Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 ( V l)■■•<’?:TTMV.!V fÞGÁJÍMLIÖHóM Miiining: 38CI i Hörður Ingvarsson frá Hvítárbakka Fæddur 3.júní 1927 Dáinn 20. mars 1986 Drottinn er minn hirðir, migmun ekkertbresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum þar sem ég má næðis njóta, 23. Davíðssálmur. Gott er að hugleiða þessi fallegu vers úr helgri bók við skyndilegan dauða og að því er manni finnst ótímabæran. Mig langar í fátæklegum orðum að minnast vinar og gamals félaga, Harðar Ingvarssonar frá Hvítár- bakka. Hörður fæddist á Hvítár- bakka í Biskupstungum 3. júní 1927, einn 14 bama hjónanna Jón- ínu Kristjánsdóttur og Ingvars Jó- hannssonar bónda þar. Hörður ólst upp í þessum fjölmenna og glað- væra systkinahópi á Hvítárbakka, þar sem hin margrómaða íslenska bændamenning ríkti. Til að framfleyta svo stóru heim- ili þurfti umfram allt ráðdeild og vinnusemi. Því vom smáar hendur kærkomin hjálp og síðar eftirsóttur vinnukraftur. Minningin um for- eldra Harðar er geymd meðal af- reksmanna þessarar sveitar, fyrir að ala upp þennan fjölmenna og glæsilega hóp góðra Biskups- tungnamanna án allrar hjálpar. A uppvaxtarárum Harðar nutu Tungnamenn þess sem oftar að eiga góðan bamaskóla. Við hann kenndi þó aðeins einn kennari sem var svo fjölhæfur að ekki fór hjá því að hæfíleikar hvers bams fengju í einhveiju notið sín. Öðlaðist Hörður þar staðgott veganesti. Að loknu bamaskólanámi lá leið Harðar eins og flestra drengja hér í sveit í íþróttaskólann í Haukadal, þar sem sá stórmerki æskulýðs- frömuður Sigurður Greipsson réð ríkjum. Hann hafði undraverð áhrif á unga menn. Tókst ævinlega að rétta úr bognu baki, auka sjálfs- traustið og hæfílegan metnað. Þessa uppbyggingu fyrir lifsstarfíð mat Hörður að verðleikum. Fyrstu verulegu kynni mín af Herði voru, er við urðum vinnufé- lagar á skurðgröfu hér í sveit eitt sumar. Var sá tími að mörgu leyti ævintýri. Þessu starfí hélt Hörður áfram nokkur sumur, en á vetmm vann hann ýmis störf í sínum átt- högum. Félagsskapur okkar á skurðgröf- unni leiddi síðar til þess, að hann varð vinnumaður okkar hjóna í nokkur ár í Skálholti. Þá fyrst kynntist ég hvem mann Hörður hafði að geyma, harðduglegan drengskaparmann, ljúfling og glað- sinna í allri umgengni. Það fór því ekki hjá því að maður með slíka eðliskosti eignaðist marga góða vini. Skipti þá aldrei máli, hvort það var öldungur eða bam. Vinimir mörgu vom honum alla tíð ómetanlegur fjársjóður. Hörður var frábær skepnuhirðir, hafði ánægju af að umgangast bú- féð og var gæddur næmu auga fyrir þörfum þess.. Mér er minnisstæð tilhlökkun hans að komast í fjallferðir og njóta í þeim snertingar við hina ægifögm náttúra upp á Kili. Þessara ferða hans naut ég reyndar í fjölda ára. Árið 1961 urðu þáttaskil í lífí Harðar er hann flutti búferlum að Selfossi. Gerðist hann þar vömbif- reiðarstjóri og gegndi því starfí til æviloka. Hjá samstarfsfólki og vinnuveitendum naut hannn hylli fyrir trúmennsku og áreiðanleika. Einn sólríkan vordag, nánar til- tekið 2. maí 1964, á Hörður enn leið í Skálholt og nú með unga unnustu, og sveitunga sér við hlið, Ólöfu Karlsdóttur frá Gýgjarhóls- koti. Tilefnið var að ganga í heilagt hjónaband hér í kirkjunni. Markaði sú stund upphaf að tuttugu og tveimur hamingjuríkum ámm í lífí þeirra hjóna. Hafíst var handa um að reisa myndarlegt einbýlishús í Hjarðarholti 8, Selfossi. Ólöf var mikil mannkostakona, sem bjó manni sínum yndislegt heimili í þeirra nýja húsi, þar sem ástin og virðingin blómstraði meðan líf entist báðum. Vinum var þar fagnað og veitt af rausn. Þá áttu unglingar ofan úr sveitum athvarf í Hjarðarholtinu. Ólöf og Hörður eignuðust þijú góð og myndarleg böm sem nú standa sem styrkar stoðir við hlið móður sinnar. Þau em: Sigþrúður kennarahá- skólanemi; Valgeir húsasmíðanemi, unnusta hans er Sigríður Runólfs- dóttir húsasmíðanemi; Hmnd, sem enn er ófermd. Heimilið var Herði friðarreitur, en konan og bömin lífið sjálft. Hörður var félagslyndur og átti sér einkum tvö áhugamál sér til lífs- fyllingar. Hið fyrra var söngurinn sem hann naut frá bamæsku, raddsviðið mikið og tóneyrað næmt. Við hjónin minnumst margra góðra stunda þegar tónelskir vinir komu í heim- sókn, og hversu vel okkur fannst Hamraborgin hljóma í eldhúsinu. Hörður var virkur og góður félagi í Karlakór Selfoss, þar sem djúp og hljómmikil bassaröddin fékk að njóta sín. Hið síðara var samfélagið við hestinn. Hann var einn af stofnend- um Hestamannafélagsins Loga hér í sveit, og síðar góður félagi í Sleipni á Selfossi. Hörður var þekktur tamningamaður, samspil hans og hestsins var svo næmt að hann náði ótrúlegum árangri. Sjálfur átti hann úrvals gæðinga, sem fjölskyldan öll fékk notið oft í samreið með góðum „Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur." E.B. Táknrænt var, að eftir velheppn- aðan reiðtúr, er búið var að kemba, þá var hann allur við hlið gæðings- ins. í dymbilviku em dimmir dagar, þrátt fýrir hækkandi sól. Engin sól er því kærkomnari né bjartari í sorgarmyrkri en páskasólin og páskahátíðin, sem gefur fyrirheitið um eilíft líf. Elskulegu Ólöf og böm, við send- um ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að vemda ykkur og styrkja. Við hjónin kveðj- um Hörð klökkum huga með þakk- læti fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Og allra síðast þakka dætur Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmœlis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Minning: HansF. Christ- iansen, Asbergi okkar hjóna Herði fyrir einlæga vináttu á fyrstu æviámm og hversu fús hann var að styrkja þær fyrstu sporin á lífsgöngunni. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. V.B. Björn Erlendsson Kveðja frá Karlakór Selfoss Þegar við félagar í Karlakór Selfoss komum saman til æfingar fímmtudagskvöldið 20. mars sl. beið okkar sú óvænta og sorglega fregn að einn úr hópnum, Hörður Ingvarsson, hefði orðið bráðkvadd- ur þá fyrir skammri stundu. Það varð því lítið um söng þetta kvöld, en menn héldu til síns heima orðfáir og daprir í lund. Hörður Ingvarsson fæddist að Hvítárbakka í Biskupstungum 3. júní 1927 og ólst þar upp með foreldrum sínum í stóram systkina- hóp. Dvaldi hann að mestu í Tung- unum við ýmis störf til ársins 1961, er hann settist að og hóf störf hér á Selfossi, en skömmu síðar kvænt- ist hann og stofnaði heimili með eftirlifandi konu sinni, Ólöfu Karls- dóttur. Reistu þau sér hús að Hjarð- arholti 8 og eignuðust þijú mann- vænleg böm. Hér starfaði hann lengst við vömbflaakstur hjá áhaldahúsi Selfossbæjar. Áhugi Harðar fyrir söng mun snemma hafa vaknað, enda uppal- inn á ljóð- og söngelsku heimili. Og sem ungum manni gáfust hon- um tækifæri til að rækta þann áhuga með sveitungum sínum, sem margir vora hæfileikamenn á þessu sviði. í sveitinni vandist hann líka við að umgangast og hafa yndi af hestum, en það ásamt söngnum varð hans eftirlætis tómstundaiðja allttil hinstu stundar. Árið 1965 gerðist Hörður einn af stofnendum Karlakórs Selfoss og starfaði í honum alla tíð síðan. Varð hann einn af traustustu félög- um kórsins, enda kom þar hvort tveggja til góðir sönghæfileikar og ódrepandi áhugi um að gera starfíð árangursríkt og veg kórsins sem mestan. Hann stundaði æfíngar flestum betur, lærði raddir og texta fljótt og vel. Hin djúpa og hljóm- mikla bassarödd naut sín vel í samsöng, leiðandi þann gmnntón, sem ómissandi er í hveijum kór. Hörður var einstakur félagi, dag- farsprúður og glaðvær, en á fagn- aðarstundum sá gleðivaki, sem alla hreif með sér, en þótt fasið væri þá stundum mikið og virtist eilítið hijúft á yfírborðinu, þá duldist ekki viðkvæm og tilfinningarík lundin, sem að baki bjó. í félagsstarfí okkar kórmanna og eiginkvennanna hafa þau hjónin alla tíð verið mjög virkir þátttak- endur og eiga sinn stóra þátt í þeim góða félagsanda og samheldni, sem þar hefur þróast og gert félagsskap- inn eftirsóknarverðan að starfa í. Við fráfall Harðar er því margs að minnast og margt að þakka um leið og við vottum Lóu og bömunum einlæga samúð. Þótt söknuður fylli hugann um stund, verður það minningin sem lifir, en ætíð mun verða bjart yfír minningunni um Hörð Ingvarsson í hugum okkar, sem áttum með honum samleið. Fæddur 24. april 1905 Dáinn 22. mars 1986 Hann var fæddur við Pollinn á Akureyri á annan í páskum árið 1905. Þar ólst hann upp í faðmi fóstm sinnar og móðurbróður, ásamt bömum þeirra hjóna og fóst- urbömum. Það góða atlæti er hann naut þar hefur án efa átt þátt í að móta afstöðu hans til lífsins. Sjálfur sagði hann að æska sín hefði verið eitt samfellt ævintýri, sem leið við leik, söng og íþróttir og þar bar engan skugga á. Eftir gagnfræða- og samvinnu- skólapróf lá leiðin til Kaupmanna- hafnar til frekara náms í verslunar- fræðum og þar hitti hann hamingju- dísina sína, hana ömmu. Borgin sú varð síðan þeirra og saman áttu þau eftir að halda upp á silfur- og gullbrúðkaup með litlu hafmeyjunni á Löngulínu. Bömin urðu þijú og ólust upp við mikið ástríki, þar sem glettni og bjartsýni réð ávallt ríkjum. Lærdómur og skyldustörf urðu að leik og söngur og hljómlist skipuðu stóran sess í daglegu lífí. Á sunnu- dagsmorgnum var vakið með píanó- leik og saman var sungið og spilað þar til steikin hjá ömmu var tilbúin. — Er leið að háttamálum var oft hægt að biðja um sögu og þó þær breyttust aðeins frá einu kvöldi til annars þá var endirinn alltaf jafn góður. En lífsbaráttan var þá sem nú ekki eingöngu dans á rósum. Það er bara ekki sama hvemig á málin er litið. Afí hafði einmitt þann eigin- leika að koma alltaf auga á björtu hliðamar, laða fram bros og fá alla í kring um sig til slíks hins sama. Engin vandamál vom svo lítil að þau væm ekki umfjöllunar virði — og engin svo stór að ekki fyndist einhver lausn á þeim. Jákvseð af- staða hans brást aldrei né heldur vilji til hjálpar í hvaða máli sem var. Trúin var hans styrkur. Heim- ili þeirra afa og ömmu stóð jafnan opið vinum og vandamönnum. Þar var oft glatt á hjalla og afi hrókur alls fagnaðar. Tengdaböm bættust í hópinn og síðan bamaböm. Fyrst lítill stúfur og nafni og síðan eitt af öðm. Þau em nú orðin níu. Öll hafa þau orðið aðnjótandi þessara yndislegu eiginleika sem afí átti í svo ríkum mæli og hans verður sárt saknað ekki síst hjá þeim yngstu er áttu í honum einn sinn besta leikfélaga og vin. Eftir stöndum við með fangið fullt af ljúfum minningum sem allar em svo bjartar og fagrar og þá auðlegð tekur enginn frá okkur. Efst í huganum er þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa hann svona Iengi hjá okkur. Guð gefí ömmu styrk til að halda ein áfram og okkur hinum gæfu til að gefa aftur brot af öllu er hann gaf okkur. Ástarþakkir, börn og barnabörn. Hann afí er horfinn frá okkur. Jafnvel þegar ljóst er að hveiju stefnir, er högg mannsins með ljá- inn reiðarslag. Ósjálfrátt leitar hugurinn aftur í tímann og liðnar stundir rifjast upp. Ósjaldan var fjölskyldan saman komin í stofunni á Ásbergi til að taka lagið og afí sat við píanóið, lék á als oddi og spilið var létt og létt og lipurt, rétt eins og hann sjálfur. Enginn hafði eins gott lag á því að fá aðra til að líta á björtu hliðam- ar og trúa á hið góða í lífinu. Góða skapið og æðmleysið yfírgaf hann aldrei. Ég hef alltaf talið mig einstak- lega lánsaman að hafa fengið að alast upp hjá þeim afa og ömmu á Ásbergi fyrri hluta ævi minnar og þangað gat ég alltaf síðar leitað þegar á móti blés. Styrkur og reynsla gömlu hjónanna var óbrigð- ul og alltaf var afí fljótur að ná fram góða skapinu aftur. Þegar ég var Iftfll las hann kvöld- bænimar með mér og kenndi mér það sem ég mun alltaf búa að, að heiðarleiki og sannsögli em hvers besta veganesti í lífínu og öll mál hafa sínar ljósu hliðar. Afí lifír áfram í góðum minningum og ég bið góðan guð að halda vemdar- hendi sinni yfír okkur öllum og veita ömmu styrk. Kaupmannahöfn, 24. mars 1986. HUÓ AÐALFUNDUR Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands fyrir árið 1985 verður haldinn í Múlabæ að Ármúla 34 fimmtu- daginn 17.apríl 1986. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Fundurinn hefst kl. 20.30. Stjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.