Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 4
4 MORGljJNBLAÍtt©, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 Borgardómur Reykjavíkur: Stjórnvöld dæmd til end- urgreiðslu gengismunar BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að upptaka gengismunar á ákveðnar sjávarafurðir i kjölfar gengis- fellingar i mai 1983, hafi brotið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um skattheimtu og fái þvi ekki staðizt. Vegna þessa hefur sjávarút- vegsráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs verið gert með dómsorði að endurgreiða Útveri á Bakkafirði 345.666 krónur auk vaxta og málskostnaðar vegna upptöku gengismunar. Dómur þessi var kveðinn upp miðvikudaginn 2. apríl. Upptaka gengismunar nam alls milli 600 og 700 milljónum króna á þessum tíma. Stefnandi, Kristinn Pétursson, eigandi Útvers, telur í stefnu sinni að setning bráðabirgðalaga um upptöku og ráðstöfun 10% gengis- munar af óseldum og ógreiddum ákveðnum sjávarafurðum stangist á við stjómarskrána og sé því ólög- mæt. Helztu rök hans eru að með lagaákvæðinu framselji löggjafinn skattlagningarvald sitt til stjóm- vaida, ríkisstjómarinnar, umfram það sem 40. grein samanber 77. grein stjómarskrárinnar heimili. Ekki sé nægilega skýrt kveðið á í lögunum hveijir skuli sæta upptöku gengismunar né heldur hvemig honum skuli varið, ríkisstjóminni sé látið eftir að ákveða þetta. Ennfremur að með lagaákvæðinu sé brotið gegn 41. grein stjómar- skrárinnar um að heimild þurfí á fjárlögum eða aukaijárlögum til að rikið megi greiða gjald af hendi. Þessi skattur komi alls ekki inn á ijárlög. í lögin skorti nær alveg ákvæði um, hvemig veija eigi skatt- inum. Ekki fái staðizt að skatt- leggja megi borgarana og fá stjóm- völdum féð til fijálsrar ráðstöfunar með þeim hætti, sem gert sé. Með skattinum sé freklega brotið gegn þeirri jafnréttisreglu, sem talin sé felast í 67. grein stjómarskrárinnar með því að aðeins sumum, sem taldir séu hagnast af gengisfellingu, sé gert að greiða gengismun en ekki öðmm. Gengismunur hafí ekki verið tekinn af öllum sjávarafurð- um, ekki af iðnaðarvörum og ekki af eigéndum gjaldeyris. Stefndu kröfðust sýknu af kröf- um stefnanda og meðal raka þeirra var að iðulega hafí það gerzt, að sett hafí verið lög um töku gengis- hagnaðar af birgðum sjávarafurða jafnhliða ákvörðun um gengisfell- ingu íslenzku krónunnar. Það sé því Ijóst, að stefnandi sé að véfengja lögmæti efnahagsaðgerða, sem séu eins og aðrar, sem löggjafinn og stjómvöld hafí áður gripið til og hafí þá aldrei gefíð mönnum tilefni til málsókna á hendur ríkissjóði að því er bezt sé vitað. í dómsorði segir að ekki verði fallizt á þá málsástæðu stefnda, að löng venja hliðstæðra lagaákvæða helgi lagasetninguna, sem um ræðir, en fallizt er á flestar kröfur stefnanda enda ekki talinn ágrein- ingur um fjárkröfur heldur lögmæti upptöku gengismunar. Dómsniður- staða byggist á því, að dómari fellst á röksemdir stefnanda, sem varða óheimilt framsal löggjafans á skatt- lagningarvaldi sínu. Af þeirri ástæðu beri að taka kröfur stefn- anda til greina. Sigríður Ólafsdóttir, borgardóm- ari, kvað upp dóminn og lögmaður Útvers var Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl. Lögmaður ríkisins var ríkis- lögmaður Gunnlaugur Claessen hrl. Morgfunblaðið/öl. K. M. Sportbátafélagið Snarfari hefur nú komið sér upp fiotbryggjum fyrir sumarið í Elliðavogi, en þær bryggj- ur, sem voru þar í fyrra, skemmdust í óveðri á dögun- um. Akranes: Kærir afskipti af prófkjöri Alþýðuflokksins til fógeta — og einnig meintar aðdróttanir stjórnar Sementsverksmiðjunnar í garð bæjarfulltrúa Akranesi. GUÐMUNDUR Vésteinsson bæjarfulltrúi á Akranesi hefur óskað eftir því við bæjarfógetann hér að opinber rannsókn fari fram vegna meintra aðdróttana stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins í garð bæjarstjórnar Akraness, svo og í garð hans sem bæjarfuUtrúa og einnig vegna meintra ólögmætra afskipta nokkurra nafngreindra forráðamanna verksmiðjunnar af prófkjöri Alþýðuflokksins á Akra- nesi um miðjan síðasta mánuð. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem óskað er afskipta dómstóla af framkvæmd prófkjörs stjómmála- Læknadeild háskólans: Dr. Gunnlaug- ur Snædal skip- aður prófessor SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra hefur skipað dr. Gunnlaug Snædal yfirlækni á fæð- ingardeild Landsspítalans prófessor í kvensjúkdóma- og fæðingarhjálp við læknadeild Háskóla íslands. Dr. Gunnlaugur er skipaður frá 1. april, en hefur verið settur prófessor við háskólann frá því í haust. Hann var eini umsækjandinn. „ÞAÐ ER slæmt að Hekla skuli hafa lagt upp laupana en svona hlutir gerast vegna þess að leyfð- ur er óheftur innflutningur á fatnaði frá láglaunalöndunum í Austurlöndum fjær,“ sagði Guð- laugur Bergmann í Kamabæ er leitað var álits hans á þvi að rekstri Fataverksmiðjunnar Heklu á Akureyri skuli hafa verið hætt og innflutningi SÍS á flokks hér á landi. í greinargerð með rannsóknar- beiðni sinni segir Guðmundur m.a. að stjómendur Sementsverksmiðj- unnar hafí hom í síðu sér vegna starfa hans á vegum bæjarstjómar að mengunarmálum á Akranesi. Hann sakar þijá yfírmenn verk- smiðjunnar um að hafa beitt sér gegn kjöri sínu í prófkjöri Alþýðu- flokksins í síðasta mánuði. Vitnar hann m.a. til yfirlýsingar Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra SR, í Skagablaðinu 26. mars um að hann hafí stutt Gísla S. Einars- son, yfírverkstjóra Sementsverk- gallabuxum og úlpum frá Aust- urlöndum í staðinn. Guðlaugur sagði að íslenskir framleiðendur stæðust ekki sam- keppni frá þessum láglaunalöndum. Kostnaðurinn þar væri miklu minni, launin til dæmis aðeins brot af þvi sem hér væri. Hann sagði að iðn- rekendur hefðu oft varað við þessu og lagt til að farið yrði að dæmi Evrópubandalagsins og bandalags- smiðjunnar í prófkjörinu, en Gylfí sé flokksbundinn Sjálfstæðismaður og gegni trúnaðarstörfum fyrir þann flokk. í prófkjörinu hafnaði Gísli S. Einarsson í efsta sæti en Guðmundur Vésteinsson í því þriðja. Hann hefur um sextán ára skeið verið bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins á Akranesi. Þær aðdróttanir, sem Guðmund- ur telur stjóm Sementsverksmiðju ríkisins hafa látið falla í garð bæjar- stjómarinnar, koma fram í bréfí stjómarinnar frá 4. febrúar sl. Þar segir meðal annars: þjóða okkar í EFTA með því að setja innflutningskvóta á innflutn- ing frá láglaunalöndunum. En ráða- menn hefðu ekki skilning á alvöru málsins og virtust bíða eftir að verksmiðjumar færu á hausinn. Hann sagði að öll fyrirtæki í fata- framleiðslu ættu í vandræðum og væri takmörkun innflutnings eina leiðin til að veija atvinnuna sem þau veita. „Haldi bæjarstjómin áfram ósanngjamri kröfugerð á hendur verksmiðjunni á næstu ámm um- fram önnur atvinnufyrirtæki, sem rekin eru í bænum, hlýtur að því að koma að frumframleiðsla henn- ar, gjallbræðslan, verði lögð niður og gjallið flutt inn. Það hefði að sjálfsögðu mjög aivarlegar afleið- ingar fýrir atvinnulífið í bænum ef stór hluti verksmiðjunnar yrði þannig lagður niður. Vegna sam- keppnisaðstöðu á markaðinum gæti það hins vegar orðið óhjákvæmi- legt.“ Anna Kristín Daníelsdóttir. Lést í umferðar- slysi í Kópavogi STÚLKAN sem lést í umferðarslysi á Alfhólsvegi í Kópavogi að kvöldi þriðjudagsins 25. mars sl. hét Anna Kristín Daníelsdóttir til heimilis á Álfhólsvegi 21, Kópavogi. Anna Kristín var fædd 12. júlí 1966. Hún lætur eftir sig unnusta. Guðmundur Vésteinsson segir ennfremur í greinargerð sinni, að í framhaldi af fyrrgreindu bréfí stjómar SR hafí þrír forráðamenn verksmiðjunnar, Gylfí Þórðarson framkvæmdastjóri, Bragi Ingólfs- son efnaverkfræðingur og Gunnar Sigurðsson tæknifræðingur, haft í frammi gróflega íhlutum við undir- búning bæjarstjómarkosninga hér á Akranesi „með því að taka sjálfír þátt .í prófkjöri Alþýðuflokksins, sem fram fór 15. og 16. mars sl. og fengið þar til liðs við sig menn innan og utan verksmiðjunnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir áframhaldandi setu mína í bæjar- stjóm Akraness". Sigurður Gizurarson bæjarfógeti sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að hann teldi víst að hann myndi senda kæmna til ríkissaksóknara til umsagnar og ákvörðunar. Hann kvað líklegt að hann myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfí, sem helgaðist af því að hann væri í stjóm Dómarafé- lags íslands ásamt stjómarfor- manni Sementsverksmiðju rikisins, Ásgeiri Péturssyni bæjarfógeta í Kópavogi. . JG Kært til siða- reglunefndar HLUTAFÉLAGIÐ Akur á Akur- eyri hefur lagt fram kæru til siðanefndar Blaðamannafélags- ins vegna skrifa Helgarpóstsins og umfjöllunar sjónvarpsins um veitingahúsið Sjallann á Akur- eyri. Jón Kr. Sólnes lögfræðingur Akurs sagði að kæran hefði farið áleiðis til siðanefndarinnar skömmu fyrir páskahelgi og bjóst við áliti nefndarinnar síðar í vikunni. „Það liggur ljós fyrir að þessi umfjöllun ijölmiðlanna hefur valdið all miklu fjárhagstjóni enda Sjallinn gerður upp á síðum Helgarpóstsins. “ Verðum að setja á innflutning’skvóta — segir Guðlaugur Bergmann um vanda fataiðnaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.