Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 56
M()R(xl;NBLAt)IF), FlMMTtíDAGUftS. APRTL1986 Minning: Asta Eggerts- dóttir Fjeldsted Fædd 16. desember 1900 Dáin 21. mars 1986 Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted fæddist 16. desember aldamótaárið 1900. Hún ólst að miklu leyti upp hjá ömmu sinni, Helgu Bjamadótt- ur, í Tröð í Bolungarvík. Alla ævi taldi hún sig Bolvíking þó svo að hún ætti heima á ísafirði í meira en hálfa öld. Fólkið í Steinhúsinu; Kamburinn; Drimla; stelpumar sem hún lék sér með, Beta, Sína Sól, Emilía; strákamir sem drógu stelp- umar á hárinu eftir skólaganginum, stóð henni ljóslifandi fyrir hugskot- sjónum alla ævi. Aðeins einu sinni mundi hún til að amma hennar hafi skammað hana. Ásta, klædd sínum bestu fötum, hafði farið út í Rauðamýrina og sett mýrarrauða á svuntu sína. Ásta fór fljótt að vinna. Árið 1914, þegar hún var við fiskbreiðslu út í Bug, minntist hún þess að til fólksins kom maður og sagði frá því að stríð væri skollið á. Á æsku- áranum fór Ásta í kaupavinnu norður í land. í nokkur sumur vann hún á Brandsstöðum í Blöndudal. Alla ævi síðan minntist hún þeirra Norðlendinga og Norðurlands með miklum hlýhug. Nú lá leiðin til Reykjavíkur. Ásta fór að vinna á verkstæðinu hjá Andrési á Laugaveginum. Þar var hún í saumanámi og varð útlærð saumakona, og lærði jafnframt að sníða og sauma karlmannaföt. Árið 1923 vann hún jafnframt á fiskreit- um í Reykjavík og keypti sér saumavéi fyrir vinnuiaunin með því að greiða tvær krónur og fimm- tíu af verði hennar á viku. Síðar átti þessi saumavél eftir að koma í góðar þarfir þar sem hún eignaðist 11 böm með manni sínum, Am- grími Fr. Bjamasyni, ritstjóra og kaupmanni, sem hún giftist á annan íjólum 1923. Ásta kunni allar tegundir sauma- skapar, balderingu, skatteringu, flos, hekl, fyrir utan einfaldari hannyrðir, og notaði sér þessa þekkingu óspart enda veitti ekki af þar sem Amgrímur átti þá 7 böm fyrir af fýrra hjónabandi, og efnin leyfðu ekki að föt væra keypt í búðum. Þau Amgrímur og Ásta settust að í Bolungarvík, en er kreppan skall á fluttust þau búferlum að höfuðbólinu Mýram í Dýrafirði. Þar var auðveldara að afla fæðu fyrir bamahópinn en í Bolungarvík. Þó efnin væra ekki mikil búnaðist þeim vel á Mýram. Þar sem Amgrímur var ritstjóri á ísafirði, lenti búskap- urinn að miklu leyti á Ástu. Hún reyndist góð búkona og hörkudug- leg tii allra verka. Á Mýram var mikið æðarvarpa og tók Ásta ást- fóstri við það og sinnti dúnhreinsun- inni ásamt öðram störfum. Þau Amgrímur og Ásta gátu ekki keypt Mýramar og 1935 fluttust þau til ísafjarðar, þar sem þau keyptu húsið Hafnarstræti 11 og bjuggu þar síðan. Ástu féll þungt að þurfa að skiljast við Mýrar. Búferlaflutn- ingurinn yfir Breiðadalsheiði reynd- ist erfiður enda var þar þá enginn bílvegur. Um haustið eftir komuna til ísafjarðar veiktist hún hastar- lega í nýranum og var um tíma ekki hugað líf. Fljótlega eftir komuna til ísa- fjarðar settu þau Amgrímur og Ásta á stofn verslun á neðri hæð í húsi sínu. Rak Amgrímur verslun- ina til dauðadags með hjálp konu sinnar, en eftir lát hans rak Ásta verslunina ein, en nú síðustu árin bamabam hennar, Sigurður Sig- urðsson. Þó öldrað væri vann hún alltaf öðra hvora í versluninni og síðasta daginn sem hún lifði opnaði hún verslunina og vann þar síðasta morguninn. Ásta var vön að bera sjálf á borð fyrir alla og þjóna til borðs. Þetta gerði hún alla daga því að húsmóðir á svo stóra heimili sem hennar á aldrei frídag. Sjálf mataðist hún síðust allra og þá oft standandi við eldhúsborðið áður en uppþvottur matarílátanna hófst. Hún hafði þá reglu að láta þarfir annarra ganga á undan sínum eigin, sem þýddi í reynd að oft liðu mörg ár án þess að hún keypti nokkuð fyrir sjálfa sig. Fjárráðin vora takmörkuð en munnamir margir að metta. En Ásta var auðsæl og í meðferð fjár átti hún sér engan jafningja, enda þurfti hún mjög á þessum eðliskost- um að halda. Þegar leið á ævina fór Ásta að finna fyrir slitgigt í hægri mjöðm. Með áranum ágerðust þessi veik- indi. Hún var lögð inn á Landspítal- ann. Aðgerðin heppnaðist vel, en eftir hana fékk Ásta heiftarlegt hjartaáfall svo að um tíma var henni ekki hugað líf. Þó að hún væri hátt á áttræðisaldri var lífskraftur henn- ar slíkur að hún hjamaði við og komst um síðir aftur til heilsu. Að sjálfsögðu var henni bragðið, en innra þrek hennar var með öllu óbugað. Eftir þetta þurfti hún nokkram sinnum að fara á Sjúkra- húsið á Isafirði. Hún var alltaf fljót að ná sér og innilega þakklát því fólki sem annaðist hana af alúð og kærleika. Þar sem þessi hjartaáföll bar alltaf brátt að, mæddi mest á dóttursyni hennar, Sigurði Sigurðs- syni, sem þá eins og jafnan, sá um að hún kæmist á sjúkrahúsið og annaðist hana þegar heim var komið. Það var Ástu mikil gæfa að geta dvalist á eigin heimili síð- ustu árin og dóttursonur hennar, Sigurður, reyndist henni stoð og stytta í hvívetna. „Ég er ung, inni í mér“, var hún vön að segja. Og víst er um það að þó hún væri á áttugasta og sjötta aldursári þegar hún lést var sjón hennar, heym og minni í full- komnu lagi og hún naut þess að hlusta á útvarpið, horfa á sjónvarpið og lesa blöð og bækur. Þá veittu barnabarnabömin, sem vora heima- gangar, henni ómælda ánægju. Hún hafði búið sig vandlega undir dauð- ann. Eins og fyrir öðram stórat- burðum hafði hana dreymt fyrir honum. En hversu vel sem maður er undirbúinn er stundin alltaf óviss. Ásta dó snögglega, þegar hennar stund kom, og þannig hafði hún einmitt óskað sér að deyja. Hugur Ástu stóð alla ævi til lista. Hún lærði að spila á orgel hjá Jón- asi Tómassyni, tónskáldi. Hún var sérstaklega vel að sér í íslenskum skáldskap. Hún kunni fjölda kvæða og vísna utan bókar og kvæði Davíðs Stefánssonar kunni hún svo að segja öll. Eitt sinn var hún á skemmtiferð ásamt fleira fólki og kom við í Herdísarvík. Hlín hleypti engum ferðamönnum inn í hús skáldsins. Ásta bað bflstjórann að beija að dyram. Um leið og þær Hlín heilsuðust hvíslaði Ásta nokkr- um ljóðlínum að Hlín. í þetta eina skipti fengu allir að ganga um húsið og virða fyrir sér uppbúið rúm skáldsins. Á skemmtunum var hún oft fengin til að lesa upp kvæði og er mörgum lestur hennar eftir- minnilegur, enda kom skarpur skilningur hennar á efni kvæðanna fram í lestrinum, t.d. í Sálinni hans Jóns míns. Hún starfaði í kven- félaginu og lék oft fyrir það. Einnig vann hún mikið fyrir Slysavarnafé- lagið og var fulltrúi á slysavama- þingum. Það kom í hennar hlut að flytja aðal hátíðarræðuna á Hótel Borg þegar björgunarskútan María Júlía kom til landsins. Þá eins og jafnan talaði hún blaðalaust, enda áleit hún að það sem kæmi frá hjartanu ætti greiðasta leið ti! hjartnanna. En þó að félagsstörf veittu henni mikla ánægju var það þó leiklistin sem átti hug hennar og hjarta. Það var hlutskipti hennar að eignast mörg böm og ala enn fleiri upp. En hefði hún sjálf mátt ráða hefði hún orðið leikkona. Á ísafirði lék hún í mörgum leikritum, oftast stór hlutverk. Venjulega kunni hún hlutverk sitt nokkum veginn þegar á fyrsta samlestri. Þar sem börnin vora mörg og þau Amgrímur höfðu ekki efni á að hafa vinnukonu, má vera Ijóst að tómstundir Ástu vora ekki margar. Húsinu Hafnarstræti 11 fylgir þvottahús og þar lærði Ásta hlutverkin, yfir þvottabalan- um. Allt greri í höndunum á Ástu. Hún stundaði garðrækt á ísafirði, og eftir síðari heimsstyijöldina keypti hún Gvendareyjar á Breiða- firði. Þar dvaldi hún á sumrin með yngstu bömum sínum og síðar bamabömum. í Gvendareyjum hjálpuðu henni Brokeyjarbræður, miklir öðlingar og höfðingsmenn, em alla aðdrætti. í Gvendareyjum eins og alls staðar annars staðar eignaðist hún góða granna. í Gvendareyjum vann hún við hey- skap, hreinsaði dúninn og ræktaði garða og tré, sem var hennar yndi. Hún hafði ánægju af því að vinna í moldinni, finna fijómagn jarðar- innar milli fingra sér. En hún ræktaði ekki aðeins jarð- argróða. I verslunina komu til hennar bæði karlar og konur til að ræða vandamál sín. Uppburðarlitl- um stúlkum, sem áttu í erfiðleikum með að feðra böm sín, gat Ásta hjálpað af því að hún var óhrædd við að tala við yfirvöldin. Þar sem heimili hennar sjálfrar var mann- margt, þekkti hún af eigin raun flest það sem hendir í lífinu. Af þessum sökum og líka vegna skarprar greindar átti hún mjög gott með að ieiðbeina fólki á erfið- um stundum í lífi þess. Hún þekkti fólkið og aðstæður þess og réði því heilt. Þó að hún ætti lífsafkomu sína undir verslunarrekstri var það ailtaf fólkið sjálft sem hún hafði áhuga á, en ekki hvort það keypti nokkuð eða ekkert. Hún hafði gaman af að spjalla við fólk, enda sýndi það henni vináttu sína á móti. Ásta átti marga ketti og hrafna sem áratugum saman hafa sett svip sinn á bæinn. Oft gaf fólk henni fiskmeti fyrir kettina og dæmi vora þess að ungir sjómenn gæfu henni Maríu- fiskinn sinn. Ásta var berdreymin. Til dæmis dreymdi hana þegar hún var á Mýram fyrir allri ævi sinni á ísafirði. Árið 1900 dreymdi móður hennar, Ríkeyju Jónsdóttur, þá er hún gekk með Ástu, að hún sá óvanalega ljósadýrð. Það voru 12 hjörtu allavega lit og eins og þráður á milli þeirra, mislangur. 45 áram síðar segir hún við dóttur sína, sem þá er gestkomandi hjá henni: „Eg ræð þennan draum fyrir bömunum þínum, en þú átt eftir að eiga það tólfta." „Kemur ekki til mála,“ segir Ásta. En þegar hún er 55 ára eign- ast hún dótturson, Sigurð Sigurðs- son, sem ólst upp við hlið afa síns og ömmu til 7 ára aldurs, en síðan hjá ömmu sinni einni. Líf Ástu einkenndist alltaf af harðri lífsbaráttu. Megin ævistarf hennar var að ala upp böm, standa fyrir heimili og reka verslun. Hugur hennar sjálfrar stóð þó ávallt fyrst og fremst til skáldskapar og leiklist- ar. En lífsbaráttan hélt alltaf óvæg- in áfram. Árið 1983 úthlutaði bæj- arstjóm ísafjarðar eignarlóðinni undir húsi hennar að henni for- spurðri. Eitt af hennar síðustu verkum var að áfrýja því máli til Hæstaréttar. Ásta dó eins og hún hafði lifað, í baráttu. Amgrímur Amgrímsson í dag verður kvödd frá ísaflarð- arkirkju heiðurskonan Ásta Egg- ertsdóttir Fjeldsted. Hún lést þar í bæ 21. mars sl. en var fædd í Hnífs- dal 26. febrúar árið 1900. Við fráfall þessarar gáfuðu konu hrannast upp góðar minningar frá ísaQarðaráram mínum, en hana hef ég þekkt í hálfa öld eða lengur og aðeins að góðu einu. Við voram nágrannar í um þijá- tíu ár og fór ætíð vel á með okkur. Ásta giftist Amgrími Friðriki Bjamasyni ritstjóra og kaupmanni 26. des. 1923 og átti með honum ellefu böm, sem öll lifa móður sína nema elsti sonurinn, Guðmundur, sem lést fyrir nokkram áram. Öll þessi böm ól hún upp og kom vel til manns, þar að auki gekk hún í móður stað sjö bömum Amgríms af fyrra hjónabandi. Ekki gerði hún mun á þeim og sínum eigin bömum, öll vora þau henni jafn kær. Ekki lét hún sig heldur muna um að ala upp dótturson sinn, Sigurð, sem er eina bamið búsett á ísafirði. Hefur hann tekið við verslun hennar og rekið af miklum myndarskap. Hann hefur launað henni uppeldið, með að vera hennar stoð og stytta er aldurínn færðist yfir. Ásta var kvenskörungur, dugn- aðarforkur, auk þess að ala upp öll þessi böm og sjá um sitt stóra heimili vann hún alla daga í verslun þeirra hjóna, og að mestu leyti ein eftir að hún missti mann sinn, en Amgrímur lést haustið 1962. Þá tók hún einnig þátt í ýmsum félögum á ísafirði og starfaði í þeim af heilum huga, það var ekkert kák ef hún tók eitthvað að sér. Var henni margt til lista lagt, hún lék í leikritum, las upp á skemmtunum og ógleymanlegt er þegar hún flutti allt kvæðið um Helgu Jarlsdóttur utanað. Asta var hafsjór af fróðleik. Enda hljóp ég oft yfír til hennar, það var hressandi og fróðlegt, stundum var líka drakkinn kaffisopi í herbergi inn af búðinni. Eftir að ég flutti suður og átti leið vestur, leit ég alltaf við hjá henni, og alltaf var hún eins, enda tryggur vinur vina sinna. Ekki gerði hún víðreist, enda nóg að gera heima fyrir. Fór samt nokkram sinnum suður á Breiða- Qörð og dvaldist þá í Gvendareyjum sem þau áttu. Kom hún þá ætíð endumærð og hressari heim, þrátt fyrir mikla vinnu þar. Ásta verður minnisstæð öllum sem þekktu hana og söknum við hennar mjög. Hún stóð sig sem hetja, hugsaði um sig og sitt heim- ili sjálf, alla tíð fram að því síðasta, að hún hné niður og var öll. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, er aðeins eftir að kveðja og þakka fyrir öll góðu gömlu árin heima á ísafirði og kynni mín af henni. Öllum hennar bömum votta ég einlæga samúð og bið henni guðs- blessunar. jbj Látin er á Ísafirði Ásta Eggerts- dóttir Fjeldsted eftir langa og stranga ævi. Ásta var einn fulltrúi þeirrar kynslóðar sem mátti þola ýmislegt sem okkur nútímafólki þykir næstum ótrúlegt. En margt af þessu fólki býr yfir ýmsum kost- um sem okkur skortir í dag. Ásta var einstök manneskja. Ég kynntist henni fyrir tæpum tíu áram, þegar ég fluttist til ísafjarðar með dóttursyni hennar, Sigurði Sigurðssyni. Það tók mig mörg ár að kynnast henni. En eftir því sem kynni okkar urðu meiri og nánari, lærði ég að meta hana og virða. A seinni árum voram við Ásta góðir félagar. Ásta var skapmikil kona og gat verið stóryrt og hvöss. Ég held að mörgum hafi staðið stuggur af henni. Hún var mjög hreinskiptin og var ófeimin að segja meinmgu sína, við hvem sem var. En Ásta var 'sk^rtiárititéjaf' ‘dg !itrík! kona og var hægt að fyrirgefa henni margt þess vegna. Ásta var ekki allra og gat verið erfitt að gera henni til hæfis. En einmitt vegna þess hve sérvitur hún var, gerði hana ólíka öllum öðram. Það var mjög gaman að tala við Ástu, enda var hún vel greind og óvenju minnug. Minnið var ekki neitt farið að gefa sig, þrátt fyrir háan aldur. Ásta hafði frá mörgu að segja af viðburðaríkri ævi, enda sagði hún mjög skemmtilega frá. Ásta var sístarfandi og sat hún aldrei aðgerðarlaus, enda var hún því ekki vön. Hún hafði fengið að vinna meira en nóg í gegnum ævina. Ásta eignaðist 11 böm, auk þess að taka að sér 7 böm eiginmanns síns, Amgríms Fr. Bjamasonar. Amgrímur var ekkjumaður þegar þau giftust, en þá var Ásta aðeins tvítug. Á sextugsaldri tók hún síðan að sér dótturson sinn, Sigurð Sig- urðsson, og ól hann upp. Mörgum þætti þetta víst ærið lífsstarf, en jafnhliða bamauppeldinu rak hún verslun ásamt manni sínum. Einnig tók hún mikinn þátt í margs konar félagsstarfsemi hér á áram áður. Ásta var gerð að heiðursfélaga í Slysavamafélagi íslands, Kven- félaginu Ósk og í Fuglavemdunar- félagi íslands, fyrir að koma þremur amarangum upp í Gvendareyjum. En í Gvendareyjum á Breiðafírði hafði Ásta oft dvalið sumarlangt og átti hún góðar minningar þaðan. Ásta hafði gaman að leiklist og lék hún talsvert með leikfélaginu hér á ísafírði. Sérstaklega var hún rómuð fyrir flutning sinn á ljóðum, sem hún flutti alltaf blaðalaust. Ásta var mjög bamgóð og er ég henni innilega þakklát fyrir hve góð hún reyndist bömunum mínum. Hún vildi allt fyrir þau gera. Þegar mér fínnst ég hafa mikið að gera með mín þijú böm, er mér oft hugsað til Ástu.með sinn stóra bamahóp. Hvemig komst hún yfir að gera allt þetta? Ég held það hafí ekki verið hægt, nema með ótrúlegum dugnaði Ástu og ósér- hlífiii. Ásta hafði lengi búið ein, en hún varð ekkja fyrir 24 áram. Sá hún um sig sjálf, meira af vilja en mætti. Hún vildi ekki heyra minnst á að fara á elliheimili, enda held ég að það hafi ekki átt við hana. Á heimili sínu var hún í sínu rétta umhverfi, með allt sitt í kringum sig. Þar var hún sinn eigin herra, en það átti líka best við hana. Hún eyddi tíma sínum helst í lestur og hannyrðir. Einnig hlustaði hún mikið á útvarp. Ég og fjölskylda mín söknum hennar sárt. Við höfum misst mikið, sem ekkert getur komið í staðinn fyrir. í mínum huga verður ísaljörð- ur aldrei sami góði staðurinn, þegar Ásta verður ekki hér. En minningin_ um stórbrotna, mikla og góða konu mun lifa. Blessuð sé minning henn- ar. Áslaug Jóhannsdóttir Mikið verður tómlegt að koma til Ísaíjarðar án þess að heyra í ömmu. Heyra öll blæbrigði raddar- innar og dillandi hláturinn. Heyra sérstæðan orðaforða og málnotkun hennar. Já, það verður tómlegt að geta ekki tekið upp símann, hringt í hana og spjallað um heima og geyma. Amma Ásta lést á heimili sínu, Hafnarstræti 11, þann 21. mars. Ég veit að margir syrgja ömmu, en þeim til nokkurrar huggunar vil ég segja, að hún kvaddi þennan heim eins og hún vildi. Amma var við sæmilega heilsu fram á síðasta dag. Þær era sjálfsagt ekki margar búðadömumar sem afgreiða í versl- un 85 ára gamlar, en það gerði amma. Hver og einn hefur auðvitað sínar minningar tengdar þessari miklu konu. Það er erfitt að gera sér í hugarlund líf hennar. Tímamir hafa breyst það mikið. Þó er mér ýmis- legt minnisstætt sem hún sagði mér. Amma var á 20. ári þegar hún tók við heimili afa heitins. Hann var þá ekkill með 7 böm á aldrinum 2—13 ára. Þau áttu 11 böm saman. Hún sagði mér að einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.