahöfn. Samkvæmt lögmálum einveldisstjórnar áttu ákvarðanir að koma ofan frá, frá konungi og stjómarstofnunum hans, en íslensk- ir embættismenn lögðu ekki ein- vörðungu fram frumvöi.p um ný lög, lagabreytingar eða framkvæmd tilskipana, sem tillit var tekið til í Kaupmannahöfn, heldur komu þeir iðulega í veg fyrir að lög kæmust til framkvæmda sættu þeir sig ekki við innihald þeirra. Rannsóknir mínar leiddu m.a. í ljós að embættismenn tóku málstað landeigenda gegn leiguliðum, enda vom þeir sprottnir úr stétt landeig- enda og höfðu margir umboð kon- ungseigna á íslandi. Þetta kemur m.a. fram í því að þeir hömluðu því að löggjöf sem landsnefndin fyrri vann að til að auka rétt leigu- liða gagnvart landeigenda kæmist til framkvæmda. Sama gildir um leigukúgildaánauðina á leiguliðum. Landeigendur/embættismenn vom því að þínu mati sterkasti „þrýstihópurinn" á íslandi á 18. öld? Andstaða við Skúla fógeta — Tvímælalaust. Þeir vom helstu ráðamenn þjóðarinnar og þrýstihópur gagnvart stjómvöldum I Kaupmannahöfn. — Höfðu danskir ráðamenn skilning á vandamálum íslensks samfélags á 18. öld? — Hveijir vildu breyta ástandinu á íslandi? — Mikið af umbótahugmyndum kom frá miðstjóminni í anda þeirrar tískustefnu sem einkenndi hag- stjóm í álfunni. Þessi atriði vörðuðu einkum aukið verslunarfrelsi, um- bætur í málefnum leiguliða o.s.frv. Lítill hópur embættismanna á Is- landi undir forystu Skúla Magnús- sonar landfógeta var einnig hlynnt- ur þessari stefnu. Þessi hópur og embættismenn stjómarinnar í Kaupmannahöfn mættu hins vegar öflugum andstæðingum þegar þessi mál bar á góma, þar sem flestir íslenskir embættismenn og jarðeig- endur ásamt einokunarkaupmönn- um snemst öndverðir gegn öllum breytingum er horfðu til fijálsræð- isáttar. Á íslandi hafa lengi ríkt róman- tískar hugmyndir um baráttu Skúla gegn Dönum. Sú mynd sem dregin hefur verið af þessum deilum er að mínu mati mjög röng, þar sem segja má að það hafí verið hinn íhalds- samari hluti íslenskra embættis- manna sem einkum kom í veg fyrir breytingar en ekki dönsk stjómvöld. Þessi embættismannahópur hafði sitt fram, a.m.k. til um 1780, en eftir þann tíma kann að hafa orðið breyting á valdahlutföllum á ís- landi. Það er þó enn sem komið er alveg ókannað efni. Miðstjórnin réð — Hvemig falla niðurstöður þin- ar inn í stærri mynd af ákvarðana- töku og valdahlutföllum á Norður- löndumál8. öld? — Hið mikilvægasta er e.t.v. að rannsóknir mínar sýna að endur- skilgreina þarf og dýpka þann skiln- ing sem lagður hefur verið í hugtak- ið „hið danska einveldi". Þetta höfðu margir haldið að væri nauð- synlegt og það hefur komið glögg- lega fram í niðurstöðum mínum og öðmm niðurstöðum í norræna rann- sóknarverkefninu „Centralmakt och lokalsamhálle", ekki síst í þeim norsku. Danakonungar sem persón- ur tóku ekki ákvarðanir um málefni fjarlægra ríkishluta, eins og Is- lands; það gerði miðstjómin. í Danmörku sjálfri vom tök mið- stjómarinnar á ríkismálefnum betri en á málefnum Noregs og íslands. Öflugustu stéttir í Danmörku vom jarðeigendaaðallinn og kaupmenn í Kaupmannahöfn og þessir aðilar höfðu sterk ítök í ríkisstjóminni. Félagsleg staða bænda í Danmörku gerði það að verkum að pólitísk staða þeirra var veik, en í Noregi var stór hluti bænda sjálfseignar- bændur og bændastéttin mikilvæg- ur þrýstihópur í málefnum er vörð- uðu bændasamfélagið. Borgarar og embættismenn í Noregi höfðu og mikil áhrif á alla ákvarðanatöku. Um stöðu embættismanna á íslandi höfum við þegar rætt. Það má segja að einveldið á íslandi hafí takmark- ast af því að miðstjómin í Kaup- mannahöfn varð að vinna fylgi stór- jarðeigenda til að koma málefnum í framkvæmd. í heild má segja að í þessum þremur hlutum Danaveld- is, sem ég nú hef drepið á, hafi félagslegar aðstæður ráðið meira um pólitískan raunvemleika en formgerð stjómskipunarinnar „ein- veldisins" gerði ráð fyrir. Það má líta á niðurstöður mínar sem dæmi í Evrópusögu. ísland hafði ákveðna sérstöðu innan Dana- veldis, eins og algengt var um önnur landsvæði í öðmm ríkjum. Staða íslands segir því mikið um þróun ákvarðanatöku og framkvæmda- valds í Evrópu á 18. öld. íslenskir lesendur hefðu e.t.v. áhuga á að vita við hvað þú ert að fást núna. Ertu að vinna að rann- sóknum á íslenskri sögu í evrópsku samhengi, eins og áður, eða hefur þú horfíð að öðmm verkefnum? — Sem stendur er ég að kanna sveitarstjórn í Svíþjóð á 19. öld, jafnframt því sem ég kenni við Stokkhólmsháskóla. Erfítt er að fá fasta stöðu við háskóla í Svíþjóð og sú staða sem ég hef nú er tíma- bundin, kennsluálag er mikið og mér finnst ég hafa of lítinn tíma til rannsókna, en það sem ég fæst við á því sviði nú er sem sagt bundið sænskri sögu. — Ertu þá að fullu læknaður af íslandsveimnni, sem þú taldir þig hafa smitast af og ráðið efnisvali þínu til doktorsprófs? — Ég fínn tæplega til sjúk- dómsins lengur, en það er þó aldrei að vita hvort manni slái ekki niður síðar! Þess má að lokum geta að dokt- orsrit Haralds verður fáanlegt hjá Sögufélagi. Viðtal: Gísli Ágúst Gunnlaugsson Myndir: Per Gustafsson Hæstiréttur: Fasteignasali dæmdur í f imm mánaða fangelsi fyrir fjársvik við blaðamennsku, skrifað bók- mennta- og kvikmyndagagnrýni um árabil, ritstýrt bókmennta- tímaritum, leikstýrt kvikmynd- um og fleira mætti eflaust telja. Nú hefur hann um tæplega tveggja ára skeið verið forstjóri hins þekkta danska útgáfufyrir- tækis Gyldendal. Auk bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur Klaus Rifbjerg hlotið fjölmörg verðlaun og margs konar viðurkenningu fyrir bækur sínar. Danska bókakynningin hefst kl. 15 á sunnudaginn og verður þar að venju til sýnis nokkurt úrval danskra bóka sem út komu 1985, og verða þær lánaðar út að kynningunni lokinni. Aðgang- ur að bókakynningunni er ókeyp- is og öllum heimill meðan húsrúm leyfír. (Fréttatilkynning frá Norræna húsinu.) FASTEIGNASALI í Reykja- vík hefur veríð dæmdur í Hæstarétti í fimm mánaða fangelsi og greiðslu sakar- kostnaðar fyrir fjársvik. Héraðsdómi var með stefnu 17. apríl 1985 áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu ákæru- valds til þyngingar Ákæra var gefín út á hendur fasteignasalanum í nóvember 1983. Var honum meðal ann- ars gefíð að sök að hafa fengið kaupendur íbúðar, sem hann hafði milligöngu um að selja, til að afhenda sér víxla að fjár- hæð samtals 350 þúsund krón- ur á þeim forsendum að verið væri að greiða skuld sam- kvæmt kaupsamningi, en fyrir ákærða hafí vakað að nota andvirði víxlanna í eigin þarfír. í dómsorði segir að ákærði skuli sæta fangelsi í fímm mánuði. Ákærði greiði Trésmíðafé- lagi Reykjavíkur 13.806,00 krónur. Einnig greiði ákærði Völdundi hf. 15.305,00 krónur ásamt mánaðarlegum dráttar- vöxtum frá 12. nóvember 1982 til greiðsludags, og skulu vext- ir vera þeir er Seðlabanki ís- lands ákveður hveiju sinni, þó eigi hærri en 5% á mánuði. Ákærði greiði kostnað sak- arinnar í héraði, þar með talin málsvamarlaun eins og þau eru ákveðin í héraðsdómi. Ákærði greiði áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og máls- vamarlaun skipaðs veijanda síns, Amar Clausen hæstarétt- arlögmanns, 15.000,00 krón- ur. ( í \ ) i * í t i 1 I i í í i l I I I ( ( ar c? 4 f * v * » $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.