Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 38
38<!J JÍflqA .£ ÍJUOACIUTMMiq .GlgAJaMUOHOM .GUH3.ÁPRÍL1986 MÖRGUNK —i----- AF ERLENDUM VETTVANGI Hrakfarir íraka o g fall Faw-tanga STYRJÖLD írana og íraka við botn Persaflóa hefur nú staðið í hálft sjötta ár, og með tímanum hafa stöðugar fregnir af átökum og miklu mannfalli vakið minnkandi athygli umheimsins. En eftir að írönum tókst í fyrra mánuði að hertaka fenjasvæði Faw- tangans á suð-austurhorni íraks hafa átökin fengið á sig nýja mynd. Átökin um Faw, sem íranar halda enn þrátt fyrir ítrekaðar tílraunir íraka til að hrekja þá á brott, hafa mikla hernaðarlega þýðingu. Tanginn sjálfur er ekki ýkja mikilvægur. Hitt hefur mikið að segja hvað átökin leiða í ljós varðandi bardagagetu íraks- hers og hvaða áhrif þau hafa á baráttuvilja íraka. Þetta hefur enn ekki komið í Ijós, en þó virðist engin yfirvofandi hætta á því að her íraks eða landsmenn séu að láta bugast af stöðugum þrýstingi Irana. Fréttimar frá vígstöðvunum hafa verið írökum heldur dapurlegar. Sókn Irana yfir Shatt-al-Arab fljótið sýndi að hershöfðingjar þeirra eru hug- myndaríkari en starfsbræður þeirra í írak, sem virðast ekki aðeins rígbundir þeirri hugsjón að heyja vamarstríð, heldur einn- ig þunglamalegri og staðnaðri túlkun Rússa á þeim stríðrekstri. Iranir hafa einnig staðið sig af- burða vel á öðru sviði: þeim hefur tekizt snilldarlega vel að halda opnum samgönguleiðum til hem- umda svæðisins á Faw-tanga þótt Shatt fljótið sé 800 metra breitt og þar gæti sjávarfalla svo að þriggja metra munur er á vatns- borðinu milli flóðs og fjöru. írakar sökkva í fenin Þótt írakar eigi sex sinnum fleiri herflugvélar en andstæðing- urinn hefur þeim ekki tekizt að stöðva flutningana yfír fljótið. írönum hefur verið fært að halda uppi samgöngum yfír fljótið, aðallega að næturlagi, með því að koma sér upp flotbrúm, göngu- brúm og mikium flota smábáta, sem þeir fela meðan bjart er. Hefur Irönum þannig reynzt fært að flytja liðsauka og vistir til þeirra 30.000 hermanna sem halda hemumda svæðinu. Sumar bestu hersveitir íraka, eins og bryndrekasveitir úr varð- liði forsetans, hafa verið sendar gegn írönum á Faw undir stjóm nokkurra þekktustu hershöfðingja íraks. En til þessa hafa gagnárás- ir íraka bókstaflega sokkið í fenin við vamarlínu Irana í flötu vot- lendinu um átta kílómetmm frá rústum bæjarins Faw. Ætli hershöfðingjar íraks að hrekja Irani úr vel búnum vamar- stöðvum þeirra verða þeir að beita fótgönguliði. En þá óar við þvi mikla mannfalli sem af því hlyti að leiða. Þeim fínnst hlutfallié milli fallinna írana og íraka nú þegar nógu óhagstætt, en senni- lega hafa átökin kostað 10.000 Irani og 5.000 Iraka lífíð. Á ný má nú sjá svarta sorgarfána blakta framan við heimili og bænahús Iraka. Þeir hafa til þessa komizt hjá því að beita fótgöngu- liði af fullum krafti í þeirri von að árangur náist með því að beita fallbyssum, sprengjuvörpum og eldflaugum. En votlendið á tang- anum dregur úr áhrifum þessara vopna, og ekki batna skilyrðin nú í apríl þegar snjór tekur að bráðna í norðri, vöxtur hleypur í fljótið og vatnsborðið hækkar í mýrlend- inu. Þetta eykur ótta íraka við að þeim takist ekki að hrekja Irani af tanganum. En sjálfhelda á Faw-tanga þýðir í raun ósigur fyrir íraka. Örvænting í írak Sókn írana hefur rofíð við- kvæma sálræna fyrirstöðu. Shatt fljótið markar ekki aðeins landa- mæri tveggja ríkja, heldur skilur það á milli óskyldra kynstofna, tungumála og þjóðfélagshátta. Það kemur því ekki á óvart að Saddan Hussein haldi því fram að hrekja verði innrásarher írana á brott „hvað sem það kostar". En hefur sókn írana yfír Shatt fljótið grafíð undan baráttuvilja íraka? Reyndin er sú að þrátt fyrir frekar óhugnanlegar fregnir frá vígstöðvunum virðist baráttu- hugur íraka óbugaður. Tilhugsun- in um sigur írana, sem fylgdi stofnun íslamsks lýðveldis undir forsjá írans og stjóm túrban- búinna trúarleiðtoga, skelfír íraka> úr báðum fylkingum múhameðs- trúarmanna, súnníta og sjíta. Það væri ekki aðeins ríkisstjóm íraks sem yrði steypt af stóli ef íran færi með sigur af hólmi; samfélagi Iraka yrði einnig kollvarpað. Viljinn til að beijast áfram stafar ef til vill af örvæntingu; en örvæntingin hefur áður leitt til sigurs í styijöldum, eða komið í veg fyrir ósigur. Þessvegna er stjóm Saddams Husseins ekki í neinni bráðri hættu. Fall hans og sú sundrung sem því fylgdi yrði til þess eins að hleypa inn „Pers- unurn" fjandsamlegu. Fjölmennur her Á öðrum vettvangi hafa írakar gildari ástæður til bjartsýni. Þeir virðast hafa náð að vinna bug á einum helzta hemaðarveikleika sínum: mannfæðinni. Þótt íranir séu um þrefalt fleiri, hafa írakar nú komið sér upp einnar milljónir manna her í 30 herdeildum með almennri herkvaðningu, og eru allir karlar, frá unglingum til miðaldra manna, skyldir að gegna herþjónustu um ótiltekinn tíma. Helmingurinn er í fastahemum, hinir í þjóðvarðliðinu. Þótt her- menn þjóðvarðliðsins séu ekki taldir sýna jafn mikið hugrekki og þjóðvarðliðar Irana, Pasdaran (byltingar-varðsveitimar) og Basij (ungir verðandi píslarvott- ar), eiga írakar ekki lengur við jafn mikið ofurefli að etja. í stað írönsku karlanna, sem kvaddir hafa verið í herinn, hafa komið til starfa í sveitum og bæjum um 1,5 milljón erlendra verkamanna aðallega frá Egypta- landi og Súdan, auk íranskra kvenna. Þátttaka írösku kvenn- anna í atvinnulífínu hefur mjög auðveldað stríðsteksturinn. Hún hefur einnig valdið hálfgerðri þjóðfélagsbyltingu. Ef nahagslegt tjón Sfyijöldin hefur skaðað efna- hag íraks, þótt enginn viti í hve miklum mæli. Fljótt á litið er það lítt áberandi að baki víglínunnar. Uppbyggingunni er haldið áfram: ný hús, betri vegir, nýjar virkjun- ar- og vatnsveituáætlanir. Mikið af þessum framkvæmdum eru í námunda við Basra, en þar búa aðallega sjíta múhameðstrúar- menn, sem íranir hafa um langt skeið og reynt árangurslaust að fá til að snúa baki við yfírvöldum í Bagdad. Einnig er mikið um nýbyggingar í höfuðborginni sjálfri þar sem sjást færri um- merki styijaldarinnar en í Teher- an. Fyrir fjórum árum var skortur á fjármagni í írak ekki síður en á mannafla. En í fyrra juku írakar olíuflutning sinn um olíuleiðslur til hafna í Tyrklandi og Saudi Arabíu, og er útflutningurinn nú 1,6 milljón tunnur á dag. Verð- fallið á olíu hefur að sjálfsögðu dregið verulega úr þessum út- flutningstekjum. En á næsta ári mun útflutningsgeta íraks aukast um 500.000 tunnur á dag til við- bótar vegna nýrrar olíuleiðslu sem verið er að leggja um Tyrkland. Irakar reikna með því, sennilega með réttu, að þeir geti áfram reitt sig á fjármagn frá þeim tveimur Arabaríkjum, sem stutt hafa þá Qárhagslega til þessa, Kuwait og Saudi Arabíu. Stuttu eftir árás írana á Faw endumýjuðu þessi tvö Arabaríki við Persaflóa fyrir þriggja ára samkomulag sem fel- ur í sér að þau veita írökum andvirði 350.000 olíutunna á dag. Saddam Hussein forseti er sann- færður um að Kuwait og Saudi Arabía hræðast íranskan sigur jafn mikið og hann gerir sjálfur. Þegar íranir hertóku Faw gengu sum ríkin og furstadæmin við Persaflóa jafnvel svo langt að þau hylltu Irak sem forusturíki Araba- þjóðanna. Sýrland er svo til eina Arabaríkið sem heldur áfram stuðningi við íran þrátt fyrir fyrri fyrirheit um að endurskoða af- stöðu sína ef svo færi að íranir legðu undir sig arabískt land- svæði. Allt þetta lítur vel út á pappím- um. En það hefur í engu breytt þeirri óbifanlegu ákvörðun íraka að ný sókn sé nauðsynleg. Þess- vegna er það að Irak, sem getur státað af styrkleika á mörgum sviðum vildi leggja mikið í sölum- ar fyrir sigur á Faw-tanga til að sanna þann styrk. (Hcimild: The Economist) Vetrarkyrrð við Búðarána á Húsavík. Morgunblaðið/Þórhallur Mikíll snjór á Húsavík Húsavík. VORVERKIN vom hafín á Húsavík í vikunni fyrir páskahretið og má segja að útivinnan hafí byijað mán- uði fyrr en áformað var. Eftir hina miklu fannkomu í dymbilviku er hins vegar útlit fyrir að þau þurfí að bíða síns tíma. Á meðfylgjandi myndum sést hve mikill snjór er á staðnum. — Fréttaritari Morgunblaðið/SPB Snjóruðningstæki hafa mikið verið notuð á Húsavík síðan fyrir páska og viða hefur verið rutt upp stónun haugum. Kjördagar sveitar- stjórnarkosninga ÁKVEÐIÐ mun vera, að kosið verði laugardag 31. mai 1986 í kaupstöðum og hreppum, þar sem V< íbúanna eru búsettir í kauptúni, og að i öðrum hreppum verði kosið laugardag 14. júni 1986. Hér fer á eftir skrá yfir þá hreppa, þar sem a.m.k. a/< íbú- anna eru búsettir í kauptúni, samkvæmt bráðabirgðaíbúa- tölum Hagstofunnar 1. desember 1985, sem hér verður að miða við, þvi að endanlegar ibúatölur liggja ekki fyrir fyrr en um mitt sumar: Hafnahreppur Miðneshreppur Gerðahreppur V atnsleysustrandarhreppur Bessastaðahreppur Mosfellshreppur Borgarneshreppur Neshreppur utan Ennis Eyrarsveit Stykkishólmshreppur Patrekshreppur Tálknafj arðarhreppur Suðurflarðahreppur Þingeyrarhreppur Flateyrarhreppur Suðureyrarhreppur Súðavíkurhreppur Hólmavíkurhreppur Hvammstangahreppur Blönduóshreppur Höfðahreppur Hofsóshreppur Hríseyjarhreppur Raufarhafnarhreppur Þórshafnarhreppur Egilsstaðahreppur Reyðarfjarðarhreppur Búðahreppur Stöðvarhreppur Búlandshreppur Hafnarhreppur Hvolhreppur Stokkseyrarhreppur Eyrarbakkahreppur Hveragerðishreppur Ölfushreppur. í öllum öðrum hreppum verður kosið 14. júní 1986. Kjörskrá skal leggja fram tveim- ur mánuðum fyrir kjördag, þ.e. hinn 1. apríl 1986 í kaupstöðum og þeim hreppum, þar sem kjördagur er 31. maí (en 31. mars er annar páska- dagur), en hinn 14. apríl 1986 í hreppum, þar sem kjördagur er 14. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.