Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 48 Sigríður Eiríksdótt- ir hjúkrunarkona um aðild aftur í ICN og lofað að tala máli þeirra. Þegar til kom sótti líka hjúkrun- arfélagið í Taiwan um að komast í alþjóðasambandið. í Taiwan félag- inu voru margar þeirra er flúðu frá meginlandinu og tóku þá með sér öll félagsskjölin. Þær töldu sig vera einu rétthafa til aðildar, en aðeins eitt félag frá hveiju landi gat fengið aðild að alþjóðasamtök- unum. I stuttu máli sagt, beið Sigríður, þrátt fyrir skelegga bar- áttu, lægri hlut í þeim átökum er _ urðu um þetta mál. Málinu var frestað og nokkrum árum síðar varð Taiwan félagið fullgildur meðlimur en það þyrfti lagabreyt- ingar ef kínverska hjúkrunarfélagið í Peking ætti líka að fá aðild. Margir harma að svona skyldi fara og hafa á ýmsan hátt reynt að bæta samskiptin. Annað og verra áfall fyrir kín- verska hjúkrunarfélagið varð svo menningarbyltingin. Af eigin kynn- um veit ég hversu yfírþyrmandi viðreisnarstarf bíður hinnar tiltölu- legu fámennu hjúkrunarstéttar, sem vantar næstum allt nema vilja, hugsjónir og kærleika. Þegar Sigríðar er minnst get ég ekki stillt mig um að nefna það, sem svo lengi hefur iegið mér á hjarta, en það er að fá hjúkrunar- fræðinga til að safíia og gefa kín- verska hjúkrunarfélaginu nýjar eða notaðar kennslubækur í hjúkrunar- fræði á ensku eða styðja það á annan hátt. Meðan Sigríður var formaður var þó nokkrum sinnum safnað fé og fatnaði til aðstoðar starfssystrum í nágrannalöndum. Þá var alltaf vel brugðist við svo aðummunaði. Prófessor Finnbogi Rútur Þor- valdsson, eiginmaður Sigríðar, reyndist okkur samstarfskonum hennar traustur vinur, sem við ætíð minnumst með hlýhug. Þótt hjúkrunarmálefni hafí verið fyrirferðarmikii á heimili þeirra hjóna, fór því víðsfjarri að áhrifín væru nokkuð þrúgandi, því Qöl- skyldan öll átti svo mörg og fjöl- breytileg áhugamál. Sjálf hafði Sigríður mikla ánægju af blóma- rækt og allri garðvinnu, hannyrð- um, las um allt milli himins og jarðar, fór mikið á tónleika og í leikhús og átti góða og trygga vini. Það ríkti gleði á heimili þeirra hjóna vorið 1952 og fram eftir sumri. Það var líka full ástæða til þess. Yngra bam þeirra hjóna, Þorvaldur, varð stúdent þá um vorið, Vigdís var komin heim frá námi sínu í Frakk- landi og fulltrúafundur SSN sem haldinn var 27. júní til 5. júlí þ.á. í Reykjavík hafði heppnast mjög vel. En þá kom sorgin inn á heimilið er fjölskyldan missti drenginn sinn hugljúfa og glæsilega. Sigríður varð aldrei söm eftir það. Hún gat að vísu tekið þátt í gleði annarra, en alla tíð síðan yfírskyggði harmur allar aðrar tilfinningar. Þó vissi ég að þeim hjónum fannst þau hafa þegið miklar lífsgjafír og var sú hin besta að eiga dótturina, en bæði töldu að gott hjartalag væri hennar allra mesti kostur. Það var okkur vinum Sigríðar ávinningur að fá að eiga samleið með henni. Páll postuli talar um dauðann sem ávinning. Með hvort tveggja í huga samhryggist ég Vigdísi og Ástríði dóttur hennar, vegna aðskilnaðaríns. Um leið samgleðst ég þeim við Ieiðarlok með lokaorðin í sálmi JJ. Smára í huga, „Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin." María Pétursdóttir í önnum hversdagsleikans er tíminn svo ótrúlega fljótur að líða og þegar litið er til baka skynjar maður löngu liðna atburði eins og þeir hefðu gerst í gær. Þannig varð mér innanbijósts þegar ég frétti af andláti frú Sigríðar Eiríksdóttur. Þrátt fyrir að rúm þrettán ár séu liðin frá því við hittumst fyrst fínnst mér svo ótrúlega stutt síðan. Ég var svo lánsöm að fá að njóta samvista við Sigríði um nokkura ára skeið þegar ég bjó ásamt eigin- manni og ungum syni í húsi Sigríðar að Aragötu 2 hér í borg. Ég hafði þá nýlega ráðið mig til starfa hjá Vigdísi dóttur hennar sem ráðskona og dagmanna Ástríðar dóttur henn- ar. Það fór því ekki hjá því að við Sigríður kynntumst og þau kynni áttu eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt. Hún vakti hjá mér sjálfstraust og víðsýni og miðlaði mér af reynslu sinni og þekkingu á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Sigríður var einstaklega greind kona og víðlesin og oft eyddum við löngum stundum við spjall um hin margvíslegu mál- eftii og var hún þá jafnan óspör á skoðanir sínar. Þar bar hæst andúð hennar á stríðsrekstri og hemaðar- brölti og einlægur áhugi á friði, sátt og samlyndi manna og þjóða í milli. Ég minnist þess að einhveiju sinni rak hún augun í leikfangabyssu sem sonur minn handlék. Með rökfestu en þó nærgætni skýrði hún fyrir mér hvaða áhrif slík leikföng gætu haft á bömin okkar og eftir það hef ég sniðgengið stríðsleikföng. Sigríður var ótrúlega framsýn kona sem lýsti sér e.t.v. best þegar hún umgekkst lítil böm. Auk þess að vera mjög bamgóð lagði hún sig fram við að kenna þeim góða siði og var iðin við að leiðrétta þau og kenna þeim þannig rétt málfar. Hún gerði sér far um að kynnast ungu ókunnu konunni í kjallaranum og sýndi áhuga á því sem þar gerðist og hafði einstakt lag á að láta fólki líða vel í kringum sig. Hún varð okkur því meira en húsráðandi — hún var jafnframt sannur vinur og félagi. Þrátt fyrir að sextíu ár hafi skilið okkur að fann ég aldrei fyrir kynslóðabilinu margumrædda. Sig- ríður hafði kímnigáfu sem fáum er gefín og sá jafnan björtu hliðar tilverunnar. Hún var hnyttin í til- svömm og það var oft hreinasta unun að heyra hana segja frá og þá var jafnan hlegið dátt í hlýlega eldhúsinu á Aragötunni. Þannig minnist ég Sigríðar — greind, virðu- leg, glaðleg og um fram allt hlý og yndisleg manneskja. Nú þegar við kveðjum hana hinstu kveðjunni fínn ég hversu mikil áhrif hún hafði á mig og hvað ég á henni mikið að þakka. Hún hvatti mig til dáða þegar ég þurfti mest á því að halda og fjölmörg heilræði sem hún gaf mér hafa nýst mér vel í gegnum árin. Það hljóta að teljast forréttindi að fá að kynnast slíkri merkiskonu — þau forréttindi verða seint full- þökkuð. Ég kveð frú Sigríði Eiríks- dóttur með virðingu og þökk. Bless- uð sé minning hennar. Ragnheiður Davíðsdóttir Smátt skal stækka verk af vilja hreinum. Vexti ná þó gróður leynist fyrst, fræin veiku verða tré með greinum. Vökvuð árdögg himinsólu kysst. Ljóssins himinn hlýjum unaðstárum hjúkrar fræi því er sáum vér. Fagur viður ftjóvgast nær með árum, fnðarskugga á grafír vorar ber. (Steingrímur Thorsteinsson) Þann 23. mars, á pálmasunnu- dag, lést frú Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona og fyrrverandi for- maður Hjúkrunarfélag íslands, á 92. aldursári. Með Sigríði er geng- inn einn ötulasti brautryðjandi í ís- lenskum hjúkrunarmálum og merk- isberi norrænnar samvinnu. Brautryðjandi er með sínum langa og merka starfsferli hafði víðtæk áhrif á þróun heilbrigðis- mála í landinu ásamt málefnum hjúkrunarstéttarinnar. Saga íslenskrar hjúkrunarstéttar er ung, nær einungis aftur til alda- móta. Svo virðist sem sagnariturum fyrri tíma hafí þótt lítt frásagnar- vert að rita um hjúkrunar- og líkn- armál. Vopnabrak, sverðaglamur og ættardeilur einkenna sagnaritun til foma. Þar koma þó fram frá- sagnir af konum er bundu um sár særðra mann og kunnu fyrir sér í lækningum. Frægust er e.t.v. frá- sögnin af bardaganum á Hrísateigi í Víga-Glúmssögu er Halldóra kona Glúms biður konur þær er hún hafði kvatt með sér til bardagasvæðisins að sinna jafnt vinum sem óvinum. „Ok skulum vér binda sár þeirramann,erlífvænir eru, ór hvárra liði sem eru.“ Hér ræður mannkærleikur gjörð- um og sú hugsjón að allir hafí sama rétt á umönnun. Sama hugsjón endurspeglast í siðareglum nútíma hjúkrunarstéttar. Hörmungar þær sem dundu yfír þjóðina á 14. öld drógu úr henni mátt. Náttúruhamfarir sem höfðu í för með sér fjárfelli, hungursneyð og mannskæðar drepsóttir lömuðu menningarlíf og alla þjóðfélags- hætti. Almenn velmegun fyrir- fannst ekki og sjálfstæðu andlegu lífí fór hnignandi. Við pláguna miklu, „svarta dauða", árið 1402 keyrði þó um þverbak. Þá er talið að Kvæða-Anna hafí hjúkrað mörg- um. Hennar er getið í Vísnakveri Fomólfs og segir hún svo frá á árunum 1402—1403. „Þegar að plágan yfir óð og alt var að hrynja og deyja, einaffámjeguppistóð ótæpt saung jeg helgiljóð eg huggaða marga og hjúkaða májegsegja." Sagnamyndin hjúka kemur þama fyrst fram og hefur Kvæða-Anna stundum verið talin fyrsta íslenska hjúkrunarkonan. Árið 1915 var merkisár. 19. júní það ár öðluðust íslenskar konur kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Kosningaréttur þeirra var þó skertur því einungis konur sem vora fjöratíu ara og eldri nutu hans. Alturstakmarkið átti síðan að lækka um eitt ár frá gildistökunni uns fullum jöfnuði að því leyti var náð. Þetta skerðingarákvæði var síðan fellt niður árið 1920 með nýrri stjómarskrá. Þingsetningar- daginn, 7. júlí sama ár, efndu konur til hátíðahalda og kunngjörðu að réttarbótarinnar yrði minnst með fjársöfnun til byggingar Landspít- ala. Merkiskonan Ingibjörg H. Bjamason lýsti þessu yfír fyrir hönd kvennanna. Hún var ein af stofn- endum lestrarfélags kvenna í Reykjavík en það var stofnað 20. júlí 1911. í húsakynnum þess var Minning: Jóel Sigvrðsson Fæddur 21. júní 1904 Dáinn 27. mars 1986 Kempan okkar hesthúsfélaga er fallin — er allur — og verður jarð- sunginn í dag, fímmtudag 3. apríl kl. 10.30 frá Fossvogskapellu. Með '*r nokkram orðum langar mig að minnast þessa ágæta félaga, sem var okur að mörgu fyrirmynd og hvati. Jóel var fæddur að Hraunbóli í Hörgslandshrepp á Síðu, en fluttist 8 ára að aldri að Hvoli í Fljóts- hverfí, ásamt foreldram sínum, sem síðan hefur haldist í ættinni. For- eldrar hans vora Guðlaug Jónsdóttir og Sigurður Jónsson bóndi og ævi- stritari að Hvoli. Þau hjón áttu átta böm, sjö hafa lifað þar til nú. Framan af áram starfaði Jóel á búi foreldra ásamt systkinum, en þurfti snemma að leita búdrýginda, sem títt var þá um á vetrum, og leitaði þá fanga víða við Suður- landið, þ. á m. Homafjörð, Vest- mannaeyjar og Suðumes. í einni slíkri ferð, nánar í Sandgerði, kynntist hann konuefni sínu, sem án vafa var hans mesti happafengur og lífslán, en konnn ' — Tónfra Jóhannsdóttir fædd að Skógum á Þelamörk í Eyjafírði, en ólst Iengst af upp hjá foreldram á Þönglabakka í Fjörðum eða til 26 ára aldurs, er hún hleypti heimdraganum og réð sig til vistar í Sandgerði. Án hiks, sem var skapgerðareinkenni Jóels, giftust þau haustið 1930 og bjuggu sín hveitibrauðsár að Hvoli eða til 1934, er þau fluttust til Reykjavík- ur. Hóf Jóel þá strax starf hjá Slát- urfélagi Suðurlands við almenn störf, en var fljótlega falin stjóm niðursuðudeildar SS, sem hann gegndi um nær 40 ára skeið. Á sama stað starfaði Jónína einnig í 30 ár og eiga þau því saman þar allmikið innlegg. Jóel var slátur- hússtjóri hjá SS á Hellu mörg haust og varla er á neinn hallað þótt fullyrt sé, að meiri verkstjóra hafí SS ekki haft á að skipa, stjómsamur og óvæginn og hlífði sízt sér sjálf- um, enda harðgerður maður. Ymis hugðarefni átti Jóel. Hann fékkst við stangaveiði framan af áram, var veiðinn vel og lenti oft í mannraunum við vötnin eystra. Garðrækt stundaði hann mest allt sitt líf í hjáverkum og hafði mikið vndi af. enda fundið að fátt er sælla sálu, en tengsl við móður jörð. Jóel og Jónína eignuðust fjögur böm: Jóhann og Leif búsetta í Reykjavík, Lilju búsetta á Siglufirði og Hafdísi búsetta í New York fylki. Kynni mín af Jóel hófust árið 1970, þegar góður þáverandi vinnu- félagi hans, Hilmar Bendtsen, hafði tælt hann út í hestamennsku, sem hann var nokkuð tregur til og var honum framandi, enda ekki vanist þeirri dýrat.pounr! 5 Hvoli. Ahætt mun þó að fullyrða, að síðasta ára- tuginn sem Jóel lífði, hafði hann ómælda ánægju af hestunum. I fé- lagi við Hilmar og Gunnar Steins- son, byggðum við okkur síðan hest- hús árið 1972, riðum mikið út og áttum saman ótaldar ánægjustund- ir. Margar minningar eigum við félagamir frá „Brekkukotinu" hans við Kjóavelli, þar sem hann hafði sinn kofa með garðhomi. Jóel kunni frá mörgu að segja, mjög vel minn- ugur á gamla tíð og ljóðelskur. Hann var óumdeildur höfðingi okkar hesthúsfélaga. Nokkrar lang- ferðir fóram við á sumram og verð- ur mér sú minnisstæðust, þegar við riðum austur að Hvoli, æskustöðv- um Jóels. Það var löng leið og býsna erfið. Einn áfanginn var frá Fljóts- hlíð til Ljótastaða í Skaftártungum, en á þeirri leið lentum við í villu og voram 19 klst. á ferðinni. Það man ég, og undraði okkur yngri menn mikið, að Jóel virtist í áninga- stað, sem ný stiginn úr fleti, hress og kátur, á leið í sveitina sína að vísu, en samt sjötugur. Alltaf sama harkan og ósérhlífnin. Undanfarin þijú ár hefur Jóel átt erfiða legu á Borgarspítalanum, sem nú er lokið. Tóm er nú eftir, er höfðinginn okkar er fallinn, enda langferðum okkar félaganna fækkað. Við hjónin minn- umst góðs ferðafélaga,sem seint mun gleymast okkur. Blessun fylgi honum. Haraldur Lvðsson Félag íslenskra hjúkranarkvenna stofnað í nóvember 1919. Það var mikill hugur í konum árið 1915 hvað heilbrigðismál varð- aði. Fimmtán ár liðu þar til Land- spítalinn tók til starfa árið 1930 og markaði þáttaskil hvað snerti aðbúnað sjúkra jafnframt því að vera kennsluspítali lækna og hjúkr- unarkvenna. Öðram merkum áfanga í heil- brigðismálum var einnig náð árið 1915 en það var stofnun Hjúkranar- félagsins Líknar. Frú Christophine Bjarnhéðinsson, fyrrverandi for- stöðukona Holdsveikraspítalans í Laugamesi, var þar í fararbroddi ásamt fleiri konum. Meginmarkmið félagsins var að annast hjúkran í heimahúsum og síðar að leggja grandvöll að víðtæku heilsuvemd- arstarfí. Ársskýrslur Líknar geyma mik- inn fróðleik um heilbrigðisástand Reykvíkinga þau ár sem félagið starfaði. Þær bera þess líka vitni hvemig skipulagt forvamarstarf skilar sér. I fyrirlestri sem Jón Sigurðsson, þáverandi borgarlækn- ir, flutti á norrænu hjúkranar- kvennamóti í Reykjavík árið 1960 segir: Störf að heilbrigðismálum, löggjöf, stofnun sjúkrahúsa og aðrar opinberar ráðstafanir og dagleg störf lækna og hjúkrunar- kvenna til vamar sjúkdómum búa e.t.v. ekki yfir dramatískum spenn- ingi og skjótum sigram. En sé skyggnst um af sjónarhóli og heild- arsýn fengin yfír árangur alls þessa reynast heilsuvemdarstörfin og hinir seinunnu sigrar þeirra engan veginn sneydd dramatískum áhrif- um. Frú Sigríður Eiríksdóttir hóf störf hjá Líkn árið 1922 sem bæjar- hjúkranarkona. Hún var kosin for- maður Líknar árið 1931 og gegndi því starfi til ársins 1956 eða þar til starfsferli félagsins lauk með tilkomu Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur. I samantekt frú Sigríðar um starfsemi Líknar þau 41 ár sem félagið starfaði, kemur fram að strax árið 1919 gekkst félagið fyrir stofnun berklavamarstöðvar og var það fyrsti vísir að skipulögðum berklavömum meðal almennings hérlendis. Ungbamavemd og mæðravemd bættust síðar við. Frá stofnun Líknar höfðu hjúkranar- konur þess farið í 277.098 vitjanir til sjúklinga en hver sjúkravitjun tók í það minnsta klukkustund. Tugþúsunda heimilisvitjana vora famar á vegum berklavamarstöðv- ar og ungbamavemdar. Formenn félagsins skipulögðu þessa þjónustu sem var með öllu ókeypis utan einstakra sjúkravitjana til fólks sem óskaði þess sjálft að greiða þóknun fyrir. Það var því í mörg hom að líta og erilsamt formannsstarfið. Starfsemi Líknar og saga Hjúkr- unarfélags íslands er samofin ævi- ferli frú Sigríðar Eiríksdóttur, þessa merka brautryðjanda er ásamt öðram forystukonum vörðuðu þá braut er við hjúkranarfræðingar nútíðarinnar fetum. Eins og áður er getið var Félag íslenskra hjúkranarkvenna stofnað í nóvember 1919. Stórhuga konur stóðu að stofnun þess. Á stofn- fundinum kom fram að búið var að skrifa bréf til danska félagsins og segja frá fyrirhugaðri stofnun íslenska félagsins. Og ekki stóð á svari, Danska hjúkranarfélagið lof- aði að styrkja íslenska nemendur til frekara náms með því að þeir gerðust félagar í hinu danska. Slíkt þótti stórhuga konum hin mesta fírra og felldu með öllum greiddum atkvæðum tillögu þess efnis að fé- lagið yrði deild innan danska félags- ins. Þáttaskil urðu í sögu félagsins þegar frú Sigríður Eiríksdóttir tók við formannsstarfi árið 1924 fyrst íslenskra hjúkrunarkvenna. Undir styrkri stjóm frú Sigríðar efldist félagið og varð leiðandi afl í hjúkr- unarmálum í landinu. Af mörgu var að taka því akurinn var lítið plægð- ur. Menntunarmál, aðbúnaður, lqör, hverskyns fag- og félagsleg mál: efni, verkefnin vora óþijótandi. Í þijátíu og sex ár stóð frú Sigríður í fararbroddi, en hún lét af störfum sem formaðu*- áríð 1 ^60. Einbeitt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.