Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 13
13 ..... ; ; MORGUNBLABIÐ,FIMMTUDAGUR3.APRÍL1986 Siðfræði sovéskra lækna Andrei Sakharov hefur lýst þvi, hvernig hjúkrunarfólk og læknar misþyrmdu honum í Gorkí samkvæmt fyrirmælum KGB. eftirMurray Feshbach í Sovétríkjunum er hagur ríkisins tekinn fram yfir velferð einstakl- ingsins. Árið 1917 afnámu kommúnistar Hippókratesareiðinn en með honum skuldbinda læknar sig til að hafa velferð og heilsu sjúklinga sinna ávallt í fyrirrúmi. Eiðstafur sov- éskra lækna var ekki leiddur í lög fyrr en í mars árið 1971. Hann gerir þá kröfu til lækna, að þeir taki hagsmuni ríkisins fram yfir velferð sjúklinganna. í Sovétríkjun- um eru læknar og hjúkrunarfólk ríkisstarfsmenn og því eru skyldur þessa fólks við ríkið teknar fram yfir skyldur við hina sjúku. Heilbrigði einstaklingsins er talið mikilvægt vegna þeirrar vinnu, sem hann innir af hendi í þágu ríkisins, en ekki vegna þess, að það sé talið gildi í sjálfu sér. Vitaskuld er fjölda lækna og hjúkrunarfólks umhugað um heilsu einstaklingsins. Þetta fólk gerir hvað það getur innan þeirra tak- marka, sem því eru sett vegna skorts á nútíma tækjabúnaði, lyfj- um og jafnvel sárabindum. Hins vegar kann þetta fólk að vera undantekning sem sannar regluna. Lítil fólksfjölgun Ef litið er til þess hversu vinnu- færu fólki á aldrinum 20 til 59 ára mun fjölga lítið á næstu fimmtán árum, er ef til vill unnt að skilja það hlutverk sem ríkið ætlar heil- brigðisstéttunum, þótt ekki sé það geðfellt. Á árunum 1970 til 1985 fjölgaði vinnufæru fólki á fyrr- greindu aldursskeiði um 30 milljón- ir, en frá 1986 og fram til aldamóta mun sú tala falla niður í 6 milljónir manna. Innan sovéska heilbrigðiskerfis- ins er fyrst og fremst lögð áhersla á að gera fólk aftur vinnufært, heilsa manna er ekki talin verðmæti í sjálfu sér. Ráðamenn í hemum hafa lýst áhyggjum sínum á opin- berum vettvangi vegna þess að meðallífslíkur karlmanna hafa ekki aukist í Sovétríkjunum. Spilling- og virðingarleysi Það var fyrst árið 1966, sem haldin var ráðstefna um siðfræði læknavísindanna í Sovétríkjunum. Önnur ráðstefnan um siðfræði læknavísindanna var haldin þar eystra árið 1977. í júlímánuði það ár voru sett lög, sem tryggja áttu miklar umbætur á heilbrigðiskerf- inu. í skýrslu, sem Leonid Breznev, þáverandi leiðtogi kommúnista- flokksins, skilaði af sér í febrúar 1981, vakti hann máls á ótilhlýði- legu viðhorfi heilbrigðsstéttanna og nefndi einkum sambandsleysi á milli sjúklinga og lækna, spiliingu, mútuþægni, stuld á matvælum frá sjúklingum, mismunum og virðing- arskort fyrir ákvæðum heilbrigðis- laga. Þetta ástand hefur haldist óbreytt. Læknar, ráðamenn og stjómend- ur sjúkrahúsa kvarta oft yfir þessu ástandi í sovéskum dagblöðum. Því miður er algengt að einstakling- ar og stofnanir bijóti gildandi regl- ur. Að auki virðist almenningur ekki lengur treysta heilbrigðiskerf- inu en gleggsta dæmið um þetta eru árásir fjölmiðla á huglækna, skottulækna og aðra þá sem telja sig geta læknað fólk eftir óhefð- bundnum leiðum. Stjórnvöld óttast að stöðugt fleiri leiti hjálpar í trúnni í stað þess að leita sér lækninga, eftir þeim leiðum sem lögboðið er. Almenningur veit, að lyijaskortur ríkir og að hveijum einstökum sjúklingi er aðeins veitt lágmarksat- hygli. I grein sem birtist í dag- blaðinu „Literatumaya gazeta" í september árið 1978, var tekið dæmi af yfirlækni sem: „lítur ekki upp á meðan hann skoðar sjúkling- ana vegna þess að hann þarf að sinna 36 manns á fjórum klukku- stundum. Að meðaltali hefur hann því sjö mínútur til að skoða hvem einstakan sjúkling." Mistök og kæruleysi í júní árið 1984 sagði í grein í „Sovetskaya Rossiya" að finna mætti fjölmörg dæmi um sinnuleysi, mistök og glæpsamlegt kæmleysi lækna og hjúkrunarfólks, sem hefðu varpað skugga á þetta göfuga starf. Dregin var upp dökk mynd af ástandi heilbrigðismála í Sovétríkj- unum: „Heilbrigðisyfirvöld óttast að kæruleysi sumra lækna rýri mjög gildi þeirra aðgerða, sem gripið er til í því skyni að bæta heilsufar almennings. Kæmm vegna mistaka í starfi hefur ekki fækkað á undan- fömm árum.“ Þótt talað sé um „kæmleysi sumra lækna" má ætla að þetta viðhorf sé nokkuð almennt. „Sov- etskaya Rossiya" skýrði frá því, að árið 1983 hefðu rúmlega 400 lækn- ar verið sviptir lækningaleyfum vegna alvarlegra mistaka í sovét- lýðveldinu Rússlandi, en þar býr tæpur helmingur íbúa Sovétríkj- anna. 72 læknar vom taldir hafa gerst sekir um athæfi, sem sam- rýmdist ekki stöðu þeirra og ábyrgð, auk þess sem fjöldi starfs- manna á sjúkrahúsum hafði gerst sekur um refsivert athæfi. Ef marka má grein á forsíðu sovéska dagblaðsins „Meditsinska- ya gazeta", sem fjallar um heil- brigðismál, er ástandið jafnvel enn dekkra. í greininni, sem birtist í mars- mánuði árið 1984, er fullyrt að ungum læknum, sem hafa innan við þriggja ára starfsreynslu, fyrir- gefist sérhver mistök og skipti þá engu þótt um sé að ræða „einfaldar sjúkdómsgreiningar sem sérhver læknir ætti að ráða við“. Grein þessi er harkaleg árás á heilbrigðiskerfið í heild og menntun og viðhorf ungra lækna. I greininni segir: „Svo virðist sem ungir læknar njóti „verndar" fyrstu þijú árin samkvæmt einhverri óskrifaðri reglu. (Þessi gagnrýni á hæfni ungra lækna byggir á þeirri stað- reynd) að þeir eru ekki fullfærir um að framkvæma endurlífgunar- tilraunir . . . og standa oftlega ráð- þrota frammi fyrir einföldum atrið- um, sem varða greiningar á bráðum hjarta- og æðasjúkdómum eða sjúk- dómum í kviðarholi... Hið al- menna lækningaleyfi er nú aðeins formsatriði... Eigum við að vemda 25 ára gamian lækni í þijú ár og fyrirgefa honum vanrækslu einung- is vegna þess hve hann er ungur?" Ótrólegt þekk- ingarleysi Á árunum 1982 og 1983 var gerð könnun á þekkingu 303 bama- lækna, sem sóttu framhaldsnám- skeið í Kazakhstan. Niðurstöðumar vom uggvænlegar. Mikill meirihluti þeirra var á aldrinum 30—50 ára. Þeir gegndu ýmist stöðum yfir- manna á stofnunum og víðar eða sinntu almennum bamalækningum. Þeir höfðu stundað lækningar í 5 til 20 ár. Tæpur helmingur þeirra þekkti nýja meðferð við lungna- bólgu, sem tekin var upp fimm ámm fyrr, árið 1978. Aðeins fjórðungur þátttakenda þekkti sex af „sextán tilteknum nútíma læknislyfjum sem mikið em notuð". Fjórðungur þeirra þekkti aðeins fjögur þessara lyfja. Tæpur helmingur þekkti færri lyf. Hrikalegra er þó, að tæpur fimmt- ungur þátttakenda þekkti ekkert þessara lyfja. Þriðjungur aðspurðra kvaðst ekki hafa lesið eina einustu bók, um læknisfræðileg efni síðustu tvö árin. SjúkdómsgTeiningiim haldið leyndum í Sovétríkjunum ríkja sérstök viðhorf til trúnaðarskyldu lækna gangvart sjúklingum. Sjúklingum er yfírleitt ekki skýrt frá því, ef „ÉG VONA að þessi tengsl geti orðið lyftistöng fyrir ferða- mannaþjónustu á Suðumesjum,“ sagði Tómas Tómasson forseti bæjarstjómar Keflavíkur um nýgerðan vináttusamning Kefla- víkur og Brighton á Suður-Eng- landi. „Þau byggjast ekki á reglulegum vinabæjamótum, hcldur á ferðamennsku með sjó- stangveiði sem meginþátt." Að sögn Tómasar var upphafíð það, að sjóstangveiðimenn frá Brighton komu til Keflavíkur sl. haust fyrir tilstilli Jóhanns Sigurðs- sonar starfsmanns Flugleiða í Lond- on og ferðaskrifstofunnar Víkinga- ferða í Keflavík. Leist þeim mjög vel á allar aðstæður til iðkunar íþróttarinnar. Þetta leiddi svo til undirritunar vináttusamningsins 22. mars sl. „Við höfum ýmislegt forvitnilegt að bjóða ferðamönnum, t.d. er Garðskagi góður til fuglaskoðunar, sjóstangveiði er mjög vinsæl íþrótt, bæði af bátum og úr landi, en afli sjóstangveiðimanna á suðurströnd Englands hefur farið síminnkandi á undanfömum árum. Þá er Hitaveita batahorfur þeirra eru litlar sem engar. Þannig er krabbameinssjúkl- ingum, einkum þeim sem eru dauð- vona, ekki skýrt frá því, hvers eðlis veikindi þeirra eru og þeim er ekki sagt frá þeirri meðferð, sem þeir eiga fyrir höndum. Deildarstjóri við sjúkrahús eitt í Ryazan skrifaði eftirfarandi í grein, sem birtist í tímariti sem gefið er út af heil- brigðismálaráðuneyti Sovétríkj- anna: „Það hefur ýmsa kosti í for með sér að skýra sjúklingum ekki frá niðurstöðum sjúkdómsgreininga. Ef ekki er um hættulegan sjúkdóm að ræða, eða séu batahorfur góðar kemur þetta vandamál ekki upp. Öðru máli gegnir um sjúklinga, sem þjást af sjúkdómum, sem læknavís- indin ráða ekki við.“ Breski fræðimaðurinn Michael Ryan, sem hefur skrifað mikið um heilbrigðismál í Sovétríkjunum, segir, að krabbameinssjúklingum sé skýrt frá því að um æxli eða óeðlilega frumumyndun sé að ræða, en læknar noti ekki orðið „krabba- mein“ vegna „þeirra neikvæðu við- bragða sem það orð vekur." I viðtali, sem Ryan átti við for- Suðumesja forvitnileg — hún er einstæð að því leyti að þar er 250 stiga heitt vatn notað til þess að hita upp ferskvatn — auk Bláa lóns- ins sem er talið heilsulind. Mögu- leikamir em því ýmsir,“ sagði Tóm- as. Að sögn hans eru tvö hótel í stöðumann þekktrar krabbameins- stofnunar í Sovétríkjunum, kemur fram að tilgangurinn með þvi að halda eðli sjúkdóma leyndum fyrir sjúklingum sé sá að koma í veg fyrir ótta og veita huggun, því „sannleikurinn myndi lama vilja sjúklinganna." Svo virðist sem sjúkrahús og stofnanir neiti oft að taka við sjúkl- ingum, sem eiga litla von um bata. Á þennan hátt þurfa læknarnir ekki að fela eðli veikindanna fyrir hinum sjúku auk þess sem viðkomandi stofnun getur sýnt fram á góðan árangur þar sem fjöldi dauðsfalla innan veggja hennar verður minni en ella. Læknar dregnir fyrir dóm Dæmi eru um að skurðaðgerðir hafi verið framkvæmdir án þess að samþykki viðkomandi væri fyrir- liggjandi. Árið 1982 skýrði „Iz- vestia" frá því, að fjórtán ára gömul stúlka hefði verið skorin upp án þess að leitað hefði verið leyfis foreldra hennar. Þessari frétt var svarað án þann hátt að ekki þyrfti að leita samþykkis foreldra eða forráðamanna, ef ástand sjúklings- ins væri það alvarlegt að fram- kvæma þyrfti uppskurð tafarlaust. Fyrir kemur að mál eru höfðuð gegn læknum vegna mistaka í starfi. Samkvæmt tölum frá árinu 1979 var kærum vísað frá í 89% tilfella að aflokinni frumrannsókn. í 3,5% tilfella voru hinir ákærðu sýknaðir fyrir rétti, en 7,3% ákærðu voru dæmdir sekir. Það að þessar tölur skyldu gerðar opinberar gefur til kynna að kærur séu svo algengar að stjómvöld geti ekki lengur litið framhjáþeim. Má vænta viðhorfsbreytingar í Sovétríkjunum í þeim málum, sem hér hefur verið tæpt á? Er óhætt að vekja máls á öðrum atriðum sem snerta siðfræði læknavísindanna en hafa ekki verið rædd opinberlega? Miðað við þann vanda, sem Sovét- menn eiga við að etja á fjölmörgum sviðum heilbrigðiskerfisins má ætla, að þeir daufheyrist ekki al- gjörlega við nýjum viðhorfum. Höfundur er prófessor í lýðfræði (demography), vísindagrein sem fæst við tölfræðilegar rannsóknir á mannfélögum, við Georgetown háskóla i Washington oghefur ritað mikið um Sovétríkin. byggingu í Keflavík og gistiheimili í Njarðvík. „í vor koma tveir hópar, samtals um 100 manns, frá Englandi til sjóstangaveiði. Þá verður ef til rætt um frekari samskipti á þessum vettvangi," sagði Tómas Tómasson að lokum. Vináttutengsl Keflavíkur og Brighton: Vonandi lyftistöng fyrir ferða- mannaþjónustu á Suðurnesjum — segir Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar Keflavíkur Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar Keflavíkur (t.v.) afhendir Robert Cristofoli borgarstjóra Brighton merki Kefiavíkur er vináttu- samningur milli bæjanna var staðfestur 22. mars sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.